Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 120
102
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
success of the significant work of the
League.
Cordially yours,
John C. West
President
För dr. Beck ennfremur nokkrum orð-
um um rlkisháskölann I Grand Forks. Gat
þess að við þann skóla myndu fleiri ís-
lendingar hafa notið náms en við nokkra
aðra hærri mentastöð I Ameríku. Höfðu
þeir með námi sínu og framkomu þar
mjög aukið álit þjóðarinnar og nytu enn
þess hróðurs er þeir hefðu sér getið.
Þar næst bar doctorinn fram munnlega
kveðju frá herra Árna G. Eylands.
þá las forseti upp kveðjur frá dr.
Helga Briem. -—- Þingskjal no. 13, — og
einnig frá biskupnum yfir íslandi og
Ingóifi lækni Gíslasyni. — Forseta var fal-
ið að svara þeim kveðjum. Skeytin frá
biskup og lækni, hafa aldrei verið af-
hend ritara.
21. febrúar 1947.
Forseti Þjóðræknisfélagsins
séra Valdimar Eylands,
Winnipeg.
Kæri séra Valdimar.
Þar sem þjóðræknisþingið stendur nú
fyrir dyrum leyfi ég mér að senda þér,
þinginu og Þjóðræknisfélaginu, ásamt
öllum deildum þess og félögum, hugheil-
ar óskir um ánægjulegt þing og gæfuríkt
etarf félagsins, á ókomnum árum, eins og
hingað til.
Þinn einlægur,
Helgi P. Briem.
Ritari las kveðju og heilla-óska-bréf til
þingsins frá deildinni Aldan í Biaine. —
þingskjal no. 14. —
Hdllaóskir til ÞjóðræknisféLogsins
Þjóðræknisdeildin “Aldan”, að Blaine,
Washington, sendir hinu tuttugasta og
áttunda ársþingi Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi, sínar innilegustu
heillaóskir.
Ánægjulegt hefði öldunni þótt, að geta
sent erindreka á þetta þing, en fjarlægð-
in er of mikil, og fjárhagurinn ekki nægi-
lega sterkur til þess.
Aidan vonar og treystir, að vel rætist
fram úr öllum þeim málum, sem lögð
verða fyrir þetta þing og I framkvæmdum
verði þróttur og áhugi fyrir auknu og við-
tækara þjóðræknisstarfi, einnig að vina-
böndin milli vestur- og austur-íslendinga
megi verða sterkari en nokkru sinni fyr.
Ritað að Bellingham, Wash., 20. febr. ’47.
A. E. Kristjánsson, forseti
G. P. Johnson, ritari.
Sömuleiðis las hann kaflá úr bréfi frá
forseta sambandsdeildarinnar I Seattle
þar sem vikið er að þvi, að hentugra
myndi fyrir þá á Ströndinni að sækja
þingið ef það væri haldið snemma sum-
ars. —
Þá gerði J. J. Bildfell þá tillögu, að for-
seti skipi I nauðsynlegustu nefndir. Till-
stutt af H. T. Hjaltalín: Samþykt.
Skipaði þá forseti í þessar nefndir:
í útbreiðsiumálanefnd: Dr. R., Beck
H. T. Hjaltalin, Mrs. H. G. Sigurdsson,
J. J. Bildfell og Einar Sigurðsson.
1 fræðslumálanefnd: Mrs. H. Danielsson,
H. Olafsson, Aldis Pétursson, T. J. Gisla-
son og Jónatan Tómasson.
1 nefndina um lcennarastól I íslenskum
fræðum við háskólann í Manitoba:
Séra Phiiip M. Pétursson, G. L. Jóhanns-
son og Guðmund Feldsted.
Mrs. H. Danielsson las upp skýrslu yfir
afkomu útgáfu fyrirtækisins “Iceland
Thousand Years”. Sýndi sú skýrsla hina
ákjósanlegustu afkomu. — Var skýrslan
viðtekin samlcvæmt tillögu Einars Haralds
sem G. L. Jóhannsson studdi: Samþykt.
Gerði J. J. Bildfell nú þá uppástungu
að fundi yrði frestað til kl. 10 fyrir hádegi
næsta dag. Tillagan studd af mörgum og
samþykt.
Fundi slitið.
A kvöldi þessa dags hélt The Icelandic
Canadian Club mikið samkvæmi í Fyrstu
lútersku kirkjunni. Þar hélt prófessor
Freeman frá Norður Dakota afar fróð-
lega ræðu um ísland og sýndi litmyndir af
ýmsum stöðum á Fróni. Var ræða hans al-
ment rómuð fyrir fróðleik og flutning góð-
ann.
Auk ræðunnar var söngur og hljóðfæra-
sláttur til skemtunar.
Þriðji fundur þingsins settur I Góðtemp'
arahúsinu kl. 10 f.h., 25 febrúar.
Fundargjörð síðasta fundar lesin og sam-
þykt án breytingar.
Skýrsla frá deildinni Snæfell. Church-
bridge lesin af Einari Sigurðssyni. — ping-
skjal no. 15. —
Ársskýrsla þjóðræknisrteilclarinnar
“Snæfoll” fyrir órlð 1940
Félagsstarfið hefir hvorki verið athafna-
ríkt né umfangsmikið á liðna árinu. Þeim
fækkar nú ört löndunum hér um slóðii-
Frumbyggjarnir falla I valinn hver á fæt-