Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA að kona hans lést í Hollandi haustið 1835. Eigi að síður hélt hann áfram fræðiiðkunum sínum, og leitaði sorgmæddum huga sínum svölunar með þeim hætti. Eftir heimkomuna í desember 1836, tók hann við prófessorsembætti sínu í Harvard og settist að í Cambridge; fékk hann sér íbúð í Craigie House, sem verið hafði á sínum tíma bækistöð Wash- ingtons, og varð þetta sögufræga stórhýsi jafnan síðan aðsetursstað- ur Longfellows og eign hans nokk- urum árum síðar. Gerðist hann nú, ásamt með há- skólakenslunni, frjósamur rithöf- undur og skáld. Auk tímarita- greina á þessum árum, gaf hann út 1839 ævintýrasöguna Hyperion, rit- aða í þýskum skáldsagnastíl, sem hann hafði orðið hugfanginn af, og var henni vel tekið; sama ár kom út ljóðasafn hans Voices of the Night — Næturraddir, — sem einnig átti ágætum viðtökum að fagna, enda er þar að finna sum af kunnustu og vinsælustu kvæðum hans, meðal þeirra “A Psalm of Life’ — Lífshvöt. — Tveim árum síðar birtist annað víðkunnugt og jafn vinsælt kvæðasafn eftir hann, Ballads and Other Poems, sem hefir inni að halda önnur eins eftirlætis kvæði og þau, er nú verða talin: “The Village Blacksmith“ — Smið- urinn, — “The Rainy Day” — Regn- dagurinn, — “Excelsior”, “The Skeleton in Armor” — Hervædda beinagrindin — og “The Wreck of the Hesperus” — Hesperus-strand- ið, — að nokkur séu talin, enda fóru lýðhylli skáldsins og frægð nú hrað- vaxandi. Árið 1842 fór hann stutta ferð til Norðurálfu sér til heilsubót- ar, og á skipsfjöl á heimleiðinni orti hann kvæðaflokk sinn Poems on Slavery — Mansalsljóð, — sem bera fagurt vitni frelsisást hans og mannúðaranda, og juku á skáld- frægð hans. Sumarið 1843 kvæntist Longfellow síðari konu sinni, Frances Eliza- beth Appelton, kaupmannsdóttur frá Boston, er hann hafði fyrst kynst í Sviss 1836, og var fyrirmynd söguhetjunnar í skáldsögu hans Hyperion. Var hún fríð kona sýn- um, gáfuð og mentuð og hin virðu- legasta í allri framgöngu, enda unni skáldið henni mjög. Varð þeim sex barna auðið. Lék nú alt í lyndi fyrir Long- fellow, og sendi hann frá sér á þess- um árum margt rita, meðal annars hið umfangsmikla þýðingasafn Poets and Poetry of Europe — Skáld og skáldskapur Norðurálfu, 1845, —- er hann hafði safnað til úr ýmsum áttum, en árið eftir var prentað kvæðasafn hans The Belfry of Bruges and Other Poems — Klukku- turninn í Bruges og önnur kvæði, — og eru þar ýms vinsælustu kvæði hans, t. d. “The Day is Done” — Dag- ur er liðinn; — eigi er safnið síður merkilegt fyrir kvæðið “To the Driving Cloud” — Til svífandi skýs, — sem ort er undir hexametra- hætti um efni úr lífi Indíána ,og má því rekja þræðina þaðan til hinna víðfrægu ljóðsagna skáldsins, Hiawatha og Evengeline, enda kom hið síðarnefnda út árið eftir, og stóð höfundurinn þá á fertugu. Þrem árum síðar, 1850, birtist annað eftirtektarvert og lýðkært kvæða- safn hans, The Seaside and the Fireside — Við ströndina og arin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.