Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 80
I.
Varla er hægt að fletta svo blaði
í fagurlistasögu liðinna alda, að mað-
ur reki sig ekki á einn eður annan
af þeim, sem mestum ljóma hafa
orpið yfir mannlífið og fylt sálir
manna dýpstum unaði — en hafa
þó orðið að troða um dimma dali og
djúpa, orðið að kanna svo að segja
öll djúp mannlegra hörmunga, áð-
ur en þeir féllu í öreiga gröf — langt
um aldur fram.
Það er því ánægjulegt að vita til
þess, að maðurinn, sem söngelskandi
fólk minnist sérstaklega á þessu
hausti, átti aldrei erfitt uppdráttar,
þekti ekki skort eða harðrétti, en
ólst upp í alsnægtum, átti mentaða
og siðfágaða foreldra, fékk alla þá
mentun, sem auður, skólar og um-
gengni við gáfu og listafólk gat
veitt, og öðlaðist, þegar á unga aldri,
fylstu viðurkenningu fyrir verk
sín — í stuttu máli, var frá vögg'
unni til grafarinnar óskabarn ham-
ingjunnar. Hann dó að vísu altof
snemma, aðeins 38 ára gamall; en
aldur þeirra, sem miklu afkasta,
mælist ekki eingöngu í árafjölda.
Hér er auðvitað átt við tónskáld-
ið Felix Mendelssohn, sem í þessurn
mánuði — 4. nóv., — hefir legið i
gröf sinni í hundrað ár. Kannske er
það ekki að öllu leyti rétt, að segje-
að nokkur sá maður liggi í gröf, sem
heldur áfram að lifa í verkum sín-
um, heldur áfram að vera lifandi
straumur í mannlífinu. Um hann
hefir þó verið sagt, að ef til vill hafi
ekkert tónskáld verið eins í háveg-
um haft eða notið jafn almennrar
hylli í lifanda lifi, en verið eins
fljótt lagður á hilluna, eftir að hann
féll frá. Var víst eitthvað hæft 1