Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 43
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR
25
ári eftir að honum kom í hug að
yrkja þennan kvæðaflokk sinn út
frá Ólafs sögu Tryggvasonar —
seint í marz 1860, — að svo langt
var komið sögu, að hann skipulagði
efnið, og seint á árinu tók hann til
við kvæðagerðina af kappi og lauk
henni á tæpum mánuði; þess er þó
jafnframt að minnast, að löngu áð-
ur hafði hann látið sér 1 hug koma
að yrkja um svipað efni og gert
drög til þess.
í þessum kvæðaflokki sínum,
sem hann nefndi beinu heiti sög-
unnar, The Saga of King Olaf, lét
hann eigi heimildirnar verða sér of
mjög fjötur um fót, þó að hann
þræði þær í aðaldráttum og sum-
staðar harla nákvæmlega, en kvæð-
ið, eins og það var fullgert, ber því
vitni, hve víða hann gefur skáld-
legu hugarflugi sínu lausan taum-
inn. Gekk hann þó enn lengra í því
efni, er hann var að vinna að kvæð-
inu, og feldi t.d. úr því heila kviðu
um Sigvalda jarl, sérstakl., að því er
virðist, vegna þess, hve mjög hann
hafði þar lagað efnið í hendi sér, og
var þar þó um hressilegt og hreim-
Uiikið kvæði að ræða, en það er
tekið upp í rit dr. Hilens um
skáldið og Norðurlönd.
Líti maður nú á þennan víðkunna
°g vinsæla kvæðaflokk Longfellows
um ólafs sögu Tryggvasonar í heild
sinni, þá er inngangskvæðið, “Þórs-
mai”, lang svipmest, norrænt mjög
k^ði að bragarhætti og anda, eins
og.sjá má af eftirfarandi erindum
Ur þýðingu séra Matthíasar:
“Hefig á höndum
hríðelfda glófa
°g þeyti þrúðhamri;
spenni’ eg mig máttkum
megin-rammgj örðum,
eykst mér ásmegin.
Lítið lograstir
leiftra við himin;
Þór er að þeyta
þrúðga skeggbrodda,
hljóðar húmstormur,
hræðist kyn þjóða.
Seif kallag bróður;
sjón mín er elding;
reiðarslög rymja
remmihjól kerru;
hamars högg dynja
hátt í jarðskjálftum”
Að undantekinni síðustu kvið-
unni, er kvæðaflokkurinn annars
lausleg endursögn á Ólafs sögu
Tryggvasonar, undir mismunandi
bragarháttum, með viðaukum frá
hendi skáldsins sjálfs. Er því eigi
að neita, að vel hefir Longfellow
tekist val minnisstæðra atriða og
atburða, og víðar eru kvæðin með
sterkum þjóðsagnablæ og frá-
sagnahraða. En þó margt sé þar
snjallra lýsinga og frásagna, nær
skáldið hvergi nærri eins vel forn-
íslenskum anda og stílþrótti og
hann gerði í “Þórsmálum” sínum.
Ekki er þó að efa, að þessi kvæða-
flokkur hans varð til þess að draga
athygli fjölda nýrra lesenda að ís-
lenskum fornsögum.
Ekki er hitt ómerkilegra, hver
áhrif það hafði á Longfellow og
skáldskap hans að glíma við þetta
yrkisefni úr íslenskum fornsögum,
en gagnrýnendum kemur saman
um, að umræddur kvæðaflokkur
hans eigi vinsældir sínar einkum