Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 92

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 92
74 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA vítis skæl voru að gera mig vitlaus- an. Eg var að missa vitið, hefði ef- laust brjálast á næstu sekúndum, en þá kom lausnin. Hún sat þarna á mosaþúfu rétt hjá mér. Nei, nú hlaut meira en lítið að vera orðið bogið við mig, að ég skyldi ekki hafa séð hana fyrr. Hún sneri baki við mér, studdi olbogum á hné og hafði hend- urnar fyrir andlitinu. Hún var í spræklóttum sumarkjól, hafði per- manent krullur og spengilegan lík- ama. Herðarnar kiptust til af ekk- anum, svo að þrengdi á rauðu belti. — Var þetta álfamær? Eg gekk til hennar og staðnæmdist fyrir framan hana. Hún virtist ekki hafa orðið mín vör. — Hvað? — Mér kom þessi stúlka svo kunnuglega fyrir sjónir. Eg kraup við hlið hennar og lagði handlegginn yfir herðar hennar. Þá leit hún upp. Erla? — Þetta var Erla, eina stúlkan í heiminum, sem ég aldrei gæti tekið fyrir aðra og ég hafði fyr- ir viku síðan fylgt um borð í skip, sem fór út í lönd. Eg hafði staðið á hafnarbakkanum og veifað klútnum mínum, á meðan skipið skreið út höfnina, og Erla hafði staðið upp í lyftingu og veifað á móti. Daginn, sem ég lagði af stað upp í óbygðirn- ar hafði ég svo fengið skeyti frá henni, að hún væri komin til Lido. Þetta gat ekki verið hún, og þó var engin önnur kona svona í öllum heiminum, hafði verið eða myndi nokkurntíma verða, önnur en hún. Eg heiti ekki Erla, ég heiti Hulda, sagði stúlkan og hætti að gráta. Þekkirðu mig ekki? Við, sem höfum þekst svo lengi. Þetta var líka málrómur Erlu. — Stund og staður, rökréttar ályktanir, allt var þurkað burtu. Þetta var Erla, en hvernig hún hafði komið hingað var skilningi mínum ofvaxið, svo að ég hugsaði ekki meira um það. Eg náði í tæplega hreinan vasa- klút úr blússuvasa mínum og þerði tárin af grátbólgnu andlitinu. Stúlk- an hallaði sér upp að mér, og ég kysti hana á munninn. Þá var eins og hún rankaði við sér og hún stjakaði mér gætilega frá sér. Nú hló hún skærum hlátri, — hlátri Erlu. Svo kom dálítill sorgarsvipur á hana og þunglyndisdrættir í kring um munninn. Þú heldur enn, að ég sé Erla? Nei, ég veit að þú ert Erla, — eða að minsta kosti sama stúlkan og játaðist mér í herbergi uppi a lofti í húsi við Tjörnina 18. janúar síðastliðinn. En ég hélt, að þu værir suður í Lido. Eg skil þetta ekki. Erla er líka suður í Lido, en þu fanst mig, og það verður þér til ógæfu. Og þú huggaðir mig, og þa® verður þér til ennþá meiri ógæfu. En ég var svo utan við mig og þráði svo einhvern, sem gæti huggað mig, að ég gætti mín ekki og varð of eigiu" gjörn. Eg heiti Hulda. Hulda. — Gat það verið, að þetta væri ekki Erla? Eg hafði heyrt get- ið um tvífara, en ég hefði aldrei trú- að, að Erla gæti átt sér tvífara, sem óg þekti ekki frá henni sjálfri, jaí11' vel eftir að vera búinn að kyssa hana, en þetta hlaut svo að vera. Erla gat ekki verið komin til lands- ins, og svo gat hún heldur ekki vit- að, hvar ég var. Eg hafði engan látið vita nákvæmlega, hvert ég ætlaði a halda, og svo var þetta allt svo dul-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.