Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 89
bækur
71
ingar hafa haft sérstöðu að þessu
leyti, enda er mjög drjúgur hluti
þýðinganna í nefndu safni eftir þá.
Hér er ekki rúm til að gagnrýna
einstakar þýðingar. Þess skal aðeins
getið, að mér er kunnugt um tölu-
vert af villum, sem virðast eiga ræt-
ur að rekja til misskilnings á frum-
texta. Sumar eru meinlausar, en
aðrar allmeinlegar, eins og til dæm-
is þýðingin á orðatiltækinu „að vera
gróinn í fyrningum“ við upphaf
sögu Guðmundar Friðjónssonar
„Gamla heyið“. Þar gætir misskiln-
ings, og veldur sá misskilningur því,
að söguupphaf missir að miklu leyti
sambandið við það, sem á eftir fer.
Hálítið er af villum í þýðingunni á
„Heimþrá" Þorgils gjallanda. Þar
eru til að mynda foksandar og sand-
kvika bæði þýdd sem quicksands,
sem leiðir til þess, að lesandinn fær
illa áttað sig á öræfaumhverfinu,
sem verið er að lýsa. Þá er að bæta
því við, að ekki má eigna Jónasi
Hallgrímssyni „Stóð ég úti í tungls-
ljósi“ athugasemdalaust. Frumtext-
inn er eftir Heine, enda þótt Jónas
hafi töluvert frá honum vikið.
Að lokum skal þetta tekið fram:
Sumir kynnu að skilja heiti þýð-
ingasafnsins (Anthology) sem úr-
val, að minnsta kosti þeir, sem enn
líta á frummerkingu orðsins. En
auðvitað er hér ekki um úrval að
ræða. Fæð þýðinganna hlaut að fyr-
irbyggja slíkt. Þess er og getið í for-
málsorðum, að ekki hafi verið unnt
að taka með þýðingar á íslenzkum
skáldsögum.
Prófessor Loftur hefir samið
greinargott æviágrip um höfundana,
sem eru um ein blaðsíða hvert. Verð
hvors heftis er $5.00, og þau má
panta, annaðhvort hjá Depariment
of Correspondence Insiruciion, Uni-
versiiy Exiension, Universiiy of
California, Berkley 4, California eða
hjá Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns-
sonar í Reykjavík.
Að lokum vil ég þakka prófessor
Lofti Bjarnasyni fyrir framtakið og
óska þess, að honum gefist, seinna
meir, tækifæri til að gefa þýðinga-
safnið út á prent.
H. B.
Leidðréttingar
Því miður slæddust villur inn í
Ijóð tveggja manna í síðasta árgangi
Tímaritsins, og eru lesendur beðnir
að taka eftirfarandi leiðréttingar til
greina:
í fyrstu vísu í kvæði Guttorms J.
Guttormssonar, „Karlakór Reykja-
víkur“, stendur „Glymdrápuveður“,
en á að vera Glymdrápuverðu”. í
þriðju vísu í kvæði Dr. Sveins
Björnssonar, „Móðurmálið“, stendur
„skrautljósmynd“, en á að vera
„skrautmynd“.