Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 20

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 20
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201220 forystUhegðUn skólastJóra við að þróa forystUhæfni skóla Forysta og ákvarðanataka Garðar lagði áherslu á lýðræðislega stjórnunarhætti. Hann sagðist vera „í grundvallar- atriðum … hlynntur því að fámennur hópur stjórni. En að það sé hópur, ekki einræðis- stjórnun … [og að] stjórnendur taki sameiginlegar ákvarðanir.“ Í samræmi við þetta starfaði stjórnendateymi við skólann sem fundaði aðra hverja viku og tók ákvarðanir um málefni skólans. Garðar sagðist enn fremur vilja sjá að kennarar hefðu sífellt meira um „eigin starfshætti að segja“ en að ákvarðanir þeirra væru teknar sameiginlega af kennarateymum og alltaf í samræmi við stefnu skólans. Greinilegt var að kennarar fundu fyrir öryggi með starfshætti sína og treystu sér til að vinna innan þess ramma sem Garðar, skólastjórnendur og stefnan setti þeim. Starfsfólki, nemendum og foreldrum bar saman um að ákvarðanir við skólann væru lýðræðislegar og greið leið væri fyrir þá að koma skoðunum sínum á framfæri við stjórnendur og hafa áhrif á skólastarfið. Umsjónarkennarinn Fanney sagði: „Það hefur alltaf verið hlustað á okkar tillögur og … höfum við haft ýmislegt til málanna að leggja … Mér finnst það einkennandi, það er ekki einstefna.“ Fram kom að kennarar tóku ekki ákvarðanir um kennslufræði eða málefni sem gátu snert kjarna skólastefnunnar án íhlutunar stjórnenda. Dísa sagði um ákvarðanir á stigsfundum: Þar er ekki verið að ákveða … kennslufyrirkomulag eða eitthvað þannig … Ef við erum að ræða … stærri mál sem varða kennslu eða eitthvert fyrirkomulag þannig … þá erum við með … Garðar og Aldísi með okkur á þeim fundum. Þróun forystu nemenda, foreldra og skólaliða Allt starfsfólk skólans sem rætt var við taldi að miklar framfarir hefðu orðið í því hvernig nemendum væri sinnt í skólanum síðan Garðar tók við stjórn og að nem- endur sýndu greinilegar framfarir, ekki síst félagslegar. Dísa talaði um að sér fyndust „krakkarnir bara svona almennt … opnari og vanari því að koma fram og tjá sig um ýmis málefni … bæði þægileg og óþægileg … tjáningin er kannski öðruvísi.“ Við- mælendur voru sammála um að nemendur sýndu meira frumkvæði, bæði félagslega og í náminu, en áður. Vísbendingar um framfarir í námi voru til staðar en veikari og kennurum og stjórnendum reyndist erfiðara að henda reiður á þeim. Þó tengdu kennarar framfarir í námi við hæfni nemenda til að skipuleggja eigið nám og fylgja því eftir en sömuleiðis gáfu niðurstöður samræmdra prófa til kynna framfarir. Nem- endur voru markvisst þjálfaðir í lýðræðislegum vinnubrögðum í samverustundum, á bekkjarfundum og almennt í samræðum við starfsfólk þótt þeir tækju ekki beinan þátt í stefnumörkun í skólastarfinu á annan hátt en að eiga sæti í nýskipuðu skólaráði. Í rýnihópsviðtalinu við nemendur kom fram samdóma ánægja með skólann í heild, stjórnendur og kennara. Nemendur töluðu um að mikill metnaður væri af hálfu kenn- ara og skólans fyrir þeirra hönd og að þeir kæmu í skólann með það fyrir augum að læra en á þeim var að heyra að þeir treystu kennurunum til að vita hvað þeim væri fyrir bestu í náminu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.