Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 102

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 102
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012102 þroskaþJálfanám og starf á tímamótUm? sé nefnt (Lög um þroskaþjálfa nr. 18/1978; Lög um aðstoð við þroskahefta nr. 47/1979; Reglugerð um störf og starfsvettvang þroskaþjálfa nr. 215/1987). Lögin um aðstoð við þroskahefta frá 1979 gerðu ráð fyrir þjónustu úti í samfélaginu og voru sambýlin talin besta lausnin. Stofnanirnar héldu engu að síður velli og það var ekki fyrr en árið 1992 sem tekin var stjórnsýsluleg ákvörðun um að þær skyldu lagðar niður (Guðrún V. Stefánsdóttir, 2008). Opinber stefna í málaflokkum fatlaðs fólks í dag er sú að þjónusta fari fram úti í samfélaginu (sjá t.d. Lög um málefni fatlaðs fólks, 1992). Nokkrar sólarhringsstofnanir fyrir fólk með þroskahömlun á Íslandi eru þó enn við lýði og ekki virðist vera mikið rætt um að leggja þær niður. Þó að hugmyndafræði um eðlilegt líf og samfélagsþátttöku boðaði nýja nálgun og aukin mannréttindi fötluðu fólki og þá sérstaklega fólki með þroskahömlun til handa hafa þessar hugmyndir að margra mati ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Þá hefur sú mikla áhersla sem lögð var á aðlögun fólks með þroskahömlun að samfélaginu og að normalísera fólkið verið gagnrýnd. Bent var á að framkvæmd hugmyndanna hafi að miklu leyti falist í þjálfun og hæfingu að samfélaginu í stað þess að laga samfélagið að fólkinu eins og t.d. mannréttindasjónarmið og félagslegur skilningur á fötlun gerir ráð fyrir (sjá t.d. Barnes og Mercer, 2003). Þá má nefna að þrátt fyrir aukna áherslu á sjálfstæða búsetu með stuðningi og notendastýrða persónulega aðstoð fer þjónusta við margt fólk með þroskahömlun á Íslandi ennþá fram í aðgreindum úrræðum eins og á sam- býlum, hæfingarstöðvum og vernduðum vinnustöðum. Einnig er algengt að börn og ungmenni með þroskahömlun fái menntun sína á sérnámsbrautum og í sérskólum þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um skóla án aðgreiningar. Í sögulegu samhengi hefur starfs- svið þroskaþjálfa því verið og er enn í áðurnefndum sértækum úrræðum þó að margir þroskaþjálfar starfi einnig innan hins almenna kerfis, t.d í skólum og í félagsþjónustu. Samhliða þróun hugmynda og kenninga um eðlilegt líf og samfélagsþátttöku fóru baráttusamtök fatlaðs fólks í æ ríkari mæli að mótmæla aðstæðum sínum og hinum hefðbundna læknisfræðilega skilningi á fötlun. Í þeim farvegi hófst umræða og þróun á félagslegum skilningi á fötlun þar sem litið er svo á að það sé ekki skerðingin sem fatli fólk heldur umhverfishindranir og félagslegar, fjárhagslegar og menningarlegar aðstæður fólks (Barnes og Mercer, 2003). Líta má svo á að þriðja tímabilið í málefnum fatlaðs fólks hafi hafist upp úr 1990 þar sem félagslegur skilningur á fötlun, mannrétt- indi og réttindagæsla fatlaðs fólks eru lögð til grundvallar. Í þessum farvegi hefur Samn- ingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks litið dagsins ljós og þjónustuform eins og notendastýrð persónuleg aðstoð hefur þróast víða um heim (Ratzka, 2003). Í þessu samhengi hefur menntun þroskaþjálfa einnig tekið breytingum. Síðasta áratug birtast þessar breyttu hugmyndir í þroskaþjálfanáminu í aukinni áherslu á mannréttinda- nálgun, fötlunarfræði, siðfræði og félagslegan skilning á fötlun. staðan Í Dag Frá því um miðja síðustu öld hefur orðið mikil þróun í málaflokkum fatlaðs fólks og í menntun og störfum þroskaþjálfa. Um miðja öldina var þjónusta við fatlað fólk fyrst nánast eingöngu stofnanabundin en stefnan í dag og allt lagaumhverfið hér á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.