Hugur - 01.01.2008, Síða 36

Hugur - 01.01.2008, Síða 36
34 Páll Skúlason stæði meiri ógn af þessari heimspeki en nokkru öðru í heiminum. Enda hefur þessi tiltölulega einfalda og saklausa heimspeki Hegels verið talin ábyrg fyrir marxismanum og kommúnismanum og sömuleiðis þjóðernisstefnu þýsku nas- istanna. Sovétríkin og Þýskaland Hitlers mætti samkvæmt þessu rekja til Hegels. Gagnrýni Alquié á heimspeki Hegels er því tiltölulega léttvæg í ljósi þessara ásakana. En er hún rétt? Ég hef enga sérstaka köllun til að verja Hegel — nema þegar menn túlka heim- speki hans sem steingelda kerfishyggju sem geti útskýrt alla skapaða hluti í ljósi fjarstæðukenndrar hugmyndar um Anda sem geri sig að veruleika í sögunni. Sannleikurinn er sá að í ritum Hegels fá heimspekingar fortíðarinnar iðulega að njóta sín, þeirra á meðal Kant sem leggur Hegel upp í hendurnar öll helstu verk- færi sín og viðfangsefni. I þessu samhengi hefur mönnum verið of starsýnt á gagnrýni Hegels á formhyggjuna í siðfræði Kants, rétt eins og hann sé þar með að afgreiða heimspeki Kants í eitt skipti fyrir öll. Ég held að Hegel hafi skilið heimspeki sína sem samræðu við Kant og fjölda annarra fyrirrennara sinna og hafi viðurkennt skuld sína við þá langt umfram það sem tíðkast meðal heimspekinga sem vilja flestir gera sem mest úr frumleika sínum og nýmælum. Einnig er athyglisvert að í heimspeki Hegels taka ekki aðeins til máls forverar hans, heldur líka margir eftirkomendur hans. Kierkegaard, Marx og Nietzsche er alla að finna í frumdrögum í heimspeki Hegels. Hugmyndir úr heimspeki hans bergmála raunar um allt í heimspeki 19. og 20 aldar eins og Merleau-Ponty minnir rækilega á: „Allar stórar heimspekihugmyndir síðustu aldar áttu upphaf sitt hjá Hegel: heimspekikenningar Marx og Nietzsche, fyrirbærafræði, þýsk tilvistarspeki og sálgreining. Með honum hófst viðleitnin til að rannsaka hið röklausa og fella inn í víðtækari skynsemi sem er einmitt verkefni okkar tíma.“'4 Þessi vörn mín fyrir heimspeki Hegels andspænis ásökun Alquié breytir engu um það að ég tel Alquié hafa rétt fyrir sér ef menn halda að þeir geti skilið heim- speking með því að staðsetja hann í sögulegu samhengi sem hann sjálfur gerði sér ekki grein fyrir og er ekki að taka meðvitaða afstöðu til. Þá eru menn ekki að stunda heimspeki heldur hugmyndafræðilega gagnrýni, sem oft felur í sér félags- fræðilegar eða sálfræðilegar skýringar, en snýst í rauninni ekki um að skilja hug- myndir og kenningar viðkomandi heimspekings. Slík gagnrýni getur vissulega átt fullan rétt á sér, en hún hefur fyrst og fremst pólitíska þýðingu, ekki heimspekilega. Og ætli menn sér að láta hana leysa heimspekina af hólmi þá siglir mannleg skyn- semi hraðbyri til helvítis. Sá heimspekingur, sem öðrum fremur hefur lagt áherslu á að heimspekingar taki afstöðu sem frjálsir einstaklingar og skuldbindi sig pólitískt, taldi þennan greinarmun skipta sköpum til skilnings á heimspeki. Ég á hér við Jean-Paul Sartre sem undraðist viðbrögðin við heimspekikenningum sínum um vitundina og frelsið sem hann leit sjálfur á sem strangfræðilegar, en voru túlkaðar af andstæðingum hans sem hugmyndafræðilegur boðskapur, stórháskalegur einkum fyrir ungt fólk. Kverið Tilvistarstefnan er mannhyggja er eina tilraun Sartres til að koma vitinu 14 Maurice Merleau-Ponty, Sens et non-sens, París: Gallimard 1996 [1948], s. 79.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.