Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 186

Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 186
184 Hugur | Ritdómar unni? Eða, með öðrum orðum, hvað tekur það langan tíma að fá góða hugmynd eða gera uppfinningu sem mala mun ómælt gull? Segja má að leigubílstjórinn hans Andra Snæs sé fulltrúi fyrir einhvers kon- ar hráa vinnugildiskenningu af þessum toga - og að andi þessarar kenningar, og/ eða vofa leigubílstjórans, láti hvorki höf- und né lesanda í friði það sem eftir lifir bókarinnar. Einn vandinn er sá að sögu- maðurinn virðist ekki fyllilega fær um að kveða drauginn niður; eða, með öðrum orðum, ekki virðist ljóst hvort, eða að hve miklu leyti, hann vill játast þeirri ein- dregnu sýn sem draugurinn er fulltrúi fyrir. Um leið og leigubíllinn ekur á brott er að vísu engu líkara en málin skerpist ögn í huga sögumanns: raunveruleikinn, þessi raunveruleiki sem bflstjórinn þóttist þess umkominn að fjargviðrast um, er hvergi sjáanlegur. Eða að minnsta kosti er leitun að þeim sem eiga í einhvers konar tengslum við hann: „Enginn í húsinu mínu kemur nálægt raunveruleikanum, enginn í næsta húsi, enginn í fjölskyldunni og ekki vinir mínir.“ (9-10) Hvar er hann þá? Leitin hefst en stendur ekki lengi - böndin berast strax að tilteknum forföður: afanum sem „var eflaust af síðustu kyn- slóðinni sem fæddist inn í hinn fifllkomna raunveruleika [...] hver einasta mínúta var í beinum tengslum við, raunveru- leikann." (10) Og í hverju er þetta beina samband við raunveruleikann þá fólgið? „Fjölskyldan veiddi fisk, tíndi dún, brenndi rekavið, mjólkaði kýr og smalaði kindum. Matur var líf‘ (10). Með öðrum orðum var þarna um að ræða ástand þar sem vinnugildiskenningin var (enn) í fifllu gildi: „Ein kind var rúmur mánuður af mannslífi næsta vetur.“ (10) Glöggir lesendur átta sig væntanlega á því að glíman sem Andri Snær stendur í hér, strax á fyrstu tveimur blaðsíðum metsölubókarinnar um Draumalandid, kallast sterklega á við verkefnið sem Karl Marx tókst á hendur á sinni tíð. Hlið- stæðurnar liggja í augum uppi. Marx leit svo á að manninum væri á einhvern hátt eðlilegt að standa í „beinu sambandi“ við raunveruleikann, sem þá er að meira eða minna leyti skilinn sem hin hráa náttúra, náttúran sem hráefni. I þessu felst þá, með öðrum orðum, að hið beina samband við raunveruleikann er æskilegt. þegar það kemst á er maðurinn sæll og ánægður. Andri Snær virðist að minnsta kosti öðr- um þræði vera á sama máli og Marx hvað þetta snertir. En jafnframt eru þeir félagar sammála um að í nútímanum, í samfélagi sem eðlilegast er að kenna við kapítalisma, verði þetta einfalda samband vandkvæðum bundið og í raun sé það hvergi til í ómengaðri mynd. Því að samkvæmt lík- aninu er sá einn í beinu sambandi við veruleikann - eða, með orðalagi Marx, er sá einn algjörlega laus við firringu - sem ræktar sjálfur sína spildu, sér sjálfum sér farborða milliliðalaust og stendur í mesta lagi í beinum vöruskiptum við náunga sína. Þetta getur aðeins átt sér stað í þjóðfélagi þar sem öllum er ljóst að viðskipti manna eru ekkert annað og meira en það - viðskipti manna, þ.e., eins og Marx orðar það, „afstæður manna á rnilli". Um leið og peningar koma inn í myndina fara málin á hinn bóginn að vandast, einfaldlega vegna þess að pen- ingarnir öðlast fyrr en varir sjálfstætt líf og breiðast yfir veruleikann eins og hula: þar sem áður blöstu við einföld vensl manna á milli (þú færð þrjár rjúpur, ég fæ tvö kíló af kartöflum) er ekki lengur annað að sjá en fjárhæðir - allt fær verðmiða, tekið er að leggja bókstaflega allt á mælistiku peninganna... Allir vita hvaða lausn Marx fann á þessum vanda - á óréttlætinu, ójafnræð- inu, ómennskunni og eymdinni sem samfélag firringarinnar kallaði yfir lifandi mennska einstaklinga. Hann vildi bylta þjóðskipulaginu, og taldi það raunar óhjá- kvæmilegt. Að vísu var ekki jafnljóst nákvæmlega hvernig þjóðskipulagið, sem taka átti við, yrði lagað. Síðan eru liðin mörg ár, og mörg misjafnlega gruggug og blóðug vötn hafa runnið til sjávar. En gott og vel, þetta vildi Marx - en hvað þá með hálfgildings fulltrúa hans á Fróni við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.