Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 6
HuGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 4-8
Inngangur ritstjóra
Á undanförnum áratugum hefur hlutfall kvenna í vísindum og fræðum marg-
faldast í takt við aukna menntun og f]ölgun kvenna á vinnumarkaði. Á mörgum
fræðasviðum hafa konur orðið mun sýnilegri en áður og eru jafnvel í meirihluta.
Sú hugmynd að konur eigi ekki heima í háskólum eða nokkru öðru fræðagrúski,
sem þótti sjálfsögð þegar ömmur okkar eða langömmur voru ungar, virðist hafa
vikið og þegar hér er komið sögu hafa konur verið rektorar tveggja stærstu háskóla
landsins.
Þessi jákvæða þróun hefur þó ekki verið ör á öllum sviðum og í heimspeki hefiir
þölgun kvenna verið merkilega hæg. Heimspekin sker sig í þessu úr hópi hug-
vísindagreina og er í mörgum löndum, m.a. Islandi, sú grein hugvísinda sem hefur
hvað lægst hlutfall kvenna. Samkvæmt doktorsritgerðaskrá Landsbókasafns hafa
5 íslenskar konur1 lokið doktorsprófi í heimspeki á móti 28 körlum, sem þýðir að
15% íslenskra heimspekidoktora eru konur. Sé miðað við þau sem gera má ráð fyrir
að séu enn starfandi, þ.e. fædd 1940 eða síðar, er hlutfall kvenna 14%, eða 4 konur
og 24 karlar. Árin 1999-2008 luku 2 konur og 8 karlar doktorsprófi í heimspeki
(hlutfall kvenna 20%) en næsta tíu ára tímabil á undan voru konurnar 2 og karl-
arnir 6 (hlutfall kvenna 25%). Þótt þessar tölur séu vissulega allt of lágar til að hægt
sé að nýta þær sem gildar tölfræðilegar upplýsingar virðist óhætt að fullyrða að
fjölgun íslenskra kvendoktora í heimspeki sé ekki áberandi hröð. Hlutfall kvenna
með doktorspróf segir vitaskuld ekki allt um hlutfall kvenna sem starfa við heim-
speki og áhugavert væri að bera þessar upplýsingar saman við upplýsingar um
íslenskar konur með BA- og meistarapróf í heimspeki en það verður ekki gert hér,
enda umtalsvert flóknara verk að afla nauðsynlegra gagna til þess og vinna úr
þeim.
I Bandaríkjunum og Bretlandi hefur lágt hlutfall kvenna í heimspeki verið tals-
vert til umræðu að undanfornu. Nýlegustu dæmin eru nú frá haustinu 2009 en í
október birtist stutt grein í bandaríska dagblaðinu New York Times undir fyrir-
sögninni „A Dearth of Woman Philosophers"2 sem vísaði til greinar frá mánuð-
inum áður í hinu breska The Pbilosophers'Magazine þar sem Brooke Lewis fjallaði
1 Rétt er að geta þess að sú sem þetta ritar veit af íslenskum, kvenkyns heimspekidoktor sem
ekki er í skránni þannig að við konurnar erum að minnsta kosti 6 talsins. Þessi vitneskja er
þó ekki tekin með í reikninginn hér, enda eins víst að einhverjum körlum hafi líka láðst að
koma sér í skrána.
2 New York Times, „A Dearth of Woman Philosophers“, 2. október 2009, http://ideas.blogs.
nytimes.c0m/2009/10/02/a-dearth-0f-w0men-phil0s0phers/.