Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 6

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 6
HuGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 4-8 Inngangur ritstjóra Á undanförnum áratugum hefur hlutfall kvenna í vísindum og fræðum marg- faldast í takt við aukna menntun og f]ölgun kvenna á vinnumarkaði. Á mörgum fræðasviðum hafa konur orðið mun sýnilegri en áður og eru jafnvel í meirihluta. Sú hugmynd að konur eigi ekki heima í háskólum eða nokkru öðru fræðagrúski, sem þótti sjálfsögð þegar ömmur okkar eða langömmur voru ungar, virðist hafa vikið og þegar hér er komið sögu hafa konur verið rektorar tveggja stærstu háskóla landsins. Þessi jákvæða þróun hefur þó ekki verið ör á öllum sviðum og í heimspeki hefiir þölgun kvenna verið merkilega hæg. Heimspekin sker sig í þessu úr hópi hug- vísindagreina og er í mörgum löndum, m.a. Islandi, sú grein hugvísinda sem hefur hvað lægst hlutfall kvenna. Samkvæmt doktorsritgerðaskrá Landsbókasafns hafa 5 íslenskar konur1 lokið doktorsprófi í heimspeki á móti 28 körlum, sem þýðir að 15% íslenskra heimspekidoktora eru konur. Sé miðað við þau sem gera má ráð fyrir að séu enn starfandi, þ.e. fædd 1940 eða síðar, er hlutfall kvenna 14%, eða 4 konur og 24 karlar. Árin 1999-2008 luku 2 konur og 8 karlar doktorsprófi í heimspeki (hlutfall kvenna 20%) en næsta tíu ára tímabil á undan voru konurnar 2 og karl- arnir 6 (hlutfall kvenna 25%). Þótt þessar tölur séu vissulega allt of lágar til að hægt sé að nýta þær sem gildar tölfræðilegar upplýsingar virðist óhætt að fullyrða að fjölgun íslenskra kvendoktora í heimspeki sé ekki áberandi hröð. Hlutfall kvenna með doktorspróf segir vitaskuld ekki allt um hlutfall kvenna sem starfa við heim- speki og áhugavert væri að bera þessar upplýsingar saman við upplýsingar um íslenskar konur með BA- og meistarapróf í heimspeki en það verður ekki gert hér, enda umtalsvert flóknara verk að afla nauðsynlegra gagna til þess og vinna úr þeim. I Bandaríkjunum og Bretlandi hefur lágt hlutfall kvenna í heimspeki verið tals- vert til umræðu að undanfornu. Nýlegustu dæmin eru nú frá haustinu 2009 en í október birtist stutt grein í bandaríska dagblaðinu New York Times undir fyrir- sögninni „A Dearth of Woman Philosophers"2 sem vísaði til greinar frá mánuð- inum áður í hinu breska The Pbilosophers'Magazine þar sem Brooke Lewis fjallaði 1 Rétt er að geta þess að sú sem þetta ritar veit af íslenskum, kvenkyns heimspekidoktor sem ekki er í skránni þannig að við konurnar erum að minnsta kosti 6 talsins. Þessi vitneskja er þó ekki tekin með í reikninginn hér, enda eins víst að einhverjum körlum hafi líka láðst að koma sér í skrána. 2 New York Times, „A Dearth of Woman Philosophers“, 2. október 2009, http://ideas.blogs. nytimes.c0m/2009/10/02/a-dearth-0f-w0men-phil0s0phers/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.