Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 168
166
David Hume
sé innsta eðli hugans. Við höfiim enga hugmynd um verund af neinu tæi vegna
þess að við höfum enga hugmynd nema þá sem á rætur að rekja til einhverrar
frumskynjunar, og við höfum enga frumskynjun af neinni verund, hvort heldur
efnislegri eða andlegri. Við þekkjum ekkert nema einstaka eiginleika og skynjanir.
Eins og hugmynd okkar um efnishlut, til að mynda ferskju, er einungis hugmynd
um sérstakt bragð, lit, lögun, stærð, þéttleika og þar fram eftir götunum, þannig er
hugmynd okkar um hug einungis hugmynd um einstakar skynjanir, án hugmynd-
arinnar um nokkuð sem við köllum verund, hvort heldur einfalda eða samsetta.
Hin skoðunin sem ég ætlaði að hyggja að varðar rúmfræði. Með því að höfundur
okkar hefur neitað að hægt sé að deila rúmsvídd í það óendanlega þykir honum
óhjákvæmilegt að hrekja þau stærðfræðilegu rök sem hafa verið færð fyrir því, og
þau eru reyndar einu rökin sem skipta máli. Þetta gerir hann með því að neita að
rúmfræðin sé nógu nákvæm vísindi til að heimila jafn hárfínar ályktanir og þær
sem varða óendanlegan deilanleika. Rök hans má útskýra á þessa leið. Oll rúm-
fræði grundvallast á hugtökunum jöfnuður og mismunur og, þar af leiðandi, að
því marki sem við höfum eða höfiim ekki nákvæman mælikvarða á þau vensl þá
leyfir vísindagreinin sjálf eða leyfir ekki mikla nákvæmni. Nú er til nákvæmur
mælikvarði á jöfnuð ef við gerum ráð fyrir að stærð sé samsett af ódeilanlegum
punktum. Tvær h'nur eru jafnar þegar fjöldi punktanna sem þær eru settar saman
úr er jafn og þegar punktur í annarri samsvarar punkti í hinni. En þótt þessi mæli-
kvarði sé nákvæmur er hann gagnslaus, þar sem við getum aldrei reiknað út
punktafjöldann í línu. Auk þess byggist hann á tilgátunni um endanlegan deilan-
leika og getur því aldrei látið í té ályktun gegn honum. Ef við höfnum þessum
mæhkvarða á jöfnuð höfum við engan sem getur gert tilkall til nákvæmni. Ég finn
tvo sem algengt er að nota.Tvær línur lengri en stika eru sagðar jafnar þegar þær
innihalda einhverja minni stærð, svo sem þumlung, jafnmörgum sinnum. En þetta
fer í hring. Því stærðin sem við köllum þumlung hjá annarri er talin vera jöfn þeirri
sem við köllum þumlung hjá hinni, og spurningin er enn hvaða mælikvarða við
beitum þegar við dæmum þær jafnar, eða með öðrum orðum hvað við eigum við
þegar við segjum að þær séu jafnar. Ef við tökum enn minni stærðir höldum við
áfram endalaust. Þetta er því enginn mælikvarði á jöfnuð. Flestir heimspekingar
segja, þegar þeir eru spurðir hvað þeir eigi við með jöfnuði, að orðið verði ekki
skilgreint og að það nægi að sýna okkur tvo jafna hluti, svo sem tvö þvermál
hrings, til að koma okkur í skilning um þetta orð. Þetta er nú að taka almennt útlit
hlutanna sem mælikvarða á þetta hlutfah og gerir ímyndunarafl okkar og skiln-
ingarvit endanlega dómara um það. En slíkur mælikvarði leyfir enga nákvæmni
og getur aldrei látið í té niðurstöðu gagnstæða ímyndunaraflinu og skilningarvit-
unum. Hvort þessi spurning er réttmæt eða ekki verður að láta hinum lærðu eftir
að dæma um. Þess væri vissulega óskandi að menn dyttu ofan á eitthvert úrræði
til að sætta heimspeki og almenna skynsemi, sem hafa háð afar grimmileg stríð
hvor við aðra um spurninguna um óendanlegan deilanleika.
Við verðum nú að taka til við að gera nokkra grein fyrir öðru bindi þessa verks
sem fjallar um tilfinningalífið [ýassions]. Það er auðskiljanlegra en hið fyrra en
hefur að geyma skoðanir sem eru í senn jafn nýjar og óvenjulegar. Höfundurinn