Hugur - 01.06.2009, Síða 122

Hugur - 01.06.2009, Síða 122
120 Giorgio Baruchello og dafnað innan tveggja áþreifanlegra vídda hins endurbætta frjálslyndis(vædda) ríkis, en taldi samt að frjálslyndisstefnan væri eina stefnan sem hægt væri að taka:45 (i) Á hinu réttarfarslega sviði taldi Beccaria ekki að refsing samkvæmt lögum gæti verið laus við grimmd, þrátt fyrir þá staðreynd að hann hafi t.a.m. haldið því fram að refsingar ættu að engu leyti að halda áfram að vera á hendi kirkjunnar heldur eingöngu í umsjá löggjafans, að uppræta ætti forréttindi aðalsins í hvívetna, og að pyntingar væru gagnslausar sem tæki til að afla upplýsinga. Vitanlega átti að beita rökvíslegri aðferðum og komast þannig hjá óþarfa grimmd, en að hans hyggju hættir sjálft eflli refsingar samt ekki að vera gegnsýrt af grimmd: ,refsingar‘ eru ,hryllilegar‘;46 .opinbera og ábúðarfulla grimmd' þeirra er eingöngu unnt að skerða með því að gera þær .nytsamlegar [...] nauðsynlegar [...] sanngjarnar* og samkvæmar ,markmiði laganna'.47 Beccaria neitar því ekki að refsingar leiði til grimmdar en ef þær eru grundvallaðar með rökvíslegum hætti á hinum jákvæða anda laganna þá er grimmdin þolanleg.48 Þjóðfélagið verður að verja sjálft sig og þessi sjálfsvörn felur í sér grimmd, því að hatrið á glæpum og óttinn við þá eru næg ástæða til að beita grimmúðlegum leiðum til að fyrirbyggja glæpi og/eða ná fram betrun afbrotamanna.49 Sjálf hugsunin á bakvið þetta gangverk er sú að „maðurinn [sé] aðeins grimmur í hlutfalli við eigin hagsmuni, við hatrið eða ótt- ann sem hann finnur hjá sér.“50 Ennfremur, þegar Beccaria andmælir „rétti [manna]... til að svipta sína líka lifinu“, þ.e. dauðarefsingu, þá er það vegna þess að hún forherðir sálir borgaranna og ónýtir því fyrirbyggingaráhrifin sem refsingar ættu að hafa.51 Hann stingur upp á lífstíðarfangelsi fyrir verstu afbrotin en sú refsing er ekki valin af einskærri ljúfmennsku, heldur vegna þess að í henni felst „hið langa og sorglega fordæmi hins ófrjálsa manns sem breytist í burðardýr og endurgjaldi samfélaginu með þjónustu sinni, en þetta fordæmi sé öflugasta leiðin til að afstýra glæpum.“52 45 Ómögulegt er að ofmeta mikilvægi bókarinnar Umglœpi og refsingar (tilvísanir eru til enskr- ar þýðingar, On Crime and Punishment, skammstafað OCP héðan í frá) eftir Beccaria fyrir endurbætur í anda frjálslyndisstefnunnar á hugmyndum manna um refsingar: frá síðari hluta átjándu aldar til loka þeirrar nítjándu höfðu öll lönd Evrópu, að Rússneska keisaradæminu undanskildu, gert breytingar á hegningarlögum sínum sem sóttar voru í verk hans, eða voru innblásnar af þeim. 46 OCP.III. 47 OCP.XI. 48 OCP, XII. Tilefnið fyrir áhrifum Beccarias á Jeremy Bentham gæti ekki verið augljósara. 49 Tveimur öldum síðar, í The Paradox of Cruelty, kallar Philip Hallie refsingar ,gagnverkandi grimmd' ríkisins gegn .virkri grimmd1 glæpamannsins. 50 OCP.XIII. 51 OCP, XXVIII. 52 OCP, XXVIII. Beccaria erekki einn um að telja refsingar vera af hinu illa;Tómas af Aquino ogThomas Hobbes voru til að mynda sama sinnis. í þessum skilningi er frjálslyndisstefnan sjálf ekki grimmúðleg, heldur refsirétturinn sem slíkur. En frjálslyndisstefna, hvort heldur hún er í anda Rawls eða Nozicks, hafnar ekki refsirétti. Þvert á móti hafa umbætur á honum á grundvelli frjálslyndisstefnunnar verið einn mikilvægasti þátturinn í sögulegri staðfestingu frjálslyndisstefnunnar, sem hefur ávallt litið svo á að stofnanir ríkisins gegni undirstöðuhlutverkum leiðsagnar og framfara, sérstaklega stofnanir löggjafar- og dómsvalds. Beccaria ræðst í raun ekki á refsirétt per se, heldur hinn ófrjálsa refsirétt síns tíma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.