Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 22
20
Sigrtður Þorgeirsdóttir
og skapa auk þess forsendur til auðugri skilnings á líkamlegum og samfélagslegum
forsendum sjálfsveru og sjálfsmynda.16 Nýrri rannsóknir á heimspeki Descartes
sýna jafnframt að ráðandi túlkanir hafa oft dregið upp einhliða mynd. Til dæmis
hefur bréfasamband Descartes og Elísabetar prinsessu fengið aukna athygli. Bréfin
sýna að Descartes sagði þegar á leið skilið við þá skörpu aðgreiningu líkama og
hugar sem einkenndi fyrri skrif hans. Nýrri rannsóknir innan náttúruvísinda á
samspili hugar og h'kama styðja við rannsóknir femínískrar fyrirbærafræði á flóknu
sambandi sálar og líkama.17
Það er vert að geta þess að femínísk túlkun hefðarinnar getur verið óhefðbundin
á skapandi hátt og eru skrif Luce Irigaray gott dæmi um slíkt. Nálgun Irigaray er
m.a. mótuð af sálgreiningu og leitast hún við að draga fram hið dulda, óhugsaða
og falda í kenningum klassískra heimspekinga. Túlkun Irigaray á hellislíkingu
Platons varð tilefni til ritdeilu milli mín og Eyjólfs Kjalars Emilssonar sem birtist
í Lesbók Morgunblaðsins veturinn 2006-2007. Irigaray á það einnig til að taka upp
samræðu við forvera sína í heimspeki og tala máli þess sem er undirliggjandi í
textum þeirra, eins og skrif hennar um heimspeki Nietzsches bera vott um (Irig-
aray 1991).
I lok þessarar ágripskenndu upptalningar leyfi ég mér að benda á rannsóknir
mínar á heimspeki Nietzsches (2004). Hin heimspekilega arfleifð Nietzsches er
tvíbent í samhengi femínískrar heimspeki (Sigríður 2009). Það er annars vegar
stæk kvenfjandsemi í tilteknum hugmyndum hans um konur og í afstöðu hans til
réttinda og menntunar kvenna. Hins vegar les ég heimspeki Nietzsches sem
vendipunkt: Hann hafnar viðtekinni tvíhyggju líkama og hugar. Samfara því af-
byggir hann með gagnrýni sinni á heimspekilegar hugmyndir um sjálfið hefð-
bundnar hugmyndir um þekkingar- og siðferðisveruna. Allt eru þetta viðfangsefni
sem femínísk heimspeki samtímans hefur lagt áherslu á til að öðlast auðugri
mannskilning. Slíkar rannsóknir eru liður í að draga fram þætti kenninga fyrri
tíma sem iðulega hafa yfirsést og hafa verið ofarlega á baugi í femínískum rann-
sóknum.Til að mynda hef ég nýlega gert ítarlega rannsókn á hugtaki Nietzsches
um fæðingu og túlkað það með hliðsjón af heimspeki Hönnuh Arendt um fæð-
ingarleika (Sigríður væntanl.). Fæðingarhugtakið leikur stórt hlutverk í heimspeki
Nietzsches, en því hefur engu að síður verið lítill gaumur gefinn þrátt fyrir að
hann sé í hópi þeirra heimspekinga kanónunnar sem eru hvað mest rannsakaðir.
Þetta er dæmi um að rannsóknir sem hafa hafist með rýni á kvenfyrirlitningu
hefðarinnar geta leitt til þess að farið hefur verið að grafa upp þætti kenninga sem
hafa verið h'tt rannsakaðir og tengjast viðfangsefnum sem femínísk heimspeki fæst
við í dag. Það má segja að femínísk heimspeki „eigni sér“ hefðina með slíkum
rannsólcnum á þann hátt að hefðin nýtist sem uppspretta tilrauna til að hugsa
16 Iris Marion Young, On Female Body Experience: „Throwing like a Girl" and Other Essays
(Oxford: Oxford University Press, 2004); Sara Heinámaa, Towarda Phenorneno/ogy ofSexual
Difference: Husserl, Merleau-Ponty and Beauvoir, (Lanham: Rowman 8í Littlefield, 2003).
17 Um tengsl hugarrannsókna fyrirbærafræði og raunvísinda sjá t.d. Shaun Gallagher og Dan
Zahavi, Ihephenomenological mind:An introduction tophilosophy of rnindandcognitive science
(London 8c New York: Routledge, 2008).