Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 100

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 100
98 Henry Alexander Henrysson til þeirra.18 í þriðja lagi gera náttúruréttarkenningar ráð fyrir að þau réttindi og skyldur sem leidd eru af þessum grunngæðum eigi alls staðar við og að ekkert samfélag manna geti gert tilkall til undanþágu frá þeim. Að síðustu er náttúru- rétturinn gjarnan hluti guðlegrar forsjár. Rætur hugmyndarinnar um náttúrurétt eru jafn ævafornar og þær eru marg- þættar. í Naturretens Historie heíur Jón frásögn sína með ágripi yfir forngríska og egypska menningu, sem og í fornum kínverskum hugmyndaheimi, en rannsóknir á þeim síðastnefnda áttu einmitt mikinn þátt í að breyta viðhorfum manna til sambands kristinnar trúar og náttúruréttar á sautjándu öld.191 upphafi þeirrar átjándu lenti Wolff til dæmis í útistöðum við prússnesk yfirvöld vegna þeirrar eindregnu skoðunar sinnar að kínversk heimspeki væri síst verr stödd án opinber- unar og Guðs orðs; kínverskir spekingar hafi skilið vel að æðstu gildi mannlegs lífs fælust í dygð og sjálfsbetrun og að stjórnviska þyrfti að byggja á þessum gildum.20 Mátti skilja orð Wolffs á þann veg að jafnvel þótt Guð væri ekki til þá væri nátt- úruréttur jafn raunverulegur eftir sem áður. Hefðbundin saga náttúruréttarkenninga á nýöld er annars eitthvað á þessa leið.21 Hugtakið var nokkuð fyrirferðarmikið á miðöldum og lögðu margir höfundar út af framsetningu Tómasar af Aquino. Kenning Thomas Hobbes, sem hann setti fyrst og fremst ffam í anda nýrrar heimsmyndar, þykir svo merkust þeirra kenn- inga sem sagði fyrir um grundvöll siðferðis og réttar eftir endurreisnartímann.22 Kenningar landa hans, Johns Locke, eru einnig gjarnan nefndar sem dæmi um merkasta framlag sautjándu aldar til náttúruréttarkenninga, en hjá honum koma fram hvað skýrast þær rætur sem skapa mannréttindahugmyndir nútímans. A upplýsingartímanum má svo sjá marga höfimda eiga við framlag þeirra tveggja, 18 Frá því að John Finnis gaf út verk sitt Natural Law and Natural Rights (Oxford: Oxford University Press, 1980) hafa náttúrulagakenningar að stórum hluta snúist um að setja fram lista um slík grundvallarlífsgæði. Finnis setur fram sjö slík: lífið sjálft, þekkingu, leik, listræna upplifun, vináttu og svokallaða verklega skynsemi. Aðrir sem hafa sett fram slíka lista eru meðal annars heimspekingarnir Mark Murphy,Tim Chappell, David Oderberg og Alfonso Gómez-Lobo. I dag snýst umræðan mest um hvort nokkur svona listi geti verið tæmandi, hvort öll lífsgæði séu jafn sjálfsögð og hvort hægt sé að leiða ein gæði af öðrum grundvallargæðum. 19 Það atriði í kínverskri heimspeki sem vakti athygli þýska heimspekingsins G.W. Leibniz var hugtakið Li, en í því sá hann lögmál sem stýrði hlutum, alheimsskynsemi sem leiðbeindi öllum fýrirbærum og var hin eina fullnægiandi ástæða alls. Allt þetta hefðu b'nverskir hugs- uðir skilið án hjálpar opinberunar. 20 Fyrirlestur Wolffs nefndist Oratio de Sinarumphilosophiapractica og var fluttur i72i.Tveimur árum seinna hafði Wolff vcrið hrakinn úr embætti og gerður brottrækur frá Prússlandi. 21 A íslensku er sagan ágætlega kynnt; sjá til dæmis Atla Harðarson Vafamál: Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998), bls. 85-95, Hannes Hólmstein Gissurarson, Stjórnmá/aheimspeki (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta- félag, 1999), bls. 76-84 og Vilhjálm Árnason, Farscelt líf réttlátt samfé/ag: Kenningar tsiðfrœdi (Reykjavík: Mál og menning, 2008), bls. 58-78. 22 Boð skynseminnar, og þar með náttúrulögin fyrir Hobbes, voru að gera allt það sem stuðlar að eigin varðveislu. Það eru engar kröfúr til sem byggjast á náttúrulegum gildishlöðnum eiginleikum, aðeins náttúruleg, ósiðferðileg, vélræn hreyfiöfl. Mikilvægt atriði í hugsun Hobbes, sem stundum gleymist, var þó sterk mótmælendatrú hans. Rauður þráður í efnis- og raunhyggju hans - hinni nýju heimspeki - var að berjast gegn kaþólskri heimspeki og því boðvaldi sem kaþólska kirkjan taldi sig hafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.