Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 86
84
Peter Singer
fórna einhverju sem er álíka mikilvægt siðferðilega“ á ég við án þess að valda ein-
hverju sem er álíka slæmt, eða að gera eitthvað sem er rangt í sjálfu sér, eða að láta
undir höfuð leggjast að stuðla að einhverju sem er siðferðilega gott, sem hefur
sambærilegt vægi og það slæma sem við getum komið í veg fyrir. Þetta lögmál
virðist vera næstum því eins óumdeilanlegt og hið síðasta. Það krefst þess aðeins
af okkur að við komum í veg fyrir það sem er slæmt en ekki að við látum gott af
okkur leiða, og það krefst þessa af okkur aðeins ef við getum gert það án þess að
fórna einhverju sem er álíka mikilvægt frá siðferðilegu sjónarhorni. Eg gæti
jafnvel, svo framarlega sem rök mín eiga við um neyðarástandið í Bengal, breytt
þessu atriði þannig að það verði svohljóðandi: ef það er í valdi okkar að koma í veg
fyrir að eitthvað mjög slæmt gerist án þess að fórna þar með einhverju sem er
siðferðilega mikilvægt, þá ber okkur siðferðileg skylda til að gera það. Við gætum
beitt þessari meginreglu á eftirfarandi hátt: ef ég geng framhjá grunnri tjörn og sé
barn sem er að drukkna í henni, þá ætti ég að vaða út í og draga barnið upp úr
tjörninni. Ef ég geri þetta mun ég skíta fötin mín út, en það er lítilfjörleg fórn í
samanburði við dauða barnsins sem myndi líklega flokkast sem harmleikur.
Þó að þessi meginregla virðist vera óumdeilanleg þá er það alls ekki svo. Ef
henni væri fylgt eftir, jafnvel í sinni breyttu mynd, þá myndi líf okkar, samfélag og
heimurinn taka grundvallarbreytingum. Því til að byrja með þá tekur þessi megin-
regla ekkert tillit til nálægðar eða fjarlægðar. Siðferðilega skipti engu máli hvort
manneskjan sem ég get hjálpað er barn nágranna míns sem er steinsnar í burtu frá
mér eða íbúi í Bengal sem er í tíuþúsund mílna fjarlægð og ég mun aldrei vita hvað
heitir. I öðm lagi gerir meginreglan engan greinarmun á tilfellum þar sem ég er
eini maðurinn sem gæti mögulega hjálpað og tilfellum þar sem ég er aðeins einn
af milljónum manna sem em í sömu stöðu.
Ég held að ég þurfi ekki að fjölyrða um þetta til að verja þá skoðun mína að
neita að taka tillit til nálægðar eða fjarlægðar. Sú staðreynd að manneskja er nálægt
okkur, þannig að við getum komist í snertingu við hana persónulega, kann að auka
líkurnar á því að við munum hjálpa þessari manneskju. En þessi staðreynd sýnir
ekki fram á að við œttum frekar að hjálpa henni en annarri manneskju sem svo vill
til að er lengra í burm frá okkur. Ef við samþykkjum einhverja meginreglu um
hlutleysi, algildi, jafnrétti eða hvaðeina af þeim toga þá getum við ekki mismunað
einhveijum eingöngu vegna þess að hann er langt í burtu frá okkur (eða vegna þess
að við eram langt í burtu frá honum). Vissulega kann að vera að við séum í betri
aðstöðu til að meta hvað þurfi að gera til að hjálpa manneskju sem er nálægt okkur
en manneskju sem er langt í burtu frá okkur, og hugsanlega einnig til að veita þá
aðstoð sem við teljum vera nauðsynlega. Ef þetta væri raunin þá væri þar komin
ástæða til að hjálpa þeim fyrst sem em nálægt okkur. Þetta kann einu sinni að hafa
verið ástæða fyrir því að bera frekar hag fátæks fólks á manns eigin heimaslóðum
fyrir brjósti en hag fórnarlamba hungursneyðar á Indlandi. En því miður fyrir þá
sem vilja bera takmarkaða siðferðilega ábyrgð þá heför þetta ástand breyst með
bættum samskiptamöguleikum og hraðari samgöngum. Frá sjónarhóli siðferðisins
heför þróun heimsins yfir í „heimsþorp" haft mikilvæga, en þó enn um sinn
ókunna, þýðingu fyrir siðferðilega stöðu okkar. Sérfræðingar og yfirmenn hjálpar-