Hugur - 01.06.2009, Side 86

Hugur - 01.06.2009, Side 86
84 Peter Singer fórna einhverju sem er álíka mikilvægt siðferðilega“ á ég við án þess að valda ein- hverju sem er álíka slæmt, eða að gera eitthvað sem er rangt í sjálfu sér, eða að láta undir höfuð leggjast að stuðla að einhverju sem er siðferðilega gott, sem hefur sambærilegt vægi og það slæma sem við getum komið í veg fyrir. Þetta lögmál virðist vera næstum því eins óumdeilanlegt og hið síðasta. Það krefst þess aðeins af okkur að við komum í veg fyrir það sem er slæmt en ekki að við látum gott af okkur leiða, og það krefst þessa af okkur aðeins ef við getum gert það án þess að fórna einhverju sem er álíka mikilvægt frá siðferðilegu sjónarhorni. Eg gæti jafnvel, svo framarlega sem rök mín eiga við um neyðarástandið í Bengal, breytt þessu atriði þannig að það verði svohljóðandi: ef það er í valdi okkar að koma í veg fyrir að eitthvað mjög slæmt gerist án þess að fórna þar með einhverju sem er siðferðilega mikilvægt, þá ber okkur siðferðileg skylda til að gera það. Við gætum beitt þessari meginreglu á eftirfarandi hátt: ef ég geng framhjá grunnri tjörn og sé barn sem er að drukkna í henni, þá ætti ég að vaða út í og draga barnið upp úr tjörninni. Ef ég geri þetta mun ég skíta fötin mín út, en það er lítilfjörleg fórn í samanburði við dauða barnsins sem myndi líklega flokkast sem harmleikur. Þó að þessi meginregla virðist vera óumdeilanleg þá er það alls ekki svo. Ef henni væri fylgt eftir, jafnvel í sinni breyttu mynd, þá myndi líf okkar, samfélag og heimurinn taka grundvallarbreytingum. Því til að byrja með þá tekur þessi megin- regla ekkert tillit til nálægðar eða fjarlægðar. Siðferðilega skipti engu máli hvort manneskjan sem ég get hjálpað er barn nágranna míns sem er steinsnar í burtu frá mér eða íbúi í Bengal sem er í tíuþúsund mílna fjarlægð og ég mun aldrei vita hvað heitir. I öðm lagi gerir meginreglan engan greinarmun á tilfellum þar sem ég er eini maðurinn sem gæti mögulega hjálpað og tilfellum þar sem ég er aðeins einn af milljónum manna sem em í sömu stöðu. Ég held að ég þurfi ekki að fjölyrða um þetta til að verja þá skoðun mína að neita að taka tillit til nálægðar eða fjarlægðar. Sú staðreynd að manneskja er nálægt okkur, þannig að við getum komist í snertingu við hana persónulega, kann að auka líkurnar á því að við munum hjálpa þessari manneskju. En þessi staðreynd sýnir ekki fram á að við œttum frekar að hjálpa henni en annarri manneskju sem svo vill til að er lengra í burm frá okkur. Ef við samþykkjum einhverja meginreglu um hlutleysi, algildi, jafnrétti eða hvaðeina af þeim toga þá getum við ekki mismunað einhveijum eingöngu vegna þess að hann er langt í burtu frá okkur (eða vegna þess að við eram langt í burtu frá honum). Vissulega kann að vera að við séum í betri aðstöðu til að meta hvað þurfi að gera til að hjálpa manneskju sem er nálægt okkur en manneskju sem er langt í burtu frá okkur, og hugsanlega einnig til að veita þá aðstoð sem við teljum vera nauðsynlega. Ef þetta væri raunin þá væri þar komin ástæða til að hjálpa þeim fyrst sem em nálægt okkur. Þetta kann einu sinni að hafa verið ástæða fyrir því að bera frekar hag fátæks fólks á manns eigin heimaslóðum fyrir brjósti en hag fórnarlamba hungursneyðar á Indlandi. En því miður fyrir þá sem vilja bera takmarkaða siðferðilega ábyrgð þá heför þetta ástand breyst með bættum samskiptamöguleikum og hraðari samgöngum. Frá sjónarhóli siðferðisins heför þróun heimsins yfir í „heimsþorp" haft mikilvæga, en þó enn um sinn ókunna, þýðingu fyrir siðferðilega stöðu okkar. Sérfræðingar og yfirmenn hjálpar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.