Hugur - 01.06.2009, Page 160

Hugur - 01.06.2009, Page 160
158 David Hume Höfundurinn verður að sætta sig við að bíða þolinmóður um sinn áður en hinir lærðu geta orðið sammála í afstöðu sinni til verks hans. Það er ólán hans að geta ekki skírskotað tilfólksins sem í öllum málefnum sem snerta almenna skynsemi og málsnilld er talið svo óskeikull dómstóll. Hann hlýtur að verða dæmdur af hinum fáu en dómur þeirra er h'klegri til að spillast af hlutdrægni og hleypidómum, eink- um þar sem enginn er góður dómari í þessum efnum sem hcfur ekki hugsað um þau oft. Og slíkir menn eru líklegir til að búa sér til sín eigin kerfi sem þeir einsetja sér að gefa ekki upp á bátinn. Eg vona að höfundurinn fyrirgefi að ég skipti mér af þessu máli þar sem tilgangur minn er einungis að stækka lesendahóp hans með því að fjarlægja nokkur tormerki sem hafa orðið til þess að margir skildu ekki meiningu hans. Eg hef valið eina einfalda rökfærslu og rakið hana vandlega frá upphafi til enda. Þetta er eina atriðið sem ég hef hirt um að gera skil. Að öðru leyti er einungis drepið á einstaka kafla sem mér virtust forvitnilegir og merkilegir. Útdráttur úr Ritgerð um manneðlið Bók þessi virðist skrifuð eftir sömu aðferð og nokkur önnur verk sem hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum á Englandi. Hinn heimspekilegi andi, sem hefur tekið svo miklum framförum um gervalla Evrópu á síðastliðnum áttatíu árum, hefur tekið jafn miklum framforum í þessu konungsríki og hverju öðru sem er. Rithöfundar okkar virðast jafnvel hafa átt upptök að nýrri tegund heimspeki sem gefur fyrirheit um meira, bæði til skemmtunar og gagns fyrir mannkynið, en nokkur önnur sem heimurinn hefur ennþá komist í kynni við. Flestir heimspek- inga fornaldar sem fjölluðu um mannlegt eðli hafa sýnt meira tilfinninganæmi, rétt skynbragð á siðferði eða göfuglyndi en dýpt í rökleiðslu og hugsun. Þeir láta sér nægja að sýna almenna skynsemi mannkynsins í sem skærustu ljósi og með sem bestri hugsun og orðalagi án þess að setja sífellt fram samfeUda röð stað- hæfinga eða gera úr hinum ýmsu sannindum regluleg vísindi. En það er alltént tilvinnandi að prófa hvort vísindin um manninn muni ekki gefa kost á sömu ná- kvæmni og nokkrir hlutar náttúruspekinnar hafa reynst móttækilegir fyrir. Það virðist vera fiill ástæða til að ímynda sér að unnt sé að gera þau eins nákvæm og framast má verða. Ef við í rannsókn okkar á nokkrum fyrirbærum uppgötvum að þau leysast upp í eitt sameiginlegt lögmál [principle\ og getum rakið þetta lögmál til annars munum við að lokum komast að þeim fáu einfoldu lögmálum sem öll hin byggjast á. Og þótt við getum aldrei komist að hinum endanlegu lögmálum þá er það ánægjuefni að fara eins langt og hæfileikar okkar leyfa. Þetta virðist hafa verið markmið síðari tíma heimspekinga okkar og einnig þessa höfundar. Hann ætlar sér að sundurgreina mannlegt eðli með skipulegum hætti og lofar að draga engar ályktanir nema þar sem reynslan heimilar. Hann talar með fyrirlitningu um tilgátur og gefur í skyn að þeir landa okkar sem hafa gert þær brottrækar úr siðrænni heimspeki hafi gert heiminum mikilsverðara gagn en Bac- on lávarður sem hann telur vera fóður tilraunaeðlisfræði. í þessu sambandi nefnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.