Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 180
178
Þorsteinn Vilhjálmsson
ljóst að kenning Kópernikusar er í rauninni einfaldari og féll betur að athugunum
sem gerðar voru í byrjun 17. aldar. Vert er þó að hafa í huga að þetta var ekki svo í
upphafi, þegar kenningin kom fram; einfaldleikinn er hér háður tíma og aðstæð-
um, spurningin á hverjum tíma er sú hvaða kenning gefur einfaldasta mynd af
þeim gögnum og athugunum sem þá liggja íyrir.
Rakhníf Ockhams er í rauninni beitt miklu oftar í vísindum en menn gera sér
almennt ljóst. Sem dæmi má taka takmörkuðu afstæðiskenninguna sem Einstein
lagði fram árið 1905. Hún var upphaflega sett fram til að komast hjá tilteknum
mótsögnum og vandræðum í þeim hugmyndum og kenningum manna sem þá
voru efst á baugi. En í rauninni var - og er enn - um ýmsar aðrar leiðir að velja til
að leysa úr þessum hnútum. Þessar leiðir eru ekkert endilega „rangar“ í þeim skiln-
ingi að þær stangist á við eitthvað annað sem við viljum hafa fyrir satt. Hins vegar
eru þær allar flóknari en sú leið sem Einstein valdi og þess vegna tökum við kenn-
ingu hans gilda og höfnum hinum. En sannleikshugtakið kemur ekkert endilega
þar við við sögu.
Vísindafrœði á íslandi
I bók Erlendar Jónssonar segir nær ekkert frá öðrum fræðimönnum sem þallað
hafa um vísindaffæði, vísindaheimspeki eða dýpri kenningar vísindanna á íslensku.
Þetta stingur nokkuð í augu meðal annars vegna þess að talsvert hefiir verið skrifað
og rætt á móðurmáli okkar um þessi efni, bæði fyrr og síðar. Hér er hvorki staður
né stund til að rekja þá sögu alla frá byrjun en lesendum til fróðleiks verður saga
síðustu alda rakin lauslega.
Þegar kemur fram á seinni hluta 18. aldar fóru íslenskir mennta- og fræðimenn
að birta á prenti talsvert af frumsömdum eða þýddum ritum um efni sem tengjast
vísindafræðum, vísindaheimspeki og dýpri rökum fræðanna, til dæmis sólmiðju-
kenningu, aflfræði Newtons, eðli jarðarinnar og þróunarkenningu Darwins. Ber
þar fyrstan að telja Stefán Björnsson sem birti á árunum 1782-1794 fræðslugreinar
í Riti Lærdómslistafélagsins um raunvísindi, en einnig má nefna höfúnda eins og
Magnús Stephensen og Jón Jónsson lærða.10 Þessu starfi var svo fram haldið á 19.
öld, til dæmis með Jónasi HaUgrímssyni,11 Benedikt Gröndaþjóni Olafssyni og
Þorvaldi Thoroddsen.12 - Frá fyrri hluta 20. aldar má síðan nefna höfunda eins og
Olaf Daníelsson,13 Agúst H. Bjarnason14 og Björn Franzson.15 Einnig er vert að
10 Sjá Einar H. Guðmundsson o.fl., 2006, 275-279, auk heimilda sem þar er til vitnað.
11 Jónas Hallgrímsson, 1835.
12 Benedikt, Jón og Þorvaldur skrifuðu allir meðal annars um þróunarkenningu Darwins og
má lesa nánar um þau rit hjá Þorvaldi Thoroddsen, 1998, og Steindóri Erlingssyni í sömu
bók.
13 Einar H. Guðmundsson og Skúli Sigurðsson, 2006.
14 Ágúst H. Bjarnason, 1931 og 1949-1954, og ýmsar greinar og rit sem eru auðfundin í Gegni.
15 Björn Franzson, 1938, og ýmsar greinar.