Hugur - 01.06.2009, Side 39
Fósturgreiningar
37
að vera meðvitaður um sjúklinginn, ekki sem viðfang og þar með samsafn náttúru-
legra ferla orsaka og afleiðinga heldur sem persónu með eigin tilfinningar, langanir
og vilja. Það er einmitt hlutverk hins kh'níska læknis að ná að brúa það bil sem hér
um ræðir og ná tökum á því sem Hippokrates kallar listinni að lækna. Það samspil
sem hér er á milli náttúruvísinda annars vegar og mikilvægi sýnarinnar á sjúkl-
inginn sem manneskju hins vegar hefur ávallt mótað starf læknisins og markað
sérstöðu þess. En hvernig hafa þessar hugmyndir áhrif í nútímanum og hvernig
móta þær sýn læknisins á fósturrannsóknir?
Gamlar hugmyndir ísamtímanum
Kjarni læknisverksins er að sinna sjúkum og læknirinn sér manneskjuna með gler-
augum þess sem leitar einkenna sjúkdóma til að geta læknað og líknað.
Vegna eðlis starfsins lita sjúkdómar og þjáning sýn læknisfræðinnar á mann-
eskjuna. Hún hefur tilhneigingu til að skilgreina manninn út frá veikindum hans
sem ber að takast á við og lækna. Það hefur jafnvel gengið svo langt að læknar hafa
verið gagnrýndir fyrir að hafna dauðanum og þjáningunni sem eðlilegum hluta
lífsins, því hlutverk læknisins er ávallt að reyna að sigrast á þjáningu og dauða.24
Vegna hinnar sterku myndar af manninum sem veikum einstaklingi sem taka þarf
ábyrgð á hefur læknisfræðin í sér innbyggða forræðishyggju sem einnig hefiir verið
gagnrýnd á síðari árum. Lækninum er þá jafnvel líkt við hlutverk föðurins sem
veit best og leiðir barnið gegnum hætturnar og kemur því í höfn.15
Hin læknisfræðilega mynd af manninum sem „veikum" kann að virðast frá-
hrindandi fýrir heilbrigt föflorðið fólk. Þó ber að hafa í huga að stéttin og sýn
hennar sprettur upp úr aðstæðum þar sem við erum á okkar viðkvæmustu augna-
blikum, erum þjáð og líf okkar jafnvel ofurselt aðstoð annarra. Það er því ekki
skrýtið að sú gagnrýni hafi komið fram að læknar flti á sig sem nokkurs konar
guði26 og hafna yfir aðrar manneskjur. Sjálfsagt er það líka einn af þeim forar-
pyttum sem sérhver læknir þarf að varast: að styrkja ekki sflka sjálfsmynd í huga
sér.
Eg tel að sú gamla arfleifð sem kynnt er hér að framan hafi sterk áhrif á það á
hvern hátt læknar takast á við starf sitt. Innan læknisfræðinnar er enn í dag varð-
veitt ákveðin sýn til mannsins og mennskunnar og hún tengist því hlutverki sem
læknisfræðin heför. í siðareglum lækna sem síðast voru samþykktar á aðalföndi
Læknafélags Islands árið 2005 segir í inngangi:
Með samþykki þeirra [þ.e. reglnanna] staðfesta læknar að
- Hlutverk þeirra er verndun heilbrigðis og barátta gegn sjúkdómum,
24 Sjá nánar umfjöllun um þetta í kaflanum „Um ófullkomleikann og trúna á vísindin".
25 Sjá til dæmis ágæta umfjöllun um forræðishyggju og fagmennsku læknisins í Vilhjálmur
Arnason, Siðfrœði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í hei/brigðisýjónustu, Reykjavík: Háskóli
Islands, Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan, 2003, kafla 2.
26 Sjá til dæmis gagnrýni á hinn „alvalda lækni“ í Susan Sherwin, No Longer Patient: Feminist
Ethics and Health Care, Philadelphia: Temple University Press, 1992, s. 137.