Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 36
34
Astríður Stefánsdóttir
Hér er Jonsen að vísa annars vegar til áhrifa Hippokratesar sem væri þá hin forn-
gríska rót læknisfræðinnar og hins vegar til hinna gömlu kristnu áhrifa þegar
umönnun sjúkra fór m.a. fram í klaustrum miðalda. Eg mun byrja á að rekja áhrif
hinnar kristnu hefðar á læknisfræðina en hún hefur átt stóran þátt í að móta hug-
sjónir læknisins. A miðöldum þjónuðu klaustrin sem spítalar. Munkar og nunnur
voru í hlutverki græðaranna eða læknanna, en litu þó fyrst og fremst á sig sem
verkfæri Guðs. Hin endanlega lækning var í Guðs hendi. Þetta hafði áhrif á sjálfs-
mynd læknisins. Hinn almenni skilningur á þessum tíma var að læknirinn væri
fyrst og fremst verkfæri Guðs og þjónn hins þjáða. Jonsen orðar þetta svo:
Jafnvel á hinum grimmu miðöldum var riddurum spítalans ... sem settir
voru til að annast pílagríma og krossfara, skipað að umgangast hina sjúku
sem „herra sína“. Hinum kristna lækni var skylt að verða eftir í borginni
þar sem plágan geisaði og sinna hinum fátæku án þess að vænta nokkurrar
greiðslu.13
Hugsjón læknisfræðinnar og þar með það sem gerir lækni að lækni á m.a. rætur í
þessum hugmyndum. Læknirinn er í starfi sínu umfram allt að sinna kalli þeirra
sem þjást, hann læknar og líknar. Enn í dag má sjá h'ka hugsun birtast í ummælum
lækna. Jón Snædal læknir og fyrrverandi formaður Alþjóðasamtaka lækna fj allar
um skyldur lækna í tilfelli alvarlegra mannskæðra faraldra sem vitanlega ógna
læknum eins og öðrum. Hann tekur sem dæmi skyldur læknis til að sinna sjúkum
í mannskæðum inflúensufaraldri. Niðurstaða hans er sú að
ef læknir neitar að sinna sjúklingi með svínaflenzu er honum ekki stætt á
því lagalega nema hann hafi fullvissu um að annar læknir muni vilja og
geta sinnt verkefninu, að hann hafi sjálfur alvarleg forföll eða ef hann er
ekki starfandi í viðkomandi heilsugæzluumdæmi. Ennfremur er hætta á
því að hann muni ekki njóta fölls trausts í framhaldinu ef hann synjar um
læknisþjónustu undir þessum kringumstæðum.14
Af þessum skriföm er ljóst að siðferðisskyldan til að sinna sjúklingnum jafnvel
þótt það geti ógnað eigin heilsu er enn mjög sterk innan læknisfræðinnar.
Leiðarljós þeirra sem sinntu sjúkum og þjáðum á miðöldum var rakið til dæmi-
sögunnar um miskunnsama Samverjann í Nýja testamentinu. Sú afstaða sem við
sjáum svo skýrt í sögunni er enn í dag mikilvægur undirtónn sambands læknis og
sjúklings. Sagan lýsir viðhorfi og gjörðum sem eru grundvöllur læknisstarfsins; því
að veita þjáningunni athygli og bregðast við henni. Hugsjón læknisstarfsins þýðir
að læknirinn er kallaður til að lækna og líkna hverjum þeim sem þarf á að halda;
hver læknir er í sporum Samverjans og hver sjúklingur er náungi hans í skilningi
dæmisögunnar. Með öðrum orðum, það að starfa við það að lækna og líkna merkir
13 Albert R. Jonscn, TheNew Medicine andthe OldEthics, s. 9.
14 Jón Snædal,„Skyldur lækna til að sinna sjúklingum með svínaflenzu", Lœknab/adið, 7. tbl. 95.
árg., 2009.