Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 135

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 135
Rökskortur og villuótti 133 Segja má að viðfangsefni Justmans sé hlutmengi í hugmynd Salernos: hann fjallar eingöngu um sálfræðileg sjálfshjálparrit. Forsenda Justmans fyrir því að telja gagnrýni sína þungvæga er einmitt að hann telur sh'k rit mynda eina heild. Hann rökstyður einingu þessara rita ekki ýkja vel, til að mynda með því að tala um sam- eiginlega grunnviðleitni þeirra. Hann fjallar öllu meira um einstakar hugmyndir sem þarna koma fram. Þrátt fyrir skort á beinum rökstuðningi fyrir einingu er gagnrýni Justmans þó varla léttvæg fyrir sjálfshjálparfræði ef hann nær að sýna að hjá þeim séu víða skaðlegar hugmyndir. Eg get fyrir mitt leyti fallist á að töluverður samhljómur sé með þeim sjálfs- hjálparritum sem Justman fjallar um, ekki bara hvað varðar grunnviðleitni, heldur einnig varðandi þær hugmyndir sem settar eru fram. Einingin eins og Justman setur hana fram virðist mér þó óhófleg. Hann skeytir til að mynda ekki alltaf um að segja okkur hvaða sjálfshjálparfræðinga hann vitnar til og talar um þá eins og þeir séu einn maður. Þannig vitnar hann í hvern á fætur öðrum um sama atriðið eins og þetta sé allt sama höfimdarverkið. Undarlegur angi af þessu er einnig sú óvanalega staðreynd að engir sjálfshjálparfræðinganna eru teknir með í atriðis- orðaskrá bókarinnar, einungis allir hinir sem Justman vitnar til. Það er engu líkara en Justman vilji þannig skilja sauðina frá höfrunum. Snemma í bók sinni fjallar Justman um samsvörun milli hugmynda sjálfs- hjálparfræða og útópisma, sem hann telur helsta innblástur sjálfshjálparrita sál- fræðinganna.34 Þátt í þessu telur Justman vera nánast allsherjarhöfnun sjálfs- hjálparritanna á siðferði. Þetta virðist hann telja að helgist af óforbetranlegri sjálfhverfni sem snýst gegn öllum tilraunum umheimsins til að hafa áhrif á sköpun einstaklingsins á sjálfum sér. Þannig tönnlast Justman á að orðið „siðferði" standi fyrir allt vont í hugum sjálfshjálparfræðinga, en reyndar án þess að tiltaka eina einustu tilvitnun þar sem þetta orð kemur fyrir í sjálfshjálparriti.35 Hvað nefnir Justman þá sem dæmi um höfnun sjálfshjálparfræðinga á siðferði? Hér má nefna það þegar Wayne W. Dyer setur út á að fólk „eigi“ að gera hitt og þetta gagnrýnilaust.36 Útfærsla á þessu virðist vera sú skoðun Dyers, sem síðar kemur fram í bókjustmans, að til að mynda hollusta við fjölslcyldumeðlimi sé ekki ávallt rétt og að sannsögli þurfi ekki ávallt að vera góð.37 Justman tekur þetta til marks um höfnun á siðferði. Gegn Justman verður þó að segja að til að það geti orðið niðurstaðan þarf maður að hafa afar þröngan skilning á siðferði, maður þarf að skilgreina það sem skilyrðislausa reglufylgni. Ég hygg að fáir siðfræðingar sam- þykktu það skilyrði. Hvað þá með sjálfhverfnina sem Justman telur rót siðleysisins? Vissulega er það rétt að mörg sjálfshjálparrit fjalla mjög um einstaklinginn og mörg hver e.t.v. um of. Þessi rit snúast því fyrst og fremst um viðhorf og breytni einstaklingsins í að- stæðum h'fsins. Það eitt og sér segir okkur einungis að þau fjalli yfirleitt ekki um 34 Sbr. Justman (2005: vii og 2. kafla). 35 Sjá Justman (2005: 25,29,41,134 og 138). 36 Justman (2005: 25). 37 Justman (2005:139).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.