Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 112

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 112
110 Henry Alexander Henrysson V Hverjar geta þá verið niðurstöður þessara hugleiðinga? I fyrsta lagi er þeim ætlað að virka sem forspjall - enn eitt því miður - að frekari rannsóknum á hugmynda- heimi Jóns Eiríkssonar. Sérstaklega eiga handrit hans um náttúrurétt ríkt erindi við íslenska hugmyndasögu. Hér er vonandi kominn örh'till grunnur til þess að aðstoða við slíka rannsókn. í öðru lagi vona ég að þessar hugleiðingar geti virkað sem rammi utan um það sögulega sjónarhorn sem slík rannsókn krefst. Villurnar sem rannsóknin gæti ratað í eru of margar til að telja upp. Sá sem er ekki til í að hræra upp í þeim suðupotti sem er heimspeki norðanverðrar Evrópu um miðbik átjándu aldar mun fljótt rekast á vegg. Og auðvelt gemr verið að gleyma sér við lagatækni, stjórnskipun og alþjóðarétt, en það voru að sönnu atriði sem koma fram í kennslu Jóns. Markverðari er þó hinn undirliggjandi siðferðilegi grundvöflur sem hvað ríkast sprettur úr rökhyggju Wolffs, en sækir einnig stuðning úr þeim píet- isma sem Jón kynntist sem ungur maður, meðal annars í samskiptum sínum við Ludvig Harboe biskup. Spurningin sem eftir stendur er sú hvort Jón Eiríksson hafi innst inni heldur hallað sér á sveif með þeim sem trúðu á úrslit náttúrulaga í þessum heimi eða þeim sem væntu dóms í handanheimi.70 Heimildirnar hafði hann fremur frá þeim síðarnefndu, en niðurstöðurnar stemma betur við þá fyrr- nefndu. Sá raunamæddi Jón Eiríksson sem sagan kynnir okkur gæti hafa sprottið úr þessari togstreitu. I síðasta lagi vona ég að ferskur áhugi á gildi og mikilvægi náttúruréttar muni fylgja tímabærum rannsóknum á handritum Jóns og öðrum heimildum sem gæti verið að finna. Náttúruréttur er margrætt hugtak og kenningar um hann leita víða fanga, en inntakið sem ég hef reynt að draga hér firam sýnir vonandi fram á tvennt. Annars vegar á það ekki við rök að styðjast að líta á náttúrurétt sem einkamál kaþólsku kirkjunnar; hann er ekki einu sinni einkamál trúaðs fólks. Hins vegar sýnir inntakið fram á að hugmyndir um farsælt h'f fyrir alla menn, sem aðeins er hægt að öðlast með beitingu skynseminnar, eiga við á öllum tímum. Þessar hug- leiðingar eru því ekki eingöngu hvatning til frekari rannsókna á háskólakennslu Jóns. Sú sem mun taka að sér það mikla og þarfa starf að rannsaka ævi hans til hlítar mun fara vel af stað leggi hún í þá vegferð út frá þeim siðferðilegu grunn- stefum sem Jón trúði á allt sitt flf.71 70 Að sjálfsögðu væntu allir kristnir heimspekingar dóms frammi fyrir augliti Guðs, hvort sem möguleikinn til farsæls lífs beið þeirra í jarðlífinu eða ekki. Spurningin var hins vegar sú hvort nokkuð væri hægt að segja um þennan dóm nema útfrá ritningunni. Þessi spurning kvaldi hvern þann heimspeking mótmælenda sem velti þessu fyrir sér. Frakkinn Pierre de la Ramée (1515-1572) náði til dæmis mikilli hylli undir lok sextándu aldar og í upphafi þcirrar sautjándu fyrir and-aristótelískar kenningar sínar. Sérstaklega var honum uppsigað við þá hugmynd að mönnum gæti verið umbunað í þessum heimi með farsæld ef þeir beittu skynsemi sinni rétt. Umbunin fælist aðeins í fullkomlega veraldlegum gæðum. 71 Þessi ritsmíð byggir á erindi sem var flutt í málstofunni Af áhrifavöldum og islenskri heim- spekisögu á Hugvísindaþingi Háskóla íslands 14. mars 2009. Þátttakendum í málstofunni, ritstjóra Hugar og nafnlausum ritrýni þakka ég margar ábendingar. Hugmyndin á bakvið málstofuna var það einkenni á íslenskri heimspekisögu að þeir íslendingar sem hafa fengist við heimspeki hafa eðlilega gert það undir miklum áhrifum frá erlendum hugsuðum og má jafnvel segja að mörg íslcnsk verk um heimspeki séu einfaldlega kynning eða útfærsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.