Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 63
Fólkstegundir
61
staðan er einfaldlega veitt af viðkomandi yfirvöldum eins og áður segir, en eigin-
leikinn sem meira máli skiptir félagslega er þessi veitti eiginleiki, meintur fiótta-
maður, sem er aðstæðum háður á svipaðan hátt og kynferði hér að ofan:
Eiginleiki: (meintur) flóttamaður
Hver: hópur fólks við aðstæður A
Hvað: að sýnast hafa ákveðna lagastöðu
Hvenær: við aðstæður^
Viðrnið: lagastaðan flóttamaður
Það er mín skoðun að þegar tekist er á um hvort ákveðin fólkstegund sé félagsgerð
þá hafi félagsgerðarsinninn gjarnan áhuga á ákveðnum veittum eiginleika (hvaða
nafni sem hann nefnist) sem veittur er við ákveðnar aðstæður þar sem viðmiðið er
einhver annar eiginleiki, hvort sem það er náttúrulegur eða lagalegur eiginleiki.
Hluthyggjusinninn einbh'nir fast á viðmiðið og heldur því fram að það sé ekki
félagsgert á þann hátt sem um ræðir. Báðir hafa rétt fyrir sér: viðmiðið sjálft er
ekki félagsgert, en það er ekki heldur sá eiginleiki sem skiptir höfuðmáli félags-
lega. Eiginleikinn sem skiptir máh félagslega er veitti eiginleikinn (meinturjflótta-
maður, sem er veittur með þeim hætti að miðað er við hvort viðkomandi hafi
lagastöðuna flóttamaður. Ef hann virðist hafa hana, þá er honum veittur eigin-
leikinn (meintur)flóttamaður.
A sömu lund má skýra ágreining um hvort kyn sé félagsgert á þann hátt að
félagsgerðarsinninn haldi því fram að kyn sé veittur eiginleiki, t.d. á þann hátt sem
ég tiltók hér að ofan, en hluthyggjusinninn lítur hins vegar svo á að kyn sé ekki
veittur eiginleiki, heldur til dæmis h'kamlegur eiginleiki.
Niðurlag
A þessum síðum hef ég gert grein fyrir því hvernig hugmyndin um veitta eigin-
leika getur hjálpað okkur til að skilja hvað um ræðir þegar tekist er á um hvort
tegundir fólks séu félagsgerðar. Ég hef borið veitingakenninguna saman við tvær
aðrar kenningar, viðbragðakenninguna og skilgreiningarkenninguna og síðan, sem
dæmi um hvernig hægt er að nota veitingahugmyndina, úthstað hvað ég held að
kyn og kynferði séu. Að lokum hef ég tekið sem dæmi félagslegan eiginleika eins
og að vera flóttamaður til að betur komi fram hvernig veitingakenningin getur
varpað ljósi á hver ágreiningurinn er þegar deilt er um hvort ákveðin fólkstegund
sé félagsgerð.14
14 Bestu þakkir til Eyju Margrétar Brynjarsdóttur og ónefnds yfirlesara fyrir góðar ábendingar,
enda þótt enginn beri ábyrgð á innihaldi eða villum nema höfundur.