Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 141

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 141
Rökskortur og villuótti 139 gefa einfaldaða mynd væri hinn vísindalegi „sannleikur“ þá til dæmis sá að 40% yrðu hamingjusamir við að hugsa bara um sjálfa sig, 40% fyndu hamingjuna í samvinnu við íjölskyldu og vini, en 20% nytu sín best í samhjálp með mannkyninu eins og það leggur sig. Hér væri vissulega nokkuð flókið að gefa almenn ráð þótt það væri ekki útilokað. En skoðum þá hvernig sannleikur er í bók Gilberts. Vissulega er um hlutfallstölur að ræða í þeim rannsóknum sem Gilbert tiltekur en hann talar ávallt (eða nærri alltaf) eins og niðurstaðan sé afgerandi. Því á það sem hann segir við um langflesta einstaklingana í rannsóknunum. Hinn vísinda- legi sannleikur Gilberts virðist því gefa til kynna nokkuð almenn lögmál um mannlega breytni varðandi hamingjuna. Hér er þó yfirleitt um að ræða þá hluti sem koma í veg fyrir að við getum áttað okkur á því fyrirfram hvað muni gera okkur hamingjusöm. I vissum skilningi er því frekar um að ræða það sem ber að varast en það sem á að gera, e.t.v. mætti kalla þetta neikvæð skilyrði hamingjunnar. Engu að síður virðist vel mega snúa þeim upp í hagnýt ráð um það hvernig nálgast má hamingjuna. Svo tekið sé eitt dæmi um slíka hagnýtingu má nefna eitt þeirra þriggja höfiið- vandamála sem Gilbert tiltekur varðandi hæfni okkar til að sjá fyrir hvað muni gera okkur hamingjusöm. Gilbert segir að heilinn sé duglegur að spinna upp hluti í kringum þær aðstæður sem við veltum fyrir okkur hvort muni geta gert okkur hamingjusöm. Þannig geri hann ráð fyrir hlutum sem e.t.v. verða ekki á staðnum og honum sé jafnframt hætt við að sleppa allmörgum þáttum sem munu skipta máli. Auðvitað sér enginn með nákvæmni inn í framtíðina en þegar maður sér sig fyrir sér í nýjum fallegum bíl er ekki rökrétt að hann verði ávallt hreinn og fínn, allt gangi vel fyrir sig í umferðinni og að við þurfum ekkert að hugsa um bílalán. Er ráðið þá ekki einfaldlega: þegar þú ímyndar þér hvað muni veita þér hamingju gerðu þér þá far um að taka með sem allra flesta þætti sem máli skipta. Það er vissulega rétt að Gilbert býður ekki skýrar leiðbeiningar um það hvað beri að gera til að verða hamingjusamur, en það er heldur ekki rétt að það sem hann hefur að segja feli ekkert gildi í sér um það hvernig við verðum hamingju- söm, ef hinar vísindalegu rannsóknir segja okkur sannleikann á annað borð. Gil- bert getur þannig illa staðið á því að hann sé algerlega hafinn yfir öll ráð um það hvernig maður verður hamingjusamur, því ráðin felast einfaldlega í sannleikanum sem hann setur fram. Hér er stökkið yfir í sjálfshjálparritin því e.t.v. ekki svo stórt, það þarf bara að vinna ráðleggingarnar út úr „sannleikanum". Niðurstaða mín er sem sagt sú að skot Gilberts á sjálfshjálparrit í þeirri viðleitni hans að fjarlægjast slík rit standist ekki skoðun. Nú veit ég ekkert um hvort Gil- bert trúir sjálfur þessari gagnrýni sinni. Gilbert fullyrðir í bókinni að fólk sækist ekki eftir neinu frekar en að vera hamingjusamt61 og, eins og áður segir, að hann hafi sjálfur þekkingu á sannleikanum (a.m.k. ýmsum sönnum hlutum) um ham- ingjuna. Því virðist liggja beint við að Gilbert gefi okkur ráð. En hvað hamlar? Án þess að fullyrða um hvatir Gilberts má velta fyrir sér vandanum sem fræðimaður sem stæði frammi fyrir möguleikanum á að skrifa sjálfshjálparrit stæði frammi 61 Gilbert (2007:33-34).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.