Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 154
152
Gabriel Malenfant
V Ofbeldi verunnar og ödruvísi en veran
Oft er því haldið fram gegn þessum rökleiðslum að það að standa andspænis ann-
arri mannveru verði ekki smættað niður í einberan möguleikann á siðfræði (mögu-
leikann á hinu góða), heldur hljóti þar einnig að koma til möguleikinn á fölskva-
lausu ofbeldi. Levinas lætur ekki hjá líða að takast á við þennan vanda og heldur
því fram að maður geti einmitt ekki viljað drepa neinn annan en (tiltekinn) Hinn,
og nefnir í því sambandi þann möguleika, sem mönnum er eiginlegur, að fremja
morð. En meira að segja í hatursfullri afneitun á ábyrgð minni gagnvart Hinum
eru tengslin í morðinu einstæð eftir sem áður: morðinginn drepur „eiginnafn"17
— nema um stríð sé að ræða þar sem málið snýst um að drepa „menn“ án allrar
ákvörðunar, hreinar hugtakakvíar. Þegar sprengjum rignir af himnum ofan er það
ekki Hinn sem er drepinn heldur „óvinir“. (Sönnun þessa felst í því að nú á dögum
er reynt að gera stríð „mannúðlegri" með árásum þar sem „klínískri“ nákvæmni er
beitt með það fyrir augum að hitta einmitt fyrir tiltekin „eiginnöfn" en ekki hópa
nafnlausra einstaklinga.) Þessi „hugtakakví" sem ætlunin er að drepa í stríðum sem
beinast að nafnlausum fórnarlömbum, þ.e. „óvinurinn“, er einmitt dæmi um þann
forgang verufræðinnar sem Levinas snýr baki við og hampar í staðinn tengslunum
augliti til auglitis. Af því að veran er uppfull af öllum heimsins greinargerðum, og
gefur með öðrum orðum kost á endanlegri alhæfingu allra hluta sem umkringja
okkur, er hún ofbeldiskennd að mati Levinas. Veran smættar allt sem er niður í
hugtak sitt. Enda þótt samfundurinn við aðra mannveru, augliti til auglitis, geti
orðið kveikjan að morði, býr hann engu að síður yfir þeim einstæða möguleika að
geta leitt til ástar.
Engu að síður er þessi fyrirbærafræði tengslanna milli tveggja engan veginn
takmörkuð við ástarsambönd - öðru nær. Ymis afar hversdagsleg sambönd manna
á milli bera merki „siðfræðinnar sem hinnar fyrstu heimspeki", til dæmis það
samband sem myndast þegar kallað er á mann úti á götu. Þegar ég er á gangi,
niðursokkinn í hugsanir mínar, og kunningi minn kallar á mig, þá stöðvast rás
hugsana minna. Glerkúla sjálfsveru minnar er rofin af Hinum sem áreitir mig. I
anda þessarar reynslu er ætlunin hjá Levinas að h'ta á tengsl tveggja sem truflun á
innri orðræðu minni sem ætíð er að vissu marki af toga sólipsisma. Husserl leit á
tengsl sjálfsveru við heiminn sem „flæði ætlandinnar" en Levinas tekur á hinn
bóginn svo til orða að á þeirri stundu þegar samfundurinn augliti til auglitis á sér
stað verði rof á þessu flæði og þar af leiðandi truflun á þeim hæfileika mínum að
gera grein fyrir heiminum sem umlykur mig: ,Að mæta Hinum felur í sér að frelsi
mitt er dregið í efa ásamt þeirri skoðun að athafnir mínar séu sjálfsprottnar, að ég
hafi tak á hlutunum, þetta frelsi „kraftsins sem ryðst fram“, þessi viðtekni ofsi sem
leyfist allt, meira að segja að myrða“.18Truflunin frá Hinum sem brýtur upp sjálfs-
17 „Morðið bcitir það sem sleppur undan valdi ákveðnu valdi [...] Ég get ekki viljað drepa
annað en veru sem er algjörlega sjálfstæð, þann sem sleppur algjörlega undan valdi mínu
og stendur þar með ekki í andstöðu við það heldur lamar sjálft vald valdsins. Hinn er eina
veran sem ég get viljað drepa“ (Levinas, Totalitéet infini, bls. 216).
18 Levinas, Totalité et infini, bls. 339.