Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 62

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 62
60 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Hvað: að sýnast hafa ákveðna líkamlega eiginleika, svo sem kynfæri af ákveðinni tegund, kynhormón að ákveðnu magni, kynlitninga af ákveðnu tagi'3 Hvenœr: við fæðingu annars vegar, eftir skurðaðgerð hins vegar Viðmið: kynfæri, ky'nhormón og kynlitningar í framhjáhlaupi tel ég vert að við velmm fyrir okkur hversu stóru hlutverki kyn- staða gegnir í þjóðfélaginu og hvort hún eigi að gera það. Ef höfð er að leiðarljósi sú regla að hver sá greinarmunur sem gerður er á fólki sé því aðeins réttlætanlegur að honum sé ætlað að vernda einstaklinga eða taka tillit til sérstakra aðstæðna fólks af ákveðnum toga, má vel ímynda sér að kynstaða gegni of stóru hlutverki. Við ýmsar aðstæður er okkur gert að gefa upp kynstöðu okkar þegar aldeiHs óljóst er hvaða þörf sé á því. Umræða um þetta verður hins vegar að bíða betri tíma. Að fólkstegund séfélagsgerð Lesendur geta vel verið ósammála mér um hvernig gera eigi grein fyrir kyni og/ eða kynferði. Ég vona hins vegar að ljóst sé hvernig nota má veitingakenninguna um fólkstegundir til þess að gera grein fyrir einhverri ákveðinni fólkstegund sem félagsgerðri. Þá er tekinn sá eiginleiki sem um ræðir og fyllt inn í listann hér að ofan með það fyrir augum hvernig sá eiginleiki má vera veittur. Nú liggur beint við að spyrja að hvaða leyti veitingakenningin nær að gegna því hlutverki sem henni er ætlað. Getum við skýrt muninn á hluthyggju og félags- gerðarhyggju hvað varðar ákveðna fólkstegund með tilvísun í þá hugmynd að eiginleikinn sem um ræðir sé veittur? Tökum sem dæmi að vera flóttamaður. Hvernig getum við gert grein fyrir því að hvaða leyti það að vera flóttamaður er félagsgert með tilvísun í veitta eiginleika? Þetta er dálítið flókið tilfelli þar sem sú lagastaða að vera flóttamaður er veittur eiginleiki af viðkomandi yfirvöldum, en þegar tekist er á um hvort það að vera flóttamaður sé félagsgert er það ekki það sem um ræðir. Heldur er það að hlut- hyggjusinninn heldur því fram að það að vera flóttamaður sé bara það að hafa ákveðna lagalega stöðu, en félagsgerðarhyggjusinninn heldur að það sé eitthvað annað og meira. Veitingakenningin getur hjálpað okkur hér til að gera grein fyrir félagsgerðinni og hvað þetta „annað og meira“ er. Það sem skiptir máli félagslega, segir félagsgerðarsinninn, er að meint lagastaða setur einstaklingunum skorður. Fólkið er álitið vera flóttamenn og komið er fram við það á annan hátt af þeim sökum. Skorðurnar sem þeim eru settar eru langtum umfangsmeiri en leiðir af lagastöðunni einni og sér. Við getum því gert greinarmun á tveimur eiginleikum, lagastöðunni flóttamaður og öðrum veittum eiginleika: meinturflóttamaður. Laga- 13 Þetta býður upp á þann möguleika að manneskja hafi ákveðna kynstöðu enda þótt hún hafi enga þá eiginleika sem tilheyra viðmiðunum. Eg tel ekki að það sé galli. Til dæmis getur einstaklingur verið á pappírum af einhverju kyni og litið út fyrir að vera af því kyni allt sitt líf, enda þótt hann hafi óvenjulega líkamshluta, kynlitninga og hormónastarfsemi. Þetta er ekki algengt, en þó rökfræðilega mögulegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.