Hugur - 01.06.2009, Síða 99

Hugur - 01.06.2009, Síða 99
Manndómur 97 fyrirbæri en mörg kunn hugmyndasöguágrip vilja kannast við. í nýlegu verki um heimspeki nýaldar er þýskri heimspeki eftir daga Leibniz lýst sem „líflegasta tíma í hugmyndasögunni frá því að Akademía Platons stóð í blóma.“13 Að öllum lík- indum er þetta hárrétt athugað. Á námsárum Jóns, nánar tiltekið árið 1754, var gefin út í Kaupmannahöfn bók Sveins lögmanns Sölvasonar (1722-1782), sem nefnd var Tyro Juris.u I því verki, sem fjallar reyndar fyrst og fremst um íslensk lög en ekki náttúrurétt, skýrir Sveinn ágætlega út þá grunnhugmynd flestra náttúruréttarkenninga að skynsemi manns- ins dugi til þess að leiða okkur fyrir sjónir ófrávíkjanleg siðalögmál. Hverjum manni er meðfætt „hvar af Skensemen gefur ad þeckia, hvad Madur skal giora, og hvad ecke giora."15 Siðalögmál eru því, í einhverjum skilningi, aðgengileg hverju mannsbarni. Flokkar Sveinn þau sem Guðslög og aðgreinir þannig frá manna- setningum eða landslögum, sem skulu leidd af þeim fyrrnefndu.Tómas af Aquino hafði á miðöldum (og margir á eftir honum) haldið fram fjórskiptingu á lögum, þar sem Guðslögin voru þau eilífu lög sem bjuggu í skilningi Guðs.161 þeirri skiptingu voru náttúrulögin hlutur „ljóss skynseminnar“ í hinum eilífu lögum. Þau eru, með öðrum orðum, þau hlutlægu gildi sem ráða siðferðilegum ákvörðunum og þar með, ef allt gengur að óskum, lögum samfélagsins. Þótt náttúruréttur eigi að vera grundvöllur /agasetningar, snýst hann fyrst og fremst um að viðurkenna að óumbreytanleg siðferðileg lögmál liggi þar á bakvið. Hann er með öðrum orðum aldrei lögspekileg niðurstaða, heldur miklu fremur frumspeki- og siðfræðileg túlk- un sem oftar en ekki byggist á hlutlægum viðhorfum um gildi. Lögspekilegum hugtökum er beitt til þess að varpa ljósi á siðferði. Gera má ráð fyrir því að Jón hafi orðið fyrir áhrifum frá Sveini lögmanni, sem lauk námi töluvert fyrr. Nákvæmur samanburður á verkum þeirra verður svo sem ekki reyndur hér, en þess í stað látið duga að nefna þau atriði sem eru sígild í flest- um náttúruréttarkenningum og finnast hjá þeim báðum í einhverjum mæli. Fjögur slík atriði er vert að minnast á.171 fyrsta lagi aðgreininguna á náttúrulögum og einstökum lögum sem sett eru af einhvers konar löggjafarvaldi. I öðru lagi byggja náttúruréttarkenningar á hugmyndinni um grunngæði, eða h'fsgæði, sem komi öllum mönnum til góða. Menn gera kröfu til þess að allt vald þurfi að taka tillit 13 Martin Schönfeld,„German Philosophy After Leibniz", í S. Nadler (ritstj.)ví Companion to Early Modern Philosophy (Malden, MA: Blackwell, 2002), bls. 545. 14 Titill verksins í heild er TYRO JURIS edur Barn i Logum: Sem gejúr einfalda Undervisun ummpa Islendsku Lagavitsku og nu brukanlegan Rettargangs maata: Med samburde Fornra og Nyrra Rettarbota og Forordninga (Kaupmannahöfn: Niels Hans Moller, 1754). 15 'miO JURIS edurBarn i \jogttm, bls. 3. 16 Kaflar um lög úr helsta verki Tómasar Summa Theologiæ hafa verið gefnir út í íslenskri þýðingu: Tómas af Aquino, Um lög, íslensk þýðing Þórður Kristinsson, inngangur Garðar Gíslason (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004). Garðar gerir góða grein fyrir ofangreindri skiptingu á lögum í innganginum, bls. 51-54. 17 Samanburður við mannréttindi á einmitt vel við í þessu samhengi. Kjarni náttúruréttar er í því fólginn að af siðferðislegum skylduboðum hljóti menn ýmis réttindi og skyldur sem þurfa ekki á staðfestingu í lögum að halda til þess að vera til. í stað þess að tala um náttúruréttindi vísum við í mannréttindi. Sú breyting varð almenn um miðbik 20. aldar en á sér rætur frá því undir lok nýaldar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.