Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 99
Manndómur
97
fyrirbæri en mörg kunn hugmyndasöguágrip vilja kannast við. í nýlegu verki um
heimspeki nýaldar er þýskri heimspeki eftir daga Leibniz lýst sem „líflegasta tíma
í hugmyndasögunni frá því að Akademía Platons stóð í blóma.“13 Að öllum lík-
indum er þetta hárrétt athugað.
Á námsárum Jóns, nánar tiltekið árið 1754, var gefin út í Kaupmannahöfn bók
Sveins lögmanns Sölvasonar (1722-1782), sem nefnd var Tyro Juris.u I því verki,
sem fjallar reyndar fyrst og fremst um íslensk lög en ekki náttúrurétt, skýrir Sveinn
ágætlega út þá grunnhugmynd flestra náttúruréttarkenninga að skynsemi manns-
ins dugi til þess að leiða okkur fyrir sjónir ófrávíkjanleg siðalögmál. Hverjum
manni er meðfætt „hvar af Skensemen gefur ad þeckia, hvad Madur skal giora, og
hvad ecke giora."15 Siðalögmál eru því, í einhverjum skilningi, aðgengileg hverju
mannsbarni. Flokkar Sveinn þau sem Guðslög og aðgreinir þannig frá manna-
setningum eða landslögum, sem skulu leidd af þeim fyrrnefndu.Tómas af Aquino
hafði á miðöldum (og margir á eftir honum) haldið fram fjórskiptingu á lögum,
þar sem Guðslögin voru þau eilífu lög sem bjuggu í skilningi Guðs.161 þeirri
skiptingu voru náttúrulögin hlutur „ljóss skynseminnar“ í hinum eilífu lögum. Þau
eru, með öðrum orðum, þau hlutlægu gildi sem ráða siðferðilegum ákvörðunum
og þar með, ef allt gengur að óskum, lögum samfélagsins. Þótt náttúruréttur eigi
að vera grundvöllur /agasetningar, snýst hann fyrst og fremst um að viðurkenna að
óumbreytanleg siðferðileg lögmál liggi þar á bakvið. Hann er með öðrum orðum
aldrei lögspekileg niðurstaða, heldur miklu fremur frumspeki- og siðfræðileg túlk-
un sem oftar en ekki byggist á hlutlægum viðhorfum um gildi. Lögspekilegum
hugtökum er beitt til þess að varpa ljósi á siðferði.
Gera má ráð fyrir því að Jón hafi orðið fyrir áhrifum frá Sveini lögmanni, sem
lauk námi töluvert fyrr. Nákvæmur samanburður á verkum þeirra verður svo sem
ekki reyndur hér, en þess í stað látið duga að nefna þau atriði sem eru sígild í flest-
um náttúruréttarkenningum og finnast hjá þeim báðum í einhverjum mæli. Fjögur
slík atriði er vert að minnast á.171 fyrsta lagi aðgreininguna á náttúrulögum og
einstökum lögum sem sett eru af einhvers konar löggjafarvaldi. I öðru lagi byggja
náttúruréttarkenningar á hugmyndinni um grunngæði, eða h'fsgæði, sem komi
öllum mönnum til góða. Menn gera kröfu til þess að allt vald þurfi að taka tillit
13 Martin Schönfeld,„German Philosophy After Leibniz", í S. Nadler (ritstj.)ví Companion to
Early Modern Philosophy (Malden, MA: Blackwell, 2002), bls. 545.
14 Titill verksins í heild er TYRO JURIS edur Barn i Logum: Sem gejúr einfalda Undervisun
ummpa Islendsku Lagavitsku og nu brukanlegan Rettargangs maata: Med samburde Fornra og
Nyrra Rettarbota og Forordninga (Kaupmannahöfn: Niels Hans Moller, 1754).
15 'miO JURIS edurBarn i \jogttm, bls. 3.
16 Kaflar um lög úr helsta verki Tómasar Summa Theologiæ hafa verið gefnir út í íslenskri
þýðingu: Tómas af Aquino, Um lög, íslensk þýðing Þórður Kristinsson, inngangur Garðar
Gíslason (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004). Garðar gerir góða grein fyrir
ofangreindri skiptingu á lögum í innganginum, bls. 51-54.
17 Samanburður við mannréttindi á einmitt vel við í þessu samhengi. Kjarni náttúruréttar
er í því fólginn að af siðferðislegum skylduboðum hljóti menn ýmis réttindi og skyldur
sem þurfa ekki á staðfestingu í lögum að halda til þess að vera til. í stað þess að tala um
náttúruréttindi vísum við í mannréttindi. Sú breyting varð almenn um miðbik 20. aldar en
á sér rætur frá því undir lok nýaldar.