Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 182
180
Þorsteinn Vilhjálmsson
við rit annarra íslenskra höfunda um viðfangsefnin, og er þó af nógu að taka eins
og áður var lýst. Nú má vel vera að Erlendur telji sig engu að síður hafa lítið að
sækja til landa sinna og hafi frekar viljað draga að sér erlent efni, en hann skrifar
þó alltént á íslensku og fyrir íslenska lesendur. Af því leiðir að í huga lesandans
kallast Erlendur á við aðra hérlenda höfunda, hvort sem honum líkar betur eða
verr. Þetta er sérlega ljóst í notkun íslenskra fræðiorða en á ekki síður við um sjálft
efni máls. Þannig skerðir það verulega notagildi bókarinnar fyrir lesandann að
honum skuli ekki vera bent á tengt íslenskt lesefni og höfimdurinn láti eiginlega
eins og það sé ekki til.
En það hangir fleira á spýtunni en beinir hagsmunir þeirra sem lesa þessa til-
teknu bók. Það er ekkert launungarmál að ritstörf á íslensku eru litin hornauga í
stórum geirum íslenska fræðasamfélagsins. Menn segja þá eða hugsa sem svo að
það sem skrifað er á íslensku sé oft ekki aðgengilegt þeim sem best vita á viðkom-
andi fræðasviði, að það geti ekki verið eins mikilvæg nýsköpun og hitt sem birt er
á ensku, og svo framvegis. Þeir sem hafa reynt að skrifa á íslensku um alþjóðleg
viðfangsefni sín og fræðasvið vita þó fullvel að það krefst ekki síður skapandi
hugsunar en tjáning á ensku. Og hitt er h'ka dagljóst að skrif á íslensku á íslenskum
vettvangi hafa miklu meiri áhrif á stöðu vísinda og fræða á Islandi en það sem
menn skrifa á ensku fyrir erlendan vettvang. Það skýtur því skökku við ef þeir sem
sýna skilning á þessu í verki með eigin skrifiim vilja ekki lyfta undir shka starfsemi
almennt með þeim hætti sem hér um ræðir.
Bókin sem er tilefni þessarar greinar er gott framlag til fræðaiðkunar á Islandi.
Hún hefur ýmsa smágalla eins og flest mannanna verk en mesti gafli hennar er sá
að hún tengist ekki umfjöllun annarra íslenskra höfunda um svipuð efni. Hún ber
þess hins vegar glöggt vitni að höfundurinn hefur svo að segja „lifað með“ þessum
viðfangsefnum alla starfsævi sína. Hann er vel að sér um þau og hefur velt þeim
fyrir sér af yfirvegun og glöggskyggni. Bókin höfðar ekki til fjölmenns lesendahóps,
heldur einkum háskólanema í heimspeki. En sá hópur er mikilvægur og líklegur
til að flytja efni og boðskap bókarinnar áfram út í stærra samfélag. Fufl ástæða er
til að óska Erlendi Jónssyni til hamingju með vel unnið og fróðlegt eljuverk.18
Heimildaskrá
Andri S. Björnsson, Torfi Sigurðsson og Vigfús Eiríksson (ritstjórar), 1996. Er vit í vis-
indum?: Sex ritgerðir um vísindahyggju og vísindatrú. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Ágúst H. Bjarnason, 1931. Heimsmynd visindanna. Reykjavík: Háskóli íslands.
Ágúst H. Bjarnason, 1949-1954. Saga mannsandans, 1-5. [2. útg.]. Reykjavík: Hlaðbúð.
Björn Franzson, 1938. Efnisheimurinn. Reykjavík: Mál og menning.
18 Höfundur þakkar Sigrúnu Júlíusdóttur, Birni Þorsteinssyni og Eyju Margréti Brynjarsdóttur
góðan yíirlestur og athugasemdir. Ónefndur ritrýnir hefur einnig stuðlað að verulegum
bótum á greininni. Að lokum þakka ég Hermanni Þórissyni líkindafræðingi og prófessor
fróðlega og skemmtilega umræðu um þrautir Bertrands.