Hugur - 01.06.2009, Side 182

Hugur - 01.06.2009, Side 182
180 Þorsteinn Vilhjálmsson við rit annarra íslenskra höfunda um viðfangsefnin, og er þó af nógu að taka eins og áður var lýst. Nú má vel vera að Erlendur telji sig engu að síður hafa lítið að sækja til landa sinna og hafi frekar viljað draga að sér erlent efni, en hann skrifar þó alltént á íslensku og fyrir íslenska lesendur. Af því leiðir að í huga lesandans kallast Erlendur á við aðra hérlenda höfunda, hvort sem honum líkar betur eða verr. Þetta er sérlega ljóst í notkun íslenskra fræðiorða en á ekki síður við um sjálft efni máls. Þannig skerðir það verulega notagildi bókarinnar fyrir lesandann að honum skuli ekki vera bent á tengt íslenskt lesefni og höfimdurinn láti eiginlega eins og það sé ekki til. En það hangir fleira á spýtunni en beinir hagsmunir þeirra sem lesa þessa til- teknu bók. Það er ekkert launungarmál að ritstörf á íslensku eru litin hornauga í stórum geirum íslenska fræðasamfélagsins. Menn segja þá eða hugsa sem svo að það sem skrifað er á íslensku sé oft ekki aðgengilegt þeim sem best vita á viðkom- andi fræðasviði, að það geti ekki verið eins mikilvæg nýsköpun og hitt sem birt er á ensku, og svo framvegis. Þeir sem hafa reynt að skrifa á íslensku um alþjóðleg viðfangsefni sín og fræðasvið vita þó fullvel að það krefst ekki síður skapandi hugsunar en tjáning á ensku. Og hitt er h'ka dagljóst að skrif á íslensku á íslenskum vettvangi hafa miklu meiri áhrif á stöðu vísinda og fræða á Islandi en það sem menn skrifa á ensku fyrir erlendan vettvang. Það skýtur því skökku við ef þeir sem sýna skilning á þessu í verki með eigin skrifiim vilja ekki lyfta undir shka starfsemi almennt með þeim hætti sem hér um ræðir. Bókin sem er tilefni þessarar greinar er gott framlag til fræðaiðkunar á Islandi. Hún hefur ýmsa smágalla eins og flest mannanna verk en mesti gafli hennar er sá að hún tengist ekki umfjöllun annarra íslenskra höfunda um svipuð efni. Hún ber þess hins vegar glöggt vitni að höfundurinn hefur svo að segja „lifað með“ þessum viðfangsefnum alla starfsævi sína. Hann er vel að sér um þau og hefur velt þeim fyrir sér af yfirvegun og glöggskyggni. Bókin höfðar ekki til fjölmenns lesendahóps, heldur einkum háskólanema í heimspeki. En sá hópur er mikilvægur og líklegur til að flytja efni og boðskap bókarinnar áfram út í stærra samfélag. Fufl ástæða er til að óska Erlendi Jónssyni til hamingju með vel unnið og fróðlegt eljuverk.18 Heimildaskrá Andri S. Björnsson, Torfi Sigurðsson og Vigfús Eiríksson (ritstjórar), 1996. Er vit í vis- indum?: Sex ritgerðir um vísindahyggju og vísindatrú. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Ágúst H. Bjarnason, 1931. Heimsmynd visindanna. Reykjavík: Háskóli íslands. Ágúst H. Bjarnason, 1949-1954. Saga mannsandans, 1-5. [2. útg.]. Reykjavík: Hlaðbúð. Björn Franzson, 1938. Efnisheimurinn. Reykjavík: Mál og menning. 18 Höfundur þakkar Sigrúnu Júlíusdóttur, Birni Þorsteinssyni og Eyju Margréti Brynjarsdóttur góðan yíirlestur og athugasemdir. Ónefndur ritrýnir hefur einnig stuðlað að verulegum bótum á greininni. Að lokum þakka ég Hermanni Þórissyni líkindafræðingi og prófessor fróðlega og skemmtilega umræðu um þrautir Bertrands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.