Hugur - 01.06.2009, Síða 34

Hugur - 01.06.2009, Síða 34
32 Astríður Stefánsdóttir fyrir gagnrýni fötlunarfræðinnar á hið læknisfræðilega sjónarhorn í þeirri von að auka skilning og auðvelda samtal á milli þessara tveggja fræðigreina. I byrjun kynni ég siðferðisvandann; fósturgreiningar. Eg rek síðan þá hug- myndafræði sem mér virðist að sé grundvöllur hins læknisfræðilega sjónarhorns á fósturgreiningar. Ég mun því næst lýsa í hverju gagnrýni fötlunarfræðinnar á þetta sjónarhorn felst og hvernig læknisfræðin gæti svarað slíkri gagnrýni. I lokin dreg ég fram að þó að gagnrýni fötlunarfræðinnar á hina læknisfræðilegu sýn sé þörf áminning og að einhverju leyti réttmæt þá virðist mér að sú mynd sem þar er dregin upp af sjónarhóli læknisins geri honum ekki nægjanleg skil. Þar er litið fram hjá hugmyndafræðilegum grunni læknisfræðinnar og þeirri siðfræði sem hún byggir á og er þrátt fýrir allt lifandi í starfi lækna í dag. Með því að halda þeirri sýn til haga og vekja athygli á henni má finna flöt þar sem fötlunarfræðin og læknisfræðin geta sameinast í sýn sinni á manneskjuna. Vandinn: Fósturgreiningar A síðastliðnum áratugum hefiir tæknin gert okkur kleift að skyggnast inn í móðurkvið á meðgöngu og skoða og leggja mat á hið verðandi barn.6 Við getum í ljósi þessara athugana sett fram líkur á tilteknum breytileika og sjúkdómum. I sumum tilfellum getum við greint með beinum hætti einhverja þá þætti sem farið hafa úrskeiðis við myndun þessa barns. Geta það verið litningagallar eða bygging- arbreytileikar sem vitað er að valda ýmist smávægilegum einkennum hjá viðkom- andi einstaklingi eða geta jafnvel verið skýr og afgerandi orsök alvarlegra sjúk- dóma og jafnvel dauða.7 Sú þekking sem hér getur skapast er vandmeðfarin. I fyrsta lagi er oft einungis um að ræða líkindi á sjúkdómum. Hér eru því ekki gefin skýr svör um það sem hugsanlega er að. I öðru lagi má benda á að þótt við sjáum skýrt og greinilega að eitthvað sé óvenjulegt við fóstrið er ekki alltaf ljóst hversu mikil áhrif sá breytileiki mun hafa á líf þessa einstaklings.81 þriðja lagi þarf að hafa í huga að þótt við vitum nokkuð vel hvernig gallinn birtist í lífi einstaklingsins, þá getum við samt aldrei metið hvort það h'f sem viðkomandi mun lifa verði þess virði að lifa því, einfaldlega vegna þess að slíkt mat er aldrei hægt að leggja fyrirfram á hf nokkurs einstaldings. Við fósturgreiningu er í flestum tilvikum um að ræða uppgötvun á eiginleikum fósturs sem eru óbreytanlegir. Valkostir þeirra sem standa frammi fyrir upplýs- ingunum um þá eru því oftast að taka því sem að höndum ber, taka þeim einstakl- 6 Sjá t.d. grein Hildar Harðardóttur, „Þróun fósturgreiningar" (ritstjórnargrein), Lœknabladid, 5. tbl. 87 árg., 2001. 7 Sjá góða umfjöllun um möguleika læknisfræðinnar í Lœknab/aðinu, 5. tbl. 87 árg. 2001. Fræðigreinar í þessu tölublaði íjalkt allar um fósturrannsóknir. 8 Sjá sérstaklega umfjöllun um „anatomical soft markers" hjá Linn Getz, „Kerfisbundin leit að fóstrum með Downs heilkenni. Sögulegur bakgrunnur, vísindaleg þekking og siðfræði", Fylgirit 42 - Kerfisbundin leit að fósturgöllum, Lreknablaðið, 2001.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.