Hugur - 01.06.2009, Side 69

Hugur - 01.06.2009, Side 69
Hvernig hvetja siðferðisdómar? 67 er út frá þegar eðli siðferðisdóma er skoðað. Auðvitað er það (þekkingarfræðilega) mögulegt að siðferðileg orð tjái hugtök sem einnig eru tjáð með öðrum kunnug- legum orðum, jafnvel orðum sem ekki eru boðandi, eða að þau gegni einhverju allt öðru merkingarlegu hlutverki eins og ósanngildishyggjumenn halda fram. En við ættum ekki að heíja rannsókn á siðferðisumræðu með þeirri tilgátu að siðferðileg orð afriti einhver önnur orð úr tungumálinu fremur en að þau auki tjáningarmátt þess, eða að þau gegni allt öðru merkingarlegu hlutverki en orð sem sýna nokkurn veginn sömu setningarfræðilegu hegðun. Við ættum fyrir löngu að vera komin yfir það áhyggjuefni að viðurkenning á sui generis siðferðishugtökum muni leiða til tilvistar- eða þekkingarlegra skuldbindinga í líkingu við þær sem finna má í sið- ferðilegri innsæishyggju. Það er vel mögulegt að hugtökin sé sui generis en þó notuð um þætti í hinni félagslegu skipan eða notuð til að gera eitthvað allt annað en að vísa til hins raunverulega heims. Rétta nálgunin er að halda sig við þá sjálf- völdu tilgátu að um sé að ræða einstakt safn hugtaka og skoða hvað einkennir þau hugtök sem notuð eru í siðferðilegu og annars konar gildismati. Kvikni einhverjar sérstakar ástæður til að leggja siðferðishugtök að jöfnu við önnur hugtök eða til að draga þá ályktun að þau séu ekki réttnefnd hugtök þá verður að hafa það. Við ættum að halda huganum opnum eins og í hverri annarri fræðilegri rannsókn, en ég er ekki sannfærð um að sh'kar ástæður hafi fram að þessu verið afhjúpaðar. Þessi sjálfvalda tilgáta verður bakgrunnsforsenda í umræðunni sem á eftir fer. Með því að setja fram ofangreinda skoðun á siðferðishvöt tek ég afstöðu til verkunar siðferðishvatar líkt og sterkir hvatainnhyggjumenn gera. Ég andmæli þeirri skoðun þeirra að siðferðisdómar séu, þegar þeir hvetja, hvetjandi í sjálfum sér. Jafnframt hafna ég þeirri kenningu sem sterk hvatainnhyggja deilir með veikri hvatainnhyggju, sem er að gerandi geti ekki fellt siðferðisdóm nema hann finni fyrir viðeigandi hvöt. Skoðun mín á siðferðishvöt er ekki hin eina mögulega fyrir hvataúthyggjumann. Flestir úthyggjumenn hafa rakið siðferðishvöt til viljaafstöðu sem ekki felur í sér siðferðishugtök, til dæmis velviljaðrar löngunar gagnvart öðr- um eða löngunar til að geta réttlætt eigin hegðun frá hlutlausu sjónarhorni. Einnig er rétt að benda á að rök mín gegn hvatainnhyggju beinast aðeins að kenningunni sem veik og sterk hvatainnhyggja deila. Það er mögulegt að samrýma höfnun þessarar kenningar þeirri skoðun að pegar siðferðisdómar eru hvetjandi þá séu þeir það af sjálfum sér. Sumir sem laðast hafa að hvatainnhyggju kunna að halda að þetta sé kjarni þess sem satt er í þeirri kenningu, jafnvel þótt hún sé oftast sett fram sem fullyrðing um nauðsynleg tengsl milli siðferðisdóma og hvata. Skoðunin á siðferðishvöt sem ég hef sett fram hefur verið vænd um að vera „gróf siðferðileg sálarfræði“ (Copp 1996). Ég játa mig seka. Skoðun mín er grófgerð að því leyti að hún gefur okkur yfirborðskenndan skilning á því af hverju einhver finnur fyrir hvöt af siðferðisdómum sínum, en það kemur ekki í veg fyrir að hún sé rétt svo langt sem hún nær. Án vafa er dýpri skýring möguleg á því hvers vegna siðferðisdómar hafa hvetjandi áhrif á fólk en sennilega mun skýringin vera breyti- leg frá einu tilfelli til annars. Varla er til eitthvert eitt sálfræðilegt einkenni sem viðheldur hneigð til að finna fyrir hvöt af siðferðisdómum sínum. Ég held því aðeins fram að ef við höfum dæmi um sanna siðferðishvöt — þ.e. viðkomandi finn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.