Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 69
Hvernig hvetja siðferðisdómar?
67
er út frá þegar eðli siðferðisdóma er skoðað. Auðvitað er það (þekkingarfræðilega)
mögulegt að siðferðileg orð tjái hugtök sem einnig eru tjáð með öðrum kunnug-
legum orðum, jafnvel orðum sem ekki eru boðandi, eða að þau gegni einhverju allt
öðru merkingarlegu hlutverki eins og ósanngildishyggjumenn halda fram. En við
ættum ekki að heíja rannsókn á siðferðisumræðu með þeirri tilgátu að siðferðileg
orð afriti einhver önnur orð úr tungumálinu fremur en að þau auki tjáningarmátt
þess, eða að þau gegni allt öðru merkingarlegu hlutverki en orð sem sýna nokkurn
veginn sömu setningarfræðilegu hegðun. Við ættum fyrir löngu að vera komin yfir
það áhyggjuefni að viðurkenning á sui generis siðferðishugtökum muni leiða til
tilvistar- eða þekkingarlegra skuldbindinga í líkingu við þær sem finna má í sið-
ferðilegri innsæishyggju. Það er vel mögulegt að hugtökin sé sui generis en þó
notuð um þætti í hinni félagslegu skipan eða notuð til að gera eitthvað allt annað
en að vísa til hins raunverulega heims. Rétta nálgunin er að halda sig við þá sjálf-
völdu tilgátu að um sé að ræða einstakt safn hugtaka og skoða hvað einkennir þau
hugtök sem notuð eru í siðferðilegu og annars konar gildismati. Kvikni einhverjar
sérstakar ástæður til að leggja siðferðishugtök að jöfnu við önnur hugtök eða til að
draga þá ályktun að þau séu ekki réttnefnd hugtök þá verður að hafa það. Við
ættum að halda huganum opnum eins og í hverri annarri fræðilegri rannsókn, en
ég er ekki sannfærð um að sh'kar ástæður hafi fram að þessu verið afhjúpaðar. Þessi
sjálfvalda tilgáta verður bakgrunnsforsenda í umræðunni sem á eftir fer.
Með því að setja fram ofangreinda skoðun á siðferðishvöt tek ég afstöðu til
verkunar siðferðishvatar líkt og sterkir hvatainnhyggjumenn gera. Ég andmæli
þeirri skoðun þeirra að siðferðisdómar séu, þegar þeir hvetja, hvetjandi í sjálfum
sér. Jafnframt hafna ég þeirri kenningu sem sterk hvatainnhyggja deilir með veikri
hvatainnhyggju, sem er að gerandi geti ekki fellt siðferðisdóm nema hann finni
fyrir viðeigandi hvöt. Skoðun mín á siðferðishvöt er ekki hin eina mögulega fyrir
hvataúthyggjumann. Flestir úthyggjumenn hafa rakið siðferðishvöt til viljaafstöðu
sem ekki felur í sér siðferðishugtök, til dæmis velviljaðrar löngunar gagnvart öðr-
um eða löngunar til að geta réttlætt eigin hegðun frá hlutlausu sjónarhorni. Einnig
er rétt að benda á að rök mín gegn hvatainnhyggju beinast aðeins að kenningunni
sem veik og sterk hvatainnhyggja deila. Það er mögulegt að samrýma höfnun
þessarar kenningar þeirri skoðun að pegar siðferðisdómar eru hvetjandi þá séu þeir
það af sjálfum sér. Sumir sem laðast hafa að hvatainnhyggju kunna að halda að
þetta sé kjarni þess sem satt er í þeirri kenningu, jafnvel þótt hún sé oftast sett
fram sem fullyrðing um nauðsynleg tengsl milli siðferðisdóma og hvata.
Skoðunin á siðferðishvöt sem ég hef sett fram hefur verið vænd um að vera „gróf
siðferðileg sálarfræði“ (Copp 1996). Ég játa mig seka. Skoðun mín er grófgerð að
því leyti að hún gefur okkur yfirborðskenndan skilning á því af hverju einhver
finnur fyrir hvöt af siðferðisdómum sínum, en það kemur ekki í veg fyrir að hún
sé rétt svo langt sem hún nær. Án vafa er dýpri skýring möguleg á því hvers vegna
siðferðisdómar hafa hvetjandi áhrif á fólk en sennilega mun skýringin vera breyti-
leg frá einu tilfelli til annars. Varla er til eitthvert eitt sálfræðilegt einkenni sem
viðheldur hneigð til að finna fyrir hvöt af siðferðisdómum sínum. Ég held því
aðeins fram að ef við höfum dæmi um sanna siðferðishvöt — þ.e. viðkomandi finn-