Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 163
Utdráttur úr Ritgerd um manneðlið
161
dæmi um samband orsakar og afleiðingar og nokkurt annað sem við þekkjum,
annaðhvort með skynhrifum eða íhugun. Við skulum því rannsaka það. Það er
augljóst að kúlurnar tvær snertust áður en hreyfingunni var miðlað og að það var
ekkert bil milli höggsins og hreyfingarinnar. Samlœgi í tíma og rúmi er þess vegna
nauðsynlegt atriði fyrir virkni allra orsaka. Ennfremur er augljóst að hreyfingin
sem var orsökin fer á undan hreyfingunni sem var afleiðingin. Undanfór í tíma er
því annað nauðsynlegt atriði hjá hverri orsök. En þetta er ekki allt. Prófum aðrar
kúlur af sömu tegund í svipuðum aðstæðum og við munum alltaf komast að raun
um að högg annarrar veldur hreyfingu hjá hinni. Hér er því priðja atriðið, það er
stöðugjylgni milli orsakar og afleiðingar. Sérhvert fyrirbæri \object\ sem er eins og
þessi orsök framkaUar ætíð eitthvert fyrirbæri sem er eins og þessi afleiðing. Um-
fram þessi þrjú atriði sem eru samlægi, undanför og stöðug fylgni finn ég ekkert
hjá þessari orsök. Fyrri kúlan er á hreyfingu, snertir þá síðari, og hún fer strax á
hreyfingu. Og þegar ég prófa tilraunina með sömu eða svipuðum kúlum, í sömu
eða svipuðum kringumstæðum, kemst ég að raun um að við hreyfingu og snert-
ingu annarrar kúlunnar fylgir ætíð hreyfing hinnar í kjölfarið. Hvernig sem ég velti
þessu efni og hvernig sem ég rannsaka það finn ég ekkert frekar.
Þessu er svona háttað þegar bæði orsök og afleiðing blasa við skilningarvitunum.
Við skulum nú athuga á hverju ályktun okkar byggist þegar við ályktum af einu
að annað hafi verið til eða verði til. Hugsum okkur að ég sjái kúlu hreyfast í beina
línu í átt til annarrar. Ég álykta undireins að þær skelli saman og að hin kúlan
muni hreyfast. Þetta er ályktun frá orsök til afleiðingar og af þessari gerð eru allar
rökleiðslur í hversdagsh'fi okkar. A þessari ályktun byggist öll trú okkar á söguna,
og til hennar á öll heimspeki rætur að rekja, að rúmfræði og talnafræði einum
undanteknum. Ef við getum útskýrt ályktunina út frá árekstri tveggja kúlna þá
munum við geta gert grein fyrir þessari aðgerð hugans í öllum tilvikum.
Væri maður, eins og til dæmis Adam, skapaður með fúllri skilningsgáfu, án
reynslu, mundi hann aldrei geta ályktað um hreyfingu hjá síðari kúlunni af hreyf-
ingu og höggi hinnar fyrri. Það er ekki neitt sem rökvitið [reason] sér í orsökinni
sem kemur okkur til að álykta um afleiðinguna. Shk ályktun, væri hún möguleg,
mundi jafngilda röklegri sönnun eða rökleiðslusönnun [demonstration], með því
að hún byggðist einungis á samanburði hugmynda. En engin ályktun frá orsök til
afleiðingar jafngildir rökleiðslusönnun, og er þetta því til sönnunar: Hugurinn
getur alltaf hugsað sér að hvaða afleiðingu sem er leiði af hvaða orsök sem er, og
reyndar að hvaða atburður sem er fylgi í kjölfar annars. Hvaðeina sem við hugsum
okkur er mögulegt, alltént í frumspekilegum skilningi. En hvar sem rökleiðslu-
sönnun á sér stað er hið gagnstæða ómögulegt og felur í sér mótsögn. Það er því
enginn rökleiðslusönnun fyrir fylgni orsakar og afleiðingar. Og þetta er regla sem
er almennt viðurkennd af heimspekingum.
Það hefði því verið nauðsynlegt fyrir Adam (væri hann ekki fyhtur guðlegum
innblæstri) að hafa haft reynslu af afleiðingunni sem fylgdi árekstri þessara tveggja
kúlna. Hann yrði að hafa séð, í nokkrum tilvikum, að þegar önnur kúlan rakst á
hina þá fór hin síðarnefnda alltaf að hreyfast. Hefði hann séð nægilegan fjölda
dæma af þessu tæi þá hefði hann, hvenær sem hann sá aðra kúluna hreyfast f átt