Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 173

Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 173
Undir regnbogann 171 Ég tel þess vegna að hægri dálkurinn lýsi því sem Erlendur vildi sagt hafa en sá vinstri gefi að minnsta kosti villandi mynd af því. Þá fjallar höfundur um það sem kallað er á ensku „uniformity of nature“ (97) og þýðir það sem „lögmálið um löggengi náttúrunnar“. Það getur hvorki talist heppi- leg né ljós þýðing. I fyrsta lagi hefur „uniformity11 miklu frekar merkinguna ,sam- ræmi, samkvæmni, einsleitni', sbr. orðabækur, og í öðru lagi hefiir orðið ,löggengi‘ verið notað um allt annað. Þannig hafa bæði Þorsteinn Gylfason og höfundur þessarar greinar haft það um ,weak causality* en ,nauðgengi‘ hafa þeir þá á móti um ,strong causality'.2 Þetta er dæmi um það sem fj allað verður nánar um hér á eftir, að bókin er ekki í nægilegum tengslum við annað sem unnið hefur verið á íslensku á sömu sviðum. Fimmti kafli bókarinnar fj allar um líkur eða líkindi í vísindum. Það er snúið viðfangsefni sem er yfirleitt talið til vísindanna sjálfra frekar en til vísindaheim- speki. Þannig er líkindafræði ein af undirgreinum stærðfræðinnar nú á dögum og iðkuð af krafti í nánum tengslum við aðra stærðfræði. Líkindafræði og tölfræði er til dæmis mjög beitt í hefðbundnum eðlisvísindum við úrvinnslu mælinga og fleira slíkt, og er þá fylgt hefðum sem mótast hafa á síðustu einni til tveimur öld- um. Beiting h'kinda í félagsvísindum er af sama meiði. Einnig kemur Hkindafræði við sögu með sérstökum og nýstárlegum hætti í skammtafræði sem varð til á fyrstu áratugum 20. aldar. Með hliðsjón af öllu þessu er ekki ljóst að tæknileg fjöllun um líkindafræði eigi heima í bók sem þessari. Alltént kemur sumt af því sem þarna er sagt nokkuð spánskt fyrir sjónir3 jafnframt því sem ef til vill er verið að íþyngja heimspekinemum í grunnnámi að óþörfu með svo erfiðu efni. Þriðji hluti bókarinnar fjallar um þróun vísinda en hún hefur einmitt verið fræðimönnum 20. aldar afar hugleikin. Erlendur Jónsson er meðal annars vel að sér um pósitífisma og tilleiðslu og fjallar um þau efni á glöggan hátt og af þekk- ingu. A bls. 176 segir hann að eiginlegur pósitífismi sé varla til lengur. Það má vel til sanns vegar færa að því er varðar hugvísindin; nú á dögum er leitun að heim- spekingi eða hugvísindamanni sem aðhyflist einfaldanir póstitífismans. Hins vegar hefur hugsanagangur pósitífismans löngum höfðað til raunvísindamanna, til dæmis þær kjarnahugmyndir pósitífista að sönn eða raunveruleg þekking fáist eingöngu með skynfærum okkar og okkur beri að forðast frumspekilegar vanga- veltur. Þó að svo einfaldar hugmyndir kunni einnig að hafa látið undan síga á þeim vígstöðvum á 20. öld er langt í frá að pósitífisminn sé horfinn af vellinum. 2 Sjá til dæmis Þorsteinn Gylfason, 1996; Þorsteinn Vilhjálmsson, 1996. 3 Þannig er meðferðin á „Bertrandsöskjunni" (116) óþarflega óljós, samanber til dæmis flettuna „Bertrands box paradox" á Wikipediu. Það sem kallað hefur verið „þverstæða Bertrands" (116-117) stafar af því að nauðsynlegt er að skilgreina nánar hvað átt sé við með því að strengurinn AB sé „valinn af handahófi“ eða með öðrum orðum hver sé líkindadreifing strengjanna í upphafi. Ef það er gert hverfur þverstæðan. Þetta er tiltölulega augljóst þeim sem hafa fengið nokkra þjálfun í stærðfræðilegri hugsun um líkindi. - Stærðfræðilegi eðlis- fræðingurinn Edwin Jaynes leysti málið endanlega árið 1973 tneð því að sýna fram á að í raun sker ein lausn sig úr þegar beitt er eðlilegum og algengum viðbótarskilyrðum. — Sjá „Bertrand’s paradox“ í Wikipediu, tilvísanir þar og annað veflægt efni sem finna má með Google.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.