Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 8

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 8
6 Eyja Margrét Brynjarsdóttir ekki ljóst fyrir en stundum hafa verið reifaðar hugmyndir um að heimspekin sé þjökuð af einhvers konar tilvistarkreppu sem geti valdið bæði þessu og niður- rifsstílnum sem minnst var á. Rétt er að benda á að konur í heimspeki hafa víða um heim myndað með sér samtök, meðal annars í því skyni að efla heimspekiiðkun kvenna. Alþjóðlegu sam- tökin IAPh (IntemationalAssociation ofWomen Philosophers) hafa staðið fyrir ráð- stefnum á þriggja ára fresti en sérstaklega öflug eru hin bandarísku SWIP (Society for Women in Philosophy) og hin bresku SWIPUK. Einnig má nefna hin kanadísku CSWIP og hin norrænu Nordic Network for Women in Philosophy. Nýlega hefur borið á tilraunum til markvissra aðgerða, t.a.m. gerðu AAP, samtök heimspekinga í Eyjaálfu, rannsókn á árunum 2007-2008 á stöðu kvenna í heimspeki7 og regn- hlífarhópurinn Women in Philosophy Task Force sækir í sig veðrið. Þegar ég hóf nám í heimspeki við Háskóla Islands fyrir 20 árum hafði engin íslensk kona lokið doktorsprófi í heimspeki og sárafáar höfðu lokið meistaranámi. Nokkrum árum síðar, þegar ég hóf framhaldsnám í Bandaríkjunum, voru þau skipti teljandi á fingrum annarrar handar sem ég hafði heyrt konu flytja heim- spekifyrirlestur og ég hafði aldrei setið í tíma hjá kvenkyns heimspekikennara. A þessum árum var Hugur að hefja göngu sína og greinar eftir konur voru þar vægast sagt fátíðar. Fyrstu 11 ár Hugar, 1988-1999, kom ritið út 9 sinnum. Á þessum tíma birtust tvær greinar skrifaðar af konu: „Frelsi, samfélag og fjölsl<ylda“ í 6. árgangi 1:993—r994 °g „Heimspekingar um eðli kvenna: Frá Aristótelesi til Gunnars Dal“ í io./ii. árgangi 1998-1999, báðar eftir Sigríði Þorgeirsdóttur. I þeim 17 heftum Hugar sem komið hafa út fram að þessu hafa greinar eftir karla samtals verið 118 og greinar eftir konur 14.8 Rúmur helmingur heftanna, eða 9 hefti, hefur verið alveg kvenmannslaus. 110 heftum hefur verið viðtal og hafa þau öll með tölu ein- kennst af því sem stundum er kallað andleg samkynhneigð karla: karl ræðir við karl. Hver svo sem ástæðan er fyrir þessu má teljast ljóst að sú mynd sem lesendum Hugar hefur verið færð er að konur stundi ekki heimspeki nema í algjörum undan- tekingartilfellum. Því er þessi 21. árgangur Hugar tileinkaður heimspeki kvenna. Þetta ætti að eiga vel við árið 2009, sem er 250. afmælisár enska heimspekingsins og kvenréttindafrömuðarins Mary Wollstonecraft. Það er nefnilega mikilvægt að konur séu sýnilegar sem heimspekingar. Meðal annars skiptir það máli fyrir þær konur sem stunda heimspekinám, eða hugleiða að hefja sh'kt nám, að sjá að heimspekiiðkun sé eitthvað sem aðrar konur hafi lagt fyrir sig. Þegar við veljum okkur náms- og starfsvettvang hljótum við að máta okkur í huganum við þau hlutverk sem því fylgja. Mun erfiðara er að máta sig við hlutverk þar sem fyrirmyndirnar eru ólíkar okkur sjálfum. Nauðsynlegt er að geta tahð sig eiga heima í viðkomandi námi og starfi. Eiginlega verð ég að játa að eftir að hafa tekið saman tölurnar um kynjahlutföllin í Hug á fyrri árum er mér svo brugðið að ég átta mig ekki lengur á því hvernig ég tolldi í heimspekinámi. 7 „Improving the Participation of Women in the Philosophy Profession", Australasian As- sociation of Philosophy, 2008, http://aap.org.au/women/reports/index.html. 8 Til einfbldunar er aðeins miðað við efni sem kallast „grein", „fyrirlestur" eða „þýðing“ og ritdómar og greinar um bækur því ekki talin með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.