Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 130

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 130
128 Róbert Jack un, sem hann kallar félags- og tilfinninganám (e. social and emotional learning, skammstafað SEL), fyrir slíkt.9 Spurningin er þá að hve miklu leyti sé réttmætt að beina gagnrýni um að tilfinningagreind sé ranglega notuð í skólum til að kenna siðferðisþroska að Goleman sjálfum frekar en þeim sem standa að sh'kri beitingu. Um þetta ætla ég ekki að fjölyrða frekar enda ekki markmið þessarar ritgerðar. Ég held þó sem sagt að Kristján hafi mikið til sinna efasemda um að tilfinninga- greind geti verið breið undirstaða menntunar, þótt ég efist um að gagnrýni hans á Goleman sé að öllu leyti réttmæt. Hitt stendur þá eftir hvort gagnrýni Kristjáns sýni fram á að rit Golemans sé forheimskandi sjálfshjálparrit. I fyrsta lagi virðist gagnrýnin ekki vera það hörð og beinast að sumu leyti frekar að því hvernig menn hafa notað skrif hans í menntun, heldur en hvað hann segir sjálfur. I öðru lagi segir Kristján sjálfur að gagnrýni hans gangi ekki á milli bols og höfuðs á tilfinninga- greind og Goleman þótt hann telji grunngildi rits Golemans e.t.v. liggja í því að beina lesendum þess að Aristótelesi.10 Mér sýnist því varla hægt að byggja stað- hæfingu um forheimskun sjálfshjálparrita á gagnrýninni á Goleman. Víkjum þá að Elliot Cohen. Kristján segir hann vekja upp gamaldags tvíhyggju tilfinninga og skynsemi þar sem hlutverk skynseminnar sé að halda aftur af til- finningunum; Cohen geri því jafnframt skóna að hann fylgi Aristótelesi að málum en tali svo gegn hugmyndum hans. Ég er sammála Kristjáni um að Cohen tali stundum með þessum hætti og Kristján kann að hafa rétt fyrir sér um að Cohen fylgi ekki hugmyndum Aristótelesar eins vel og hann telur sjálfur (sem varla getur þó talist stór glæpur). Mér virðist Kristján þó heldur ósanngjarn í garð Cohens af tveimur ástæðum. Hin fyrri er að það að „kreppa viljavöðvann", eins og Cohen orðar það, til að halda aftur af hvötum hlýtur í sumum tilfellum að vera nauðsyn- legt og hin síðari er að þetta er alls ekki sterkasta myndin sem maður fær af um- fjöllun Cohens um hvernig maður skyldi umgangast tilfinningarnar. Varðandi hið fyrra segir Kristján reyndar að Aristóteles tali um að það geti verið æskilegt að halda aftur af tilfinningum, en hinn dygðugi þurfi þó ekki á þessu að halda heldur eigi hvatir hans hlutdeild í skynseminni og séu samstíga henni.11 Þannig hafnar Aristóteles því að sjálfsagi sé dygð og þessa skoðun hans virðist Kristján telja hið besta viðhorf til tilfinninga og skynsemi. Ég get verið sammála um að sh'kur samhljómur slcynsemi og tilfinninga sé dásamlegt og verðugt mark- mið. Ég get þó ekki fellt mig við að þar með sé það gagnrýnivert að leitast stund- um við að halda aftur af ákveðnum hvötum. Ekki af því það sé svo göfugt heldur af því að fullkomið samræmi tilfinninga og skynsemi fæst ekki í vöggugjöf. Á leiðinni að fullkomnuninni, sem Cohen segir reyndar að við náum varla,12 hlýtur að vera mikilvægt að halda aftur af hvötum sínum undir vissum kringumstæðum, til dæmis þegar hvatirnar krefja mann um að dreifa gróusögum um þann sem manni finnst að hafi móðgað sig. Cohen kann einfaldlega að telja lesendur sína á 9 Kristján Kristjánsson (2006: 39). 10 Kristján Kristjánsson (2006: 55). 11 Kristján Kristjánsson (2005: 680-681). 12 Cohen (2003:18).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.