Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 175
Undir regnbogann
173
í 3-5 ár kann að vera vit í að setja inn á það tré og trjálundi en ef við ætlum því að
standa í 20 ár er vissara að gera það ekki, og sleppa líka rofabörðunum!
Þessari niðurstöðu má lýsa þannig að sum fyrirbæri í umhverfi okkar séu svo
varanleg og veigamikil að réttlætanlegt sé að telja þau til landslags en önnur séu
ýmist svo lítilíjörleg eða svo hverful að við erum ekki vön að telja þau til landslags.
Og þó að við gerum þennan fýrirvara er engu að síður hollt að hafa í huga að
jafnvel landslagið breytist með tímanum ef við bíðum nógu lengi.
Nú á dögum notum við mörg mismunandi kort til að lýsa landsvæðum eða
borgum: kort sem sýna eingöngu eða leggja megináherslu á þá hlið veruleikans
sem skiptir okkur mestu hverju sinni. Stundum viljum við kort sem sýna sem best
landslagið, fjöllin og dalina, en í annan tíma höfum við mestan áhuga á vegakerfi
og vegalengdum. Og svo eru til kort sem sýna gróðurfar sérstaklega, jarðfræði
svæðisins eða eitthvað enn annað. Öll eru þessi kort vonandi góð til síns brúks þó
að þeim sé hreint ekki ætlað að lýsa öllum hliðum „veruleikans“ til hh'tar.
Einnig er vert að taka eftir því að aðferðir við kortagerð breytast í sífellu með
tímanum, bæði vegna þess að ný tækni kemur fram, menn gera nýjar kröfur, setja
sér ný markmið og svo framvegis. Oft ræða kortagerðarmennirnnir shkar breyt-
ingar sín á milli enda eru það yfirleitt þeir sem koma þeim á, eða telja sig að
minnsta kosti gera það, og standa fast á því að þannig skuli það vera. Þegar tíminn
h'ður og kortagerðinni fleygir fram verða þessar breytingar sífellt margslungnari
og djúptækari og getur þá farið svo að sérstakir menn úr hópi kortagerðarmanna
sérhæfi sig í þess konar viðfangsefnum.
En nú kemur til sögunnar nýr hópur manna sem vilja skoða kortagerðina sem
shka, aðferðir kortagerðarmannanna, viðhorf þeirra og markmið, án þess að þeir
hafi endilega nokkurn tímann unnið við kortagerð sjálfir. Þessir menn eru vísir til
að kalla sig kortagerðarfræðinga eða kenna sig jafnvel við kortagerðarheimspeki.
Þeir lýsa viðfangsefni sínu, kortagerðinni, samviskusamlega og eftir bestu getu, og
öðru hverju koma þeir auga á ýmislegt sem kortagerðarmennirnir höfðu aldrei
hugsað út í. Stundum hafa þessir nýju menn lítil sem engin samskipti við korta-
gerðarmennina, vegna þess hvað nágrannakrytur er algengur í mannheimum, og
þarf þá ekki að orðlengja það að áhrif aðferðafræðinganna eða heimspekinganna
á kortagerðina verða mjög í skötuhki. En í annan tíma tekst kannski betur til,
kortagerðarmennirnir kynna sér það sem hinir segja og finnst jafnvel sumt af því
athyglisvert, merkilegt eða óvænt. Stundum láta menn ef til vill ekki nægja að
mynda sér skoðun, heldur taka mark á fræðingunum í verki með því að breyta
aðferðum sínum eða viðhorfum. Þannig verður leið kortagerðarfræðinganna undir
regnbogann enn lengri en hjá flestum öðrum; landslagið sem þeir ætluðu að lýsa
breytist fyrir þeirra eigin tilverknað.
I stað kortagerðarinnar í þessari dæmisögu getum við nú sett vísindin og spurt:
Hvað eru vísindi, hvernig vinna þau, hver eru helstu einkenni þeirra, hvernig
tengjast þau innbyrðis, hvernig skerum við úr því hvað er vísindi og hvað ekki, og
svo framvegis. Við notum að vísu yfirleitt ekki venjuleg kort til að lýsa vísindum
en í staðinn notum við orð og texta. Nákvæmt kort í stórum mælikvarða samsvarar
þá löngum texta þar sem menn reyna að lýsa „veruleikanum“ rækilega en yfirhts-