Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 56
54
Asta Kristjana Sveinsdðttir
hátt. Hann dæmir víti ef honum sýnist sem svo hafi verið. Hann getur náttúrulega
haft rangt fyrir sér, en vítið stendur samt sem áður. I þessu tilfelli eru það ekki
hreyfingar líkamsparta innan vítateigs sem ráða gangi leiksins, heldur mat dóm-
arans á því hvaða hreyfingar áttu sér stað.
Þegar leggja skal til að ákveðinn eiginleika beri að líta á sem veittan, eru fimm
meginatriði sem þarf að tiltaka:
Eiginleikv. hver eiginleikinn er, t.d. að vera guðþóknanleg, vinsæll, rang-
stæð (í fótbolta).
Hver. hverjir gerendurnir eru sem veita eiginleikana, t.d. grísku guðirnir,
fótboltadómarinn, rektor, skólaklíkan, samfélagið í heild sinni, eða ein-
hverjir hlutar þess.
Hvað: hvaða viðhorf, ástand, orðgjörð, dómur, tilfinningar eða annað um
ræðir.
Hvenœr: við hvaða aðstæður veitingin fer fram, t.d. eðlilegar eða kjör-
aðstæður, nú eða einhverjar tilteknar aðstæður. Einnig getur verið um að
ræða síveitingu (ítrun).
Viðmið: hvort verið sé að miða við eitthvað þegar veitingin fer fram, t.d.
hreyfingar innan vítateigs, eða að einhverjum skilyrðum sé fullnægt. Við-
miðunin þarf ekki að vera meðvituð.
Veitingakenning um félagsgerð fólkstegunda
Hugmyndin um veitta eiginleika getur, að mínu mati, hjálpað okkur að skilja hvað
um er að ræða þegar tekist er á um hvort eitthvað sé félagsgert. Spurningin verður
þá hvort eiginleikinn sé veittur, og ef svo er, hvernig og af hverjum. Fólkstegundin
sem um ræðir er þá félagsgerð ef eiginleikinn, sem ræður því að viðkomandi
manneskja tilheyrir ákveðinni fólkstegund, er veittur. Andmælandinn heldur því
hins vegar fram að eiginleikinn sé ekki veittur, heldur t.d. náttúrulegur. Sem dæmi
má nefna að fólkstegundin konur er félagsgerð ef eiginleikinn að vera kona er
veittur.
Ég tel að félagsgerðarsinnar geti fallist á veitingakenninguna um félagsgerð. Það
sem þá mun helst greina á um er hvernig veitingin fer fram og þar skipta smá-
atriðin gjarnan miklu máli.
Mig langar að bera saman veitingakenningu um félagslega eiginleika og tvær
aðrar kenningar, það að eiginleikarnir séu viðbragðsháðir (e. response-dependent),
annars vegar, og skilgreiningarkenningu (e. constitution) hins vegar.
Hugmyndin um að eiginleiki sé viðbragðsháður er eftirfarandi:
* er F ef og aðeins ef (eff) x veldur viðbrögðum Fhjá geranda G við
aðstæðurÆ