Hugur - 01.06.2009, Síða 107
Manndómur
105
lægur mælikvarði á siðferðið. Náttúruréttur krefst þess ekki að við vísum í sköpun
heimsins eða sérstaka stöðu mannsins í heiminum. Þvert á móti geta breyskleiki
mannsins og tilgangsleysi mannlegs lífs, ef við skiljum tilgang sem sérstakt hlut-
skipti innan sköpunarverksins, sem best fylgt náttúrurétti. Með því að taka saman
helstu atriðin í náttúruréttarkenningum nýaldar sem þróuðust í verkum rök-
hyggjumanna má fá augastað á siðfræði sem getur reynst bærilegasta haldreipi í
heimspekilegum vangaveltum.
Þorsteinn Gylfason skrifaði skemmtilega grein sem birtist í Hug árið 2002 þar
sem hann fjallaði um hvort Magnús Stephensen (1768-1833), fyrsti dómsstjóri
Landsyfirréttar, hefði aðhyllst náttúrurétt.''91 grein sinni styðst Þorsteinn við „eina
einustu heimild", en það var ræða sem Magnús flutti við fyrstu setningu hins kon-
unglega íslenska landsyfirréttar árið 1801. Niðurstaða Þorsteins er af tvennum toga.
Annars vegar telur hann sig ekki sjá í ræðunni nokkur merki þess að Magnús telji
að náttúruréttur sé grundvöllur annars réttar.50 Hann álítur að Magnús sé að tala
um siðferði þegar hann nefnir náttúrulög.51 Hins vegar heldur Þorsteinn því fram
að Magnús hugsi um náttúrurétt eins og við gerum flest, þ.e. „út frá farsæld lands
og lýðs“, sem Þorsteinn telur vera dæmi um hreina nytjastefnu. Hann viðurkennir
þó að hann hafi ekki minnsta hugboð um hvaðan Magnús ætti að hafa þá hug-
mynd, „eða hvernig hann hugsaði hana upp sjálfur ef hún var hans eigin smíð.“52
Það er harla ólíklegt að Magnús Stephensen hafi diktað upp nytjahyggju um
aldamótin 1800. Á því sem Þorsteinn telur sig sjá kann að vera einföld skýring.
Þorsteinn nefnir einnig frumþarfir sem hann telur alla kannast við, og leiðir af
þeim rétt til matar, h'knar og menntunar. Hann bætir við, að við hugsum ekki um
þessi réttindi útfrá náttúrurétti því hjá okkur sé hann „dáðlaus og máttvana."53 Að
sjálfsögðu er það líklega rétt, að í samtímanum er engum tamt að hugsa út frá
náttúrurétti. En ekki er þar með sagt, að hlutlægt siðferði náttúrulaga liggi ekki til
grundvallar þrátt fyrir að það sé fáum ljóst. Og hér erum við komin að skýringu
þess hvers vegna Þorsteinn telur sig sjá nytjahyggju í ræðu Magnúsar. Náttúru-
réttur er fyrst og fremst siðfræðikenning þrátt fyrir vera settur fram á lagatækni-
legu máh. Flestar normatívar siðfræðikenningar speglast í honum, m.a. fyrir sögu-
legan tilverknað, sem ekki verður rakinn frekar hér. Náttúrurémir á sér einfaldlega
49 Ingi Sigurðsson hafði áður ritað að Magnús byggði á hugmyndum um náttúrurétt eins og
þær þróuðust á 17. og 18. öld, sjá Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensen (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntaféiag, 2006). Grein Þorsteins byggði á erindi sem hann hélt á fundi hjá
Félagi um átjándu aldar fræði 23. febrúar 2002.
50 Magnús ræðir reyndar þá hugmynd annars staðar eða í Hentugri Handbókfyrir hvorn mann
frá 1812. Ég fæ ekki betur séð en að Ingi hafi rétt fyrir sér og að Magnús hafi verið eins konar
náttúruréttarsinni, en líkt og með Jón Eiríksson þurfi töluverða yfirlegu til þess að varpa
fullnægjandi ljósi á hvers konar náttúrurétt hann aðhylltist.
51 Það er algengur misskilningur að náttúruréttarkenningar séu lagatæknilegs eðlis eða á sviði
lögspeki. Þorsteinn virðist að nokkru falla í þá gryfju að tala annars vegar um náttúrulög og
siðferði og hins vegar náttúrulög þar sem þau eru ekki aðgreind frá lagareglum.
52 „Aðhylltist Magnús Stephensen náttúrurétt?“, Hugur 14 (2002), bls. 132.
53 Sama stað.