Hugur - 01.06.2009, Page 193
191
Höfundar ogþýöendur efnis
Ingi F. Vilhjálmsson (f. 1980) er BA í heimspeki og sagnfræði frá Háskóla
Islands og MLitt i heimspeki frá háskólanum í St. Andrews í Skotlandi. Ingi
hefur starfað sem blaðamaður síðastliðin ár, íyrst á Fréttablaðinu en núíDV.
Louise Antony (f. 1953) er doktor í heimspeki frá Harvard-háskóla. Hún hefur
starfað við ýmsa háskóla á austurströnd og í miðvesturríkjum Bandaríkjanna og
er nú prófessor í heimspeki við University of Massachusetts, Amherst. Hún hefur
fengist við rannsóknir á sviði málspeki, hugspeki, þekkingarfræði og femínískrar
heimspeki.
Nanna Hlín Halldórsdóttir (f. 1984) lauk BA-prófi í heimspeki frá Há-
skóla Islands árið 2008.
Peter Singer (f. 1946) er prófessor í lífsiðfræði við Princeton University í
Bandaríkjunum og heiðursprófessor við University of Melbourne í Ástrah'u. Hann
er þekktur fyrir skrif sín um ýmis málefni innan hagnýttrar siðfræði, ekki síst
bókina Animal Liberation þar sem hann færir rök fyrir réttindum dýra.
Róbert Jack (f. 1971) stundar doktorsnám í heimspeki við Háskóla Islands.
Sigríður Þorgeirsdóttir (f. 1958) er dósent í heimspeki við Háskóla íslands.
Hún lærði heimspeki í Boston og Berh'n og hefur einkum skrifað um heimspeki
Nietzsches, femíníska heimspeki og heimspeki náttúrunnar. Sigríður er formaður
stjórnar EDDU öndvegisseturs og alþjóðlegs jafnréttisskóla sem er samstarfs-
verkefni H.í. og utanríkisráðuneytisins.
Sigrún Svavarsdóttir (f. 1958) lauk doktorsprófi frá University of Michigan í
Ann Arbor árið 1993. Hún er dósent í heimspeki við Ohio State University í
Bandaríkjunum, en hefur einnig kennt við New York University, University of
Pittsburgh og Harvard University. Hún fæst við rannsóknir á sviði siðfræði og er
best þekkt fyrir gagnrýni sína á hvatainnhyggju og skrif sín um skynsemishug-
takið.
Þorsteinn Vilhjálmsson (f. 1940) er prófessor í eðhsfræði við Háskóla íslands
með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur ritað bækur og greinar og haldið
fjölmörg erindi um sögu heimsmyndarinnar, um íslensk og norræn vísindi á mið-
öldum, um vísindasögu almennt og um sögu nútíma eðlisfræði. Hann hefur verið
aðalritstjóri Vísindavefs Háskóla íslands frá því hann var stofnaður árið 2000.