Hugur - 01.06.2009, Page 163

Hugur - 01.06.2009, Page 163
Utdráttur úr Ritgerd um manneðlið 161 dæmi um samband orsakar og afleiðingar og nokkurt annað sem við þekkjum, annaðhvort með skynhrifum eða íhugun. Við skulum því rannsaka það. Það er augljóst að kúlurnar tvær snertust áður en hreyfingunni var miðlað og að það var ekkert bil milli höggsins og hreyfingarinnar. Samlœgi í tíma og rúmi er þess vegna nauðsynlegt atriði fyrir virkni allra orsaka. Ennfremur er augljóst að hreyfingin sem var orsökin fer á undan hreyfingunni sem var afleiðingin. Undanfór í tíma er því annað nauðsynlegt atriði hjá hverri orsök. En þetta er ekki allt. Prófum aðrar kúlur af sömu tegund í svipuðum aðstæðum og við munum alltaf komast að raun um að högg annarrar veldur hreyfingu hjá hinni. Hér er því priðja atriðið, það er stöðugjylgni milli orsakar og afleiðingar. Sérhvert fyrirbæri \object\ sem er eins og þessi orsök framkaUar ætíð eitthvert fyrirbæri sem er eins og þessi afleiðing. Um- fram þessi þrjú atriði sem eru samlægi, undanför og stöðug fylgni finn ég ekkert hjá þessari orsök. Fyrri kúlan er á hreyfingu, snertir þá síðari, og hún fer strax á hreyfingu. Og þegar ég prófa tilraunina með sömu eða svipuðum kúlum, í sömu eða svipuðum kringumstæðum, kemst ég að raun um að við hreyfingu og snert- ingu annarrar kúlunnar fylgir ætíð hreyfing hinnar í kjölfarið. Hvernig sem ég velti þessu efni og hvernig sem ég rannsaka það finn ég ekkert frekar. Þessu er svona háttað þegar bæði orsök og afleiðing blasa við skilningarvitunum. Við skulum nú athuga á hverju ályktun okkar byggist þegar við ályktum af einu að annað hafi verið til eða verði til. Hugsum okkur að ég sjái kúlu hreyfast í beina línu í átt til annarrar. Ég álykta undireins að þær skelli saman og að hin kúlan muni hreyfast. Þetta er ályktun frá orsök til afleiðingar og af þessari gerð eru allar rökleiðslur í hversdagsh'fi okkar. A þessari ályktun byggist öll trú okkar á söguna, og til hennar á öll heimspeki rætur að rekja, að rúmfræði og talnafræði einum undanteknum. Ef við getum útskýrt ályktunina út frá árekstri tveggja kúlna þá munum við geta gert grein fyrir þessari aðgerð hugans í öllum tilvikum. Væri maður, eins og til dæmis Adam, skapaður með fúllri skilningsgáfu, án reynslu, mundi hann aldrei geta ályktað um hreyfingu hjá síðari kúlunni af hreyf- ingu og höggi hinnar fyrri. Það er ekki neitt sem rökvitið [reason] sér í orsökinni sem kemur okkur til að álykta um afleiðinguna. Shk ályktun, væri hún möguleg, mundi jafngilda röklegri sönnun eða rökleiðslusönnun [demonstration], með því að hún byggðist einungis á samanburði hugmynda. En engin ályktun frá orsök til afleiðingar jafngildir rökleiðslusönnun, og er þetta því til sönnunar: Hugurinn getur alltaf hugsað sér að hvaða afleiðingu sem er leiði af hvaða orsök sem er, og reyndar að hvaða atburður sem er fylgi í kjölfar annars. Hvaðeina sem við hugsum okkur er mögulegt, alltént í frumspekilegum skilningi. En hvar sem rökleiðslu- sönnun á sér stað er hið gagnstæða ómögulegt og felur í sér mótsögn. Það er því enginn rökleiðslusönnun fyrir fylgni orsakar og afleiðingar. Og þetta er regla sem er almennt viðurkennd af heimspekingum. Það hefði því verið nauðsynlegt fyrir Adam (væri hann ekki fyhtur guðlegum innblæstri) að hafa haft reynslu af afleiðingunni sem fylgdi árekstri þessara tveggja kúlna. Hann yrði að hafa séð, í nokkrum tilvikum, að þegar önnur kúlan rakst á hina þá fór hin síðarnefnda alltaf að hreyfast. Hefði hann séð nægilegan fjölda dæma af þessu tæi þá hefði hann, hvenær sem hann sá aðra kúluna hreyfast f átt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.