Hugur - 01.06.2009, Page 22

Hugur - 01.06.2009, Page 22
20 Sigrtður Þorgeirsdóttir og skapa auk þess forsendur til auðugri skilnings á líkamlegum og samfélagslegum forsendum sjálfsveru og sjálfsmynda.16 Nýrri rannsóknir á heimspeki Descartes sýna jafnframt að ráðandi túlkanir hafa oft dregið upp einhliða mynd. Til dæmis hefur bréfasamband Descartes og Elísabetar prinsessu fengið aukna athygli. Bréfin sýna að Descartes sagði þegar á leið skilið við þá skörpu aðgreiningu líkama og hugar sem einkenndi fyrri skrif hans. Nýrri rannsóknir innan náttúruvísinda á samspili hugar og h'kama styðja við rannsóknir femínískrar fyrirbærafræði á flóknu sambandi sálar og líkama.17 Það er vert að geta þess að femínísk túlkun hefðarinnar getur verið óhefðbundin á skapandi hátt og eru skrif Luce Irigaray gott dæmi um slíkt. Nálgun Irigaray er m.a. mótuð af sálgreiningu og leitast hún við að draga fram hið dulda, óhugsaða og falda í kenningum klassískra heimspekinga. Túlkun Irigaray á hellislíkingu Platons varð tilefni til ritdeilu milli mín og Eyjólfs Kjalars Emilssonar sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins veturinn 2006-2007. Irigaray á það einnig til að taka upp samræðu við forvera sína í heimspeki og tala máli þess sem er undirliggjandi í textum þeirra, eins og skrif hennar um heimspeki Nietzsches bera vott um (Irig- aray 1991). I lok þessarar ágripskenndu upptalningar leyfi ég mér að benda á rannsóknir mínar á heimspeki Nietzsches (2004). Hin heimspekilega arfleifð Nietzsches er tvíbent í samhengi femínískrar heimspeki (Sigríður 2009). Það er annars vegar stæk kvenfjandsemi í tilteknum hugmyndum hans um konur og í afstöðu hans til réttinda og menntunar kvenna. Hins vegar les ég heimspeki Nietzsches sem vendipunkt: Hann hafnar viðtekinni tvíhyggju líkama og hugar. Samfara því af- byggir hann með gagnrýni sinni á heimspekilegar hugmyndir um sjálfið hefð- bundnar hugmyndir um þekkingar- og siðferðisveruna. Allt eru þetta viðfangsefni sem femínísk heimspeki samtímans hefur lagt áherslu á til að öðlast auðugri mannskilning. Slíkar rannsóknir eru liður í að draga fram þætti kenninga fyrri tíma sem iðulega hafa yfirsést og hafa verið ofarlega á baugi í femínískum rann- sóknum.Til að mynda hef ég nýlega gert ítarlega rannsókn á hugtaki Nietzsches um fæðingu og túlkað það með hliðsjón af heimspeki Hönnuh Arendt um fæð- ingarleika (Sigríður væntanl.). Fæðingarhugtakið leikur stórt hlutverk í heimspeki Nietzsches, en því hefur engu að síður verið lítill gaumur gefinn þrátt fyrir að hann sé í hópi þeirra heimspekinga kanónunnar sem eru hvað mest rannsakaðir. Þetta er dæmi um að rannsóknir sem hafa hafist með rýni á kvenfyrirlitningu hefðarinnar geta leitt til þess að farið hefur verið að grafa upp þætti kenninga sem hafa verið h'tt rannsakaðir og tengjast viðfangsefnum sem femínísk heimspeki fæst við í dag. Það má segja að femínísk heimspeki „eigni sér“ hefðina með slíkum rannsólcnum á þann hátt að hefðin nýtist sem uppspretta tilrauna til að hugsa 16 Iris Marion Young, On Female Body Experience: „Throwing like a Girl" and Other Essays (Oxford: Oxford University Press, 2004); Sara Heinámaa, Towarda Phenorneno/ogy ofSexual Difference: Husserl, Merleau-Ponty and Beauvoir, (Lanham: Rowman 8í Littlefield, 2003). 17 Um tengsl hugarrannsókna fyrirbærafræði og raunvísinda sjá t.d. Shaun Gallagher og Dan Zahavi, Ihephenomenological mind:An introduction tophilosophy of rnindandcognitive science (London 8c New York: Routledge, 2008).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.