Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Blaðsíða 130
yfir þreytumörkin; annað hefur ekkert 1
för meö sér en aö sjúklingnum versnar.
Allar æfingar skal gera innan sársauka-
marka og hlifa skal liöum.
Eina formið af passifum æfingum er
tog, bæði manuelt og mekaniskt. Tog er
notað 1 þeim tilgangi aö auka liðferil 1
stirðum og/eða krepptum liðum.
Styrktaræfingar eru ýmist gerðar með
manuel mótstöðu eða ýmis konar lóðum.
Heppilegra er að gera isómetriskar æfing-
ar ef um er að ræða bólgna liði.
Li ðvernd
Sjúklingnum þarf að vera ljóst að honum
ber að hiífa sér og vernda liði sfna.
Hann verður sjálfur, eða fá aðstoð við,
að hagræða vinnustað sínum og heimili
þannig að það fari sem bezt með hann
sjálfan. Fjölskylda sjfiklingsins verður
að vera með þegar rætt er um þessi mál
svo öllum sem hlut eiga að máli sé ljóst
hversu mikilvægir þessir þættir eru og
skilningur á sjúkdómnum sé fyrir hendi
bæði hjá fjölskyldu og á vinnustað.
Spelkur og önnur hjálpartæki
Þegar rætt er um hjálpartæki þarf að
vera ljós tilgangur þeirra. Er hann til
að létta undir með sjúkfingnum svo hann
eigi auðveldara með að gera hluti, sem
hann getur gert með erfiðismunumj eða er
verið að gera honum kleift að framkvæma
það sem honum var ókleift áður ? Strax
í byrjun sjúkdómsins er rétt að nota
hjálpartæki sem létta eða fyrirbyggja álag
á óstöðuga liði. Sérstaklega á þetta við
liðamót í höndum. Þegar valin eru hjálp-
artækijt.d. göngustafir eða hækjur verður
að gefa því gaum að þau séu ekki þannig
úr garði gerð að þau hlifi sumum fiðum
á kostnað annarra. Spelkur ýmis konar
eru notaðar sem hvíldarspelkur og vinnu-
spelkur. f sumum tilvikum eru þær notað-
ar til að hindra deformitet, 1 öðrum til að
bæta funksjon og auka stabilitet.
Heimaæfingar
Rétt er að sjúklingurinn hafi heimaæf-
ingar sem hann gerir daglega. Þær þurfa
að vera gerðar fyrir hvern einstakfing
sérstaklega. Það er æskilegra að lögð
sé rækt við heimaæfingar en að koma t. d.
þrisvar 1 viku á stofu til meðferðar, þar
sem langt ferðalag 1 rysjóttu veðri er af-
ar óheppilegt og þreytandi fyrir R.A.
sjúklinga.
Það er samt nauðsynlegt að sjúkfingur-
inn komi reglulega til sjúkraþjálfara til
eftirlits, auk þess breytingar á heima-
æfingum eftir því sem ástand hans breyt-
ist.og fái um leið þáhvatningu og uppörvun
sem öllum er nauðsynleg, ekki sfzt þeim
er þjást af kroniskum sjúkdómum.
Heimildir
Leddskydd vid rheumatoid artrit.
Merete Bratström 1972, Studentlitteratur,
Lund 1973, ISBN91-44-03922-0.
Fysioterapeuten Tidskrift for norske
fysioterapeuter Nr. 6 1968.
Physiotherapy, The Journal of the
Chartered Society of Physiotherapy,
March 1972, July 1972.
128