Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Blaðsíða 119
Bragi GuSmundsson
LIÐASTUNGA
Ástunga og inndæling lyfja 1 liði hefur á
s.l. 20 árum skapað sér öruggan sess,
sem ein megin lækningaaðferðin við gigt-
sjúkdóma.
Fljótlega eftir að cortison var einangrað
og ljós varð verkun þess \ liðagigt var
farið að nota það við staðbundna meðferð
þvi áhrif þess á verkinn, bólguna og stirð-
leikann, höfuðvandamál gigtsjúkra, eru
öflug.
Aðferöin við inndælingu lyfja f liö er
tiltölulega einföld. Takmarkið er að kom-
ast inn 1 liöholið, draga úr umframvökva
sé um hann að ræða, og dæla inn corti-
costera á sem sársaukaminnstan hátt og
án þess að valda skemmdum á liönum eða
liðböndum og án þess að valda sýkingu.
Þeir liðir, sem helstir koma til greina
við liðástungu eru: hné, mjaðmarliöir,
handar-, axlar- og fingurliðir. Siður
hentar þessi aðferð við smáliði eins og 1
hryggsúlu, eða liði án liöhols eins og
sacroiliacaliði.
Til að áhrif meðferðarinnar verði full-
nægjandi er að sjálfsögðu nauðsynlegt að
inndælingin eigi sér stað 1 liðholið og rétt
að tryggja það með því að draga bullu
sprautunnar til baka og fá liðvökva 1
sprautuna.
Sé um að ræða capsulitis adhesiva, er
blandað staödeyfiefni 8 - 10 ml saman við
sterann og liðpokinn þaninn út með þessu.
Þannig má rjúfa viðloðun og e.t.v. sam-
vexti og framkvæma með þessu eins konar
dilatationsmeðferð. Einkum reynist þessi
aðferð vel við axlar- og mjaömarliði.
í R.A. er staöbundnum og almennum
einkennum oft haldið \ skefjum með væg-
ari verkjalyfjum og gigtarlyfjum eins og
indomethacin, en þrátt fyrir góða verkun
þeirra í mörgum tilfellum hverfa þó ekki
einkenni frá öllum liðum, einkum liöum
sem meira mæðir á eins og hné og mjaðm-
ir. Þessum sjúklingum má iðulega hjálpa
með inndælingu stera í þessa liði og á
þann hátt komast hjá að auka skammt
þeirra gigtarlyfja, sem tekin eru að stað-
aldri.
í slitgigt eru kvartanir oft bundnar við
1-2 liði. Systemmeðferð á þá ekki alltaf
rétt á sér, en góður árangur fæst með
inndælingu nokkrum sinnum á ári og þann-
ig komist hjá samfelldri lyfjagjöf um tima
eða frestur fæst á að gera alloplastik eða
aðra endursköpun liðar.
Það er alþekkt meðal laskna, sem fást
við að "sprauta \ liði" eins og sagt er,
að sjúklingar tala oft um, að þeim hafi
ekki aöeins skánað í þeim liö, sem dælt
var í, heldur og \ fleiri liðum.
Ástæða þessa er sú, að nokkurt úrsog
(resorption) á sér stað, einkum ef notað
er hydrocortison præparöt. Þetta má
sýna fram á með mælingu á útskilnaöi
17-hydroxycorticostera í þvagi.
Notkun hydrocortisons sem slíks við inn-
dælingu \ liði var hætt fyrir mörgum ár-
um, en \ stað þess eru nú notuð tiltölulega
torleysanlegir syntetiskir sterar. Vegna
þess, hve hydrocortison er auðleysanlegt
er það horfið úr hnélið eftir nokkra klukku-
tima, en syntetiskur steri var til staðar f
allt að 3 vikur eftir inndælingu. Lengd
remissionar er þvi lengri við notkun
syntetiskra stera og líklegt er, að stað-
bundin sterameðferð einkum í bráðum til-
fellum geti bælt bólgusvörun liðarins svo
lengi, að sjálfkrafa remission hafi fengist
éins og oft verður í R.A.
Flestir læknar hallast að því að stað-
bundin sterameðferð við slit- og liðagigt
hafi mikla þýöingu, en ekki eru menn þó
á einu máli. Andmælendur steranotkunar
hafa haldið þvT fram, að brjóskeyðing og
beinnekrosur, sem svo oft sjást í R.A.
stafi m.a. af staðbundinni steranotkun, en
því er þá til að svara, að hin sjúka
synovia er fyrst og fremst hinn eyðileggj-
andi þáttur ásamt leysandi eða proteolyt-
iskum ensymum frá hinu aukna frumuinni-
117