Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Blaðsíða 143

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Blaðsíða 143
sem töpuðust af völdum gigtsjúkdóma, átti rót að rekja til vöðvagigtar. Það er þvi ekki vegna lágrar tiðni eða lí'tilla þjóðhagslegra áhrifa, sem vöðva- gigt skipar svo lftið rúm 1 kennslubókum og hugum margra lækna, sem vinna á sjúkrahúsum. Þá mætti ef til vill ætla, að það væri vegna þess, að vöðvagigt væri alltaf léttbær sjúkdómur, sem alltaf hefði góðar horfur. Svo er þó ekki. Smythe vitnar til þess, að maður, sem hættir að vinna vegna vöðvagigtareinkenna, snúi sjaldan aftur til fullrar vinnu. Þá segir hann, að stundum sé erfiðara að endurhæfa sjúkling, sem haldinn er vöðva- gigt, en sjúkling, sem haldinn er iktsýki. III. Orsakir Ég mun ekki ræða um einstakar orsakir vöðvagigtar , heldur um helztu flokka orsaka. Þeir eru: staðbundnar orsakir, djúplægar og fjarlægar líkamlegar orsakir og andleg- ar eða sálrænar orsakir. A. Staðbundnar orsakir. Til dæmis um staðbundna orsök mætti nefna áverka eða langvinnt álag á vöðva. Það liggur næst að ætla, að einkenni frá vöðvum eigi rót að rekja til breytinga eða sjúkdóma f þeim sjálfum. Gowers taldi vist, að vöðvagigt stafaði af bólgu 1 band- vef vöðvans og varð fyrstur til að nota orðið "fibrositis" um þetta fyrirbæri. Stockmann skoðaði vöðvabita úr sjúklingi með vöðvagigt og þóttist sjá bólgubreyting- ar 1 bandvefnum. Þetta hefur enginn get- að staðfest siðan svo að óyggjandi sé og það er flestra hald, að engar slíkar breyt- ingar sé að finna. Vera má, að einkennin eigi rót að rekja til lífeðlisfræðilegra og/eða lifefnafræði- legra breytinga. Þannig mætti hugsa sér, að langvinnt vöðvaálag gæti leitt til breyt- inga á blóðrás 1 vöðvanum og siðan til söfnunar úrgangsefoa 1 honum. Þau gætu siðan haft 1 för með sér einkenni um vöðvagigt. Skemmst er frá þvi að segja, að enginn hefur sýnt fram á slíkar lifeðlis- fræðilegar eða lffefnafræðilegar breytingar 1 vöðva sjúklings með vöðvagigt. B. Djúplægar og fjarlægar likamlegar orsakir Til dæmis um þessar orsakir mætti taka breytingar 1 hálshluía hryggsúlunnar, sem geta haft 1 för með sér einkenni frá vöðv- um 1 hnakka, herðum og griplimum. Til þess að geta skilið með hvaða hætti þetta getur orðið, er nauðsynlegt að kunna skil á leiðsluverk (referred pain) og áhrifum hanb. Heilinn getur staðsett verk, sem á upp- tök sín á yfirborði líkamans, með mikilli nákvæmni. Hann getur á hinn bóginn ekki staðsett verk, sem á upptök sin í djúplæg- um vefjum eða liffærum. Þannig verkur hlýtur að vera leiddur, þ.e. hann virðist eiga upptök sín á yfirborði líkamans. Sjúklingur, sem er með hjartasjúkdóm, finnur ekki til í hjartanu heldur í brjósti, vinstri handlegg og jafnvel í litlafingri. Rannsókn á litlafingri mundi ekki leiða í ljós neinar vefjabreytingar né heldur lif- eðlisfræðilegar eða lifefnafræðilegar breyt- ingar. Með sama hætti getur sjúkdómur í hálshluta hryggsúlunnar valdið einkennum í fjarlægum vöðvum og þess er ekki að vænta, að breytingar finnist í þeim. Langvarandi verkur leiðir til viðbragða, sem í upphafi var ætlað að verja likamann. Meðal þessarra viðbragða er vöðvasam- dráttur, hreyfingarhindrun og aukning sársaukaskyns (hyperalgesia). Vöðvaverkur, sem er leiddur og á rót að rekja til fjarlægra vefja eða Ifffæra, er í fyrstu aðeins misskynjun en síðar magnast hann vegna viðbragða á leiðslu- svæðinu. Lokast þá vftahringur, sem við- heldur einkennunum. C. Andlegar eða sálrænar or s akir Atburðir í umhverfi og lifi manna geta ekki aðeins haft í för með sér andleg við- brögð, vanliðan og jafnvel sjúkdóma, held- ur geta þessar andlegu breytingar einnig leitt til líkamlegra viðbragða, einkenna og sjúkdóma. Það er ekki vel ljóst með hvaða hætti andlegar breytingar geta haft í för með sér líkamlegar breytingar. Reynzt hefur erfiðleikum bundið að finna orsakakeðju milli sálar og líkama. Helzt virðist vera von til að finna hlekki úr þeirri keðju með þvf að beita aðferðum taugalifeðlisfræðinnar, innkirtlafræðinnar og ónæmisfræðinnar. Til þessa höfum við aðeins getað sýnt fram á fylgni milli and- legra og líkamlegra fyrirbæra en með áðurnefndum aðferðum getum við gert okk- ur vonir um að öðiast skilning á tengslun- um milli sálar og likama. Það sálarástand, sem oftast er samfara 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.