Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 137

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 137
Kæru kollegar. Við erum hér samankomin til að ræða almennt um vöðvagigt. Með mér eru læknarnir Guðný Daníelsdóttir, Ingólfur Sveinsson og Oddur Bjarnason og auk þess Kristín Erna Guðmundsdóttir, sjúkraþjálf- ari. Það er algengt, að fólk leiti til læknis vegna gigtar og flestir, sem komnir eru til fullorðinsára hafa fundið til gigtar ein- hverntfma á ævinni. Gigtarsjúkdómar eru ein algengasta orsök veikindaforfalla og sjúkdómar 1 beinum og hreyfingarfærum, aðallega gigtsjúkdómar, hafa oftar verið greindir hjá öryrkjum en aðrir sjúkdómar. Margir eru með slitgigt \ útlimum og 1 hrygg og henni fylgir oft vöðvagigt, en annars kemur vöðvagigt eða vöðvaspenna einnig hjá yngra fólki, einkum 1 sambandi við spennu eða streitu nútímans \ lffi og starfl. Sjúklingur með vöðvagigt eða vöðvaspennu hefúr haft þessi óþægindi 1 lengri eða skemmri tima, leitað oftar en einu sinni til læknis, fengið pillur, orðið betri um tima, en oftast hefur honum versnað aftur og smátt og smátt hefur dregið úr vinnuþreki, vinnuafköstum og langvarandi þreyta fer að gera vart við sig. Sjúklingur getur ekki stundað sina vinnu. Kvartanir eru mjög margbreytileg- ar, en þó áþekkar og flestir hafa eitthvað af eftirfarandi: Sjúklingur hefur höfuðverk, kvartar um þrýsting ofan á hvirfli, líkir því" eins og gjörð liggi um höfuðið, flygs- ur fyrir augum og þrýstingur bak við þau. Sjón telur sjúklingur hafa versnað, kvartar um stirðleika 1 hálsliðum eða 1 baki, hann á erfltt með að halda uppi eða snúa höfði, verkir eru \ herða- og hnakkavöðvafestum, verkir \ mjóbaki, almenn þreyta og vanlíð- an ásamt meltingartruflunum, úthaldsleysi, sljóleiki og svefnleysi, svo eitthvað sé nefnt. Margir gera sér grein fyrir, að þeir eru taugaspenntir og þunglyndir, en oftast játa þeir það ekki fyrr en aðspurðir. Sjúklingur er hrasddur um að geta ekki stundað sitt aðalstarf og/eða aukastarf og eykur það á vanliðan. Þá koma 1 ljós ýmiss vandamál félagslegs eðlis,''annað- hvort 1 sambandi við vinnustað eða á heim- ili. Sjúklingur hefur e.t.v. eins og oft er sagt, gengið á milli lækna, fengið margskonar lyf, en lítið batnað. Hvað er þá til ráða ? Við verðum að gefa okkur tfma til þess að hlusta á sjúkling, setja okkur inn \ hans aðstæður, skoða hann vel og rækilega, nota klinik og ganga ekki of langt 1 erfiðum, kostnaðarsömum rannsóknum að óþörfu. Góð sjúkrasaga og skoðun get- ur leitt 1 ljós sjúkdóma og persónulega hef ég fundið óvænta sjúkdóma hjá sjúklingum, sem leitað hafa á stofu vegna vöðvagigtar. Má þar nefna tilfelli af cancer pulm. , tbc. , pleuritis, malignt lymphom, myxoed- em, hypernephroma, cancer í blöðru og cancer prostatae. Ég legg þvi ríka áherzlu á að læknir gefi sér tíma til þess að fá góða sjúkrasögu og skoða sjúkling vel áður en sjúklingur fær að heyra að hann sé "bara" með vöðvagigt. En hvað er vöðvagigt? Þegar sjúklingur kvartar um "vöðvagigt" er oftast um spennta vöðva að ræða, og þá einkum \ mjóbaki og/eða herðum. Oft er um að ræða rang- ar vinnustellingar, andlegar áhyggjur, langan vinnutima og sjúklingur á í erfið- leikum með að slaka á. Reynt er að gera sjúklingi grein fyrir orsökum gigtarinnar, fá hann til þess að breyta lifsvenjum sfn- um til hins betra, en það er að sjálfsögðu erfitt \ okkar verðbólguþjóðfélagi. Æfingameðferð er veigamikill þáttur í meðferð á vöðvagigt og álagssjúkdómum, ýmist til þess að draga úr vöðvaspennu, með því að kenna slökun, eða bæta líkams- stellingar, og/eða auka vöðvakraft. Sjúkl- ingar þurfa að fá leiðbeiningar og tilsögn um lyftitækni og vinnustellingar. Sjúkling- ar eiga að reyna að forðast að beita fleiri vöðvum eða leggja meiri kraft í vinnu en 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.