Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 28
218
sein eg hefi yður að segja. —
Mér þætti betra, ef þér vilduð
punta dálítið meira upp á grein-
iua, og setja hana á betra stað,
-en þá síðustu. En eg skil það að
vísu, að ekki geta allir fengið
bezta rúmið fyrir greinar sínar,
einkanlega í vikublaði, eins og
þessu; en eg kann illa við það,
að greinar minar, sem eg hefi
lagt mikla vinnu í, séu settar
meðal auglýsinga skraddara og
fiölleikahúsa".
Hann hætti; en í augum hans
var illúðlegt blik. ,,Skrifið þetta
buk við eyrað. Sipperley".
..Það skal eg gera, herra“,
sagði Sippy-
,,Það gleður mig“, sagði selur-
inn og varð aftur blíður á svip-
inn. „Fyrirgefið, að eg skyldi
nefna þetta. Eg vil sízt af öllu
finna að ritstjórninni, en . . . hm!
— Jæja, sælir, Sipperley. Eg lít
i,.n um þrjú leytið á morgun“.
Hann fór, og skildi eftir um
sextíu kubikfeta loftvægislægð.
Þegar hurðin lokaðist á eftir hon-
um rétti eg úr mér í sætinu.
„Hvaða náungi er nú þetta?“
spurði eg. Eg varð undrandi, er
eg sá Sippy vesálinginn verða
æran og óðan, baða út höndun-
um, rífa í hárið á sér og snúa
upp á það, sparka ofsalega í
[Stefnk
borðið og hlammast svo niður á
stól. —
„Fjandinn hirði hann“, sagði
Sippy. „Bara að hann stigi á
bjúgaldinshýði, og snúist í báð-
um öklaliðum á leiðinni til kirkj-
unnar“.
„Hvaða náungi er þetta?“
„Bara að hann fái spönsku
veikina, svo að hann geti ekki
rutt þessum ósköpum úr sér“.
„Já, en hver er þetta?“
„Það er gamli skólastjórinn
minn“.
„Já, en góði vinur —“.
„Gamli skólastjórinn minn“.
Hann horfði afar-hnugginn á
mig: „Skilur þú ekki hvaða klípu
eg er í?“
„Það get eg ekki skilið“.
Sippy stökk upp úr stólnum og
gekk í mikilli geðshræringu
fram og aftur um gólfdúkinn.
„Hvernig verður þér innan-
brjósts, þegar þú mætir gamla
rektornum þínum?“
„Honum mæti eg aldrei; hann
er dauður“.
„Hm! — Nú skal eg segja þér,
hvernig mér verður innanbrjósts.
Eg finn til sömu tilfinningar, og
eg væri í fjórða bekk, og ein-
hver kennarinn hefði rekið vnig
inn til rektors fyrir ólæti i tím-
um. Það kom einu sinni fyrir’
Skrautvasinn.