Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 100
290
Síldareinkasalan.
[Stefnir
þetta hefir, eins og kunnugt er,
valdið útgerðarmönnum stórtöp-
um, bæði 1928 og 1929. Nú er
svo komið, að síldareigendur yf-
irleitt eru orðnir svo óánægðir
með Einkasöluna, að ekki verður
hjá komizt, að þingið taki til
meðferðar og yfirvegunar, hvort
rétt sé að hafa samskonar skip-
un á yfirstjórn Einkasölunnar og
hefir verið til þessa. Með þeim
ákvæðum, sem í gildi eru í þessu
efni, er ekki hægt að neita því,
að Einkasalan hefir verið gerð
að pólitískri stofnun. í stað þess
að fagþekking og reynsla við at-
vinnuveginn séu látnar sitja í
fyrirrúmi, þegar kosnir hafa ver-
ið fulltrúar í útflutningsnefnd af
þingflokkunum, hefir verið mest
sælzt til þess að kjósa í þessa
nefnd pólitíska jábræður hvers
flokks fyrir sig. Síðan hefir það
gengið eins og rauður þráður um
öll þessi afskifti, að pólitíski
mælikvarðinn hefir verið látinn
ráða um allt stjórnendaval og
starfsmannaval við þetta fyrir-
tæki. Því verður ekki neitað, að
þessi í-egla hefir verið notuð, og
enginn vafi á því, að hún verður
notuð, meðan valið á meiri hluta
útflutningsnefndar er í höndum
hinna pólitísku flokka. Árang-
urinn hefir líka komið fram í
mistökum og ýmsum glappaskot-
um vegna þekkingarleysis, enda
er óþarfi að búast við öðru, meðan
þetta skipulag helzt. Því er ekki að
neita, að þeir eru fjölmargir, sem
álíta, að sjálft skipulagið, einka-
salan, eigi aldrei uppreisnar von.
Einkasöluna beri því að afnema,
þar eð hún sé ekki það fyrir-
komulag, sem leysi málið, hún
verði aldrei nein lagfæring á
síldarsölunni. Þó mætti ef til vill
fyrst gera tilraun til þess að bæta
úr ólaginu með því að láta öll um-
ráð og stjórn fyrirtækisins í hend-
ur síldareigenda sjálfra, þ.e.a.s. út-
gerðarmanna og sjómanna. Þeir
vita bezt, hvar skórinn krepph’-
og það er naumast hægt að bú-
ast við, að aðrir finni betri úr-
lausn málsins en þeir, sem ein-
mitt eiga afkomu sína undu*
góðri stjórn Einkasölunnar.
Nýlega hefir vei’ið útbýtt
skýrslu frá Pétri Ólafssyni for'
stjóra Einkasölunnar fyrir starfs'
árið 1930. Þó að forstjórinn kom-
ist svo að orði á einum stað 1
skýrslunni, að hann telji, að Ht-
ið sé að aðgerðum Einkasölunn'
ar að finna það ár, er skýrslan
ræðir um, kannast hann samt sem
áður við á hinn bóginn, að viss