Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 70
260
og það er bein misbeiting á em-
bættisvaldi og óráðvendni, að
nota hana frekar sér til fram-
dráttar en öðrum.
Annað dæmi er það, að stjórn-
in skuli borga Tímanum fyrir að
birta dóm í máli einu, eins og nú
er uppvíst orðið af athugasemd
við landsreikninginn.
Eða ríkissjóðsbílarnir. — Hér
skal ekki farið út í það, hvort
hentugt sé fyrir ríkissjóð að eiga
þessa svonefndu „stjórnarráðs-
bíla“. En hitt virðist ekki fjarri
sanni að spyrja um: Hvaða rétt
eiga ráðherrarnir til þess að nota
þessar bifreiðar eins og sína
eign?
Allt er þetta smáræði hjá hinni
alkunnu notkun varðskipanna.
Hafa þau nú um langa hríð ekki
verið annað en „Gufuskipafé-
lagið Jónas Jónsson & Co.“ Hér
er alveg óþarfi að fara frekari
orðum um þetta landskunna
hneykslismál, það er öllum svo
ljóst, hvernig komið er, þegar
ráðherra misbeitir valdi sínu svo
herfilega í eigin þarfir og til
flokkshagsmuna. Kemst væntan-
lega aldrei upp, hve víðtækt
þetta hneyksli er, fyr en dag-
bækur skipanna verða látnar
skýra alþjóð frá þessum kafla
[Stofnir
stjórnarfarssögunnar á Fram-
sóknarstjórnar árunum.
iSú var tíðin, að menn voru að
bera sig upp út af þessum ó-
sköpum, eins og t. d. þegar Jón-
as fór til Borgarness með fá-
eina útlenda gesti, líklega svona
3 að tölu, og fór á 2 herskipum,
en það þriðja lá þá uppi til að-
gerðar. — Sú var líka tíðin, að
það var eins og hræðsluslikju
drægi í augu ráðherrans út af
þessu, og héldu sumir, er minnst
þekkja hann, að hann ætlaði að
sjá að sér. Það var þegar hann
fór að láta varðskipin skjóta
mönnum upp hingað og þangað
hér suður með sjó, og sækja þá
svo í stjórnarráðsbílum.
En hafi þetta lýst einhverjum
snert af blygðunartilfinningu, þá
læknast hann fljótt. Menn hætta
loks alveg að líta upp, þó að
Framsóknarstjórnin notaði varð-
skipin eins og lystisnekkjur sín-
ar og sendi þau svo á togara-
veiðar, þegar þau mega vera að.
Hér er spillingarfenið alveg gal-
opið, og, að því er virðist, botn-
laust.
Þá má ennfremur spyrja:
Er það ráðvendnisleg gaezl*
ríkisféhirzlunnar, að taka þaðan
peninga í leyfisleysi til þess að
Stjórnarfarið.